Nýtur stangveiða og að skíða Sæunn Gísladóttir skrifar 16. desember 2015 09:57 Ingþór Karl Eiríksson hefur starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu síðustu sjö ár. Vísir/GVA Ingþór Karl Eiríksson var á dögunum skipaður í embætti fjársýslustjóra til fimm ára. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Hann segir starfið leggjast mjög vel í sig. „Þetta er lykilstofnun á sviði opinberra fjármála og spennandi verkefni að fara að takast á við,“ segir Ingþór. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlutverk hennar er að stuðla að hagkvæmri og árangursríkri starfsemi ríkisins með samhæfingu fjármálastjórnar og þjónustu við ríkisaðila. Stofnunin samræmir reikningsskil ríkisaðila, tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og starfsemi ríkisins og stuðlar að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun ríkissjóðs. Hún annast þróun og rekstur sameiginlegra upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár- og mannauðsmála. Ingþór Karl lauk cand. oecon.-prófi af fjármálasviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2012. Síðastliðin sjö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar hefur hann verið tengiliður ráðuneytisins við Fjársýslu ríkisins og hefur borið ábyrgð á helstu málaflokkum stofnunarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. „Ég er því í sama umhverfi, en Fjársýslan er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir ráðuneytið,“ segir Ingþór. Áður starfaði Ingþór Karl sem fjármálastjóri SMI ehf., sem sérfræðingur í fjárhagsdeild hjá Íslandsbanka, sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. og deildarstjóri fjárhagsdeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Ingþór er kvæntur Lísu Björk Óskarsdóttur, rekstrarstjóra hjá ÍSAM, og eiga þau tvö börn. Utan vinnunnar segir Ingþór helsta málið vera samveru með vinum og fjölskyldu. „Þegar frítími gefst stunda ég aðallega útivist með fjölskyldunni. Við ferðumst og stundum skíði og stangveiði, og svo hef ég aðeins verið að reyna að koma mér af stað í golfi,“ segir Ingþór. Hann segir engin sérstök svæði standa upp úr í veiðinni. „Ég reyni bara að stunda bæði laxveiði og silungsveiði.“ Fjölskyldan hefur stundað skíði á Akureyri í vetrarfríum barnanna og svo farið í Bláfjöll. Ingþór tekur ekki við starfinu fyrr en á nýju ári. „Fram að því er verið að fara yfir mín verkefni með yfirmönnum mínum, loka því sem hægt er að loka og finna öðrum verkefnum farveg innan ráðuneytisins og fara yfir það hvernig þeim verður best fyrirkomið,“ segir Ingþór. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Ingþór Karl Eiríksson var á dögunum skipaður í embætti fjársýslustjóra til fimm ára. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Hann segir starfið leggjast mjög vel í sig. „Þetta er lykilstofnun á sviði opinberra fjármála og spennandi verkefni að fara að takast á við,“ segir Ingþór. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlutverk hennar er að stuðla að hagkvæmri og árangursríkri starfsemi ríkisins með samhæfingu fjármálastjórnar og þjónustu við ríkisaðila. Stofnunin samræmir reikningsskil ríkisaðila, tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og starfsemi ríkisins og stuðlar að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun ríkissjóðs. Hún annast þróun og rekstur sameiginlegra upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár- og mannauðsmála. Ingþór Karl lauk cand. oecon.-prófi af fjármálasviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2012. Síðastliðin sjö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar hefur hann verið tengiliður ráðuneytisins við Fjársýslu ríkisins og hefur borið ábyrgð á helstu málaflokkum stofnunarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. „Ég er því í sama umhverfi, en Fjársýslan er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir ráðuneytið,“ segir Ingþór. Áður starfaði Ingþór Karl sem fjármálastjóri SMI ehf., sem sérfræðingur í fjárhagsdeild hjá Íslandsbanka, sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. og deildarstjóri fjárhagsdeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Ingþór er kvæntur Lísu Björk Óskarsdóttur, rekstrarstjóra hjá ÍSAM, og eiga þau tvö börn. Utan vinnunnar segir Ingþór helsta málið vera samveru með vinum og fjölskyldu. „Þegar frítími gefst stunda ég aðallega útivist með fjölskyldunni. Við ferðumst og stundum skíði og stangveiði, og svo hef ég aðeins verið að reyna að koma mér af stað í golfi,“ segir Ingþór. Hann segir engin sérstök svæði standa upp úr í veiðinni. „Ég reyni bara að stunda bæði laxveiði og silungsveiði.“ Fjölskyldan hefur stundað skíði á Akureyri í vetrarfríum barnanna og svo farið í Bláfjöll. Ingþór tekur ekki við starfinu fyrr en á nýju ári. „Fram að því er verið að fara yfir mín verkefni með yfirmönnum mínum, loka því sem hægt er að loka og finna öðrum verkefnum farveg innan ráðuneytisins og fara yfir það hvernig þeim verður best fyrirkomið,“ segir Ingþór.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira