Virkjun jarðhita í stórum eða litlum áföngum Ólafur G. Flóvenz skrifar 16. desember 2015 00:00 Í haust ritaði Gunnlaugur H. Jónsson nokkrar greinar í Fréttablaðið um nýtingu jarðhita. Þar hafa komið fram ýmis atriði sem eru byggð á vafasömum forsendum og leiða til rangra ályktana. Í þessari grein er fjallað um hvort taka skuli stóra eða smáa áfanga við virkjun jarðhitasvæða. Ástæða þess að þetta er álitamál er sú að jarðhitaauðlindin er að mestu hulin augum okkar ofan í jörðunni. Öndvert við vatns- og vindorku fást upplýsingar um hana aðeins með óbeinum mælingum frá yfirborði og með vinnsluprófunum á borholum. Áður en til vinnslu jarðhita kemur er takmarkað vitað um hver sjálfbær vinnslugeta viðkomandi jarðhitasvæðis er. Hún fæst eingöngu með því að láta reyna á svæðið með vinnslu. Með vinnslugetu er átt við hve mikla orku má vinna að meðaltali á ári úr jarðhitasvæðinu. Sérfræðingar ÍSOR mæla almennt með því að jarðhitasvæði séu virkjuð í hæfilega stórum áföngum vegna þessarar óvissu. Vandinn er að meta fyrirfram hvað er hæfilega stór áfangi til að vinnsla reynist sjálfbær og hagkvæm er fram í sækir. Það getur hvort sem er reynst óhagkvæmt að virkja í of stórum eða í of smáum áföngum. Ef við vanmetum sjálfbæra vinnslugetu jarðhitasvæðis í upphafi gæti það leitt til þess að mannvirki og lagnir yrðu of smá og stækka þyrfti þau fljótlega. Þannig gæti til dæmis vanmat á vinnslugetu leitt til þess að tuga kílómetra aðveituæð fyrir heitt vatn yrði of grönn og gæti ekki flutt þá orku sem til staðar er og þörf væri fyrir. Þá þyrfti fljótlega að leggja nýja lögn og kostnaðurinn við tvær lagnir yrði væntanlega miklu meiri en fyrir eina heldur víðari lögn í upphafi. Ef við á hinn bóginn ofmetum vinnslugetuna í byrjun gæti það leitt til þess að virkjað yrði í of stórum áföngum sem leiddi af sér offjárfestingu og óhagkvæmni. Vegna eðlis jarðhitakerfa er venjulega hægt að vinna mun meiri orku úr þeim fyrstu árin eða áratugina en nemur sjálfbærri vinnslugetu til langs tíma. Ef það er gert þarf að draga úr vinnslunni síðar og jafnvel þannig að vinnsla þyrfti um skeið að vera minni en sjálfbær vinnsla til langs tíma yrði annars. Það getur auðvitað þýtt að fjárfest yrði meira í mannvirkjum en nauðsynlegt er fyrir langtímavinnslu. Það þarf hins vegar ekki endilega að vera óhagkvæmt að gera það. Markaðsaðstæður, svo sem orkuþörf og verð orkunnar, gætu vel gert það hagkvæmt að virkja stærra en nemur sjálfbærri vinnslugetu. Þeir sem þekkja til fjárhags- og arðsemisáætlana þekkja það.Ágeng vinnsla Gunnlaugur tók dæmi í einni greina sinna um það sem hann taldi skynsamlega nýtingu jarðhita. Hann segir að Hitaveita Reykjavíkur hafi á árum áður virkjað nokkur jarðhitasvæði og nýtt „þau skynsamlega hvert fyrir sig að mörkum nýtanlegs afls“ og ekki hafi verið ráðist í virkjun Nesjavalla fyrr en fullreynt var að virkjað afl var ekki lengur nægjanlegt. Þetta er ekki rétt. Þvert á móti ákvað Reykjavíkurborg af fjárhagslegum og stjórnmálalegum ástæðum að nýta umrædd jarðhitasvæði með ágengum hætti um árabil til þess að fresta framkvæmdum á Nesjavöllum. Afleiðingarnar voru mjög vaxandi þrýstifall á jarðhitasvæðinu í Mosfellssveit, kólnun á vatninu sem dælt var úr Elliðaársvæðinu og loks vaxandi saltmengun í jarðhitasvæðinu á Laugarnesi. Þegar Nesjavallavirkjun komst í gagnið var dregið úr vinnslu á ofangreindum jarðhitasvæðum, þau jöfnuðu sig á nokkrum árum og eru nú nýtt með sjálfbærum hætti. Þetta dæmi sýnir einmitt að nýta má jarðhitasvæði með ágengum hætti um skeið ef fjárhagsleg rök standa til þess. Það er illmögulegt að skaða jarðhitasvæði með ágengri vinnslu, hvað þá heldur að tæma orkulindina. Ágeng nýting getur þó venjulega aðeins staðið í stuttan tíma, kannski í fáein ár. Þeir sem taka ákvörðun um ágenga nýtingu verða því að gera sér grein fyrir áhættunni sem tekin er og vera meðvitaðir um að það muni þurfa draga úr orkuframleiðslunni eða stækka nýtingavæðið er fram líða stundir. Þungamiðjan í þessu öllu er að ekki ætti að byggja virkjanir út frá óskhyggju eða fordómum heldur ættu allar ákvarðanir að hvíla á þekkingu sem aflað er með ítarlegum rannsóknum, ábyrgð í umhverfismálum, vönduðum hagkvæmniútreikningum og þörfum þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í haust ritaði Gunnlaugur H. Jónsson nokkrar greinar í Fréttablaðið um nýtingu jarðhita. Þar hafa komið fram ýmis atriði sem eru byggð á vafasömum forsendum og leiða til rangra ályktana. Í þessari grein er fjallað um hvort taka skuli stóra eða smáa áfanga við virkjun jarðhitasvæða. Ástæða þess að þetta er álitamál er sú að jarðhitaauðlindin er að mestu hulin augum okkar ofan í jörðunni. Öndvert við vatns- og vindorku fást upplýsingar um hana aðeins með óbeinum mælingum frá yfirborði og með vinnsluprófunum á borholum. Áður en til vinnslu jarðhita kemur er takmarkað vitað um hver sjálfbær vinnslugeta viðkomandi jarðhitasvæðis er. Hún fæst eingöngu með því að láta reyna á svæðið með vinnslu. Með vinnslugetu er átt við hve mikla orku má vinna að meðaltali á ári úr jarðhitasvæðinu. Sérfræðingar ÍSOR mæla almennt með því að jarðhitasvæði séu virkjuð í hæfilega stórum áföngum vegna þessarar óvissu. Vandinn er að meta fyrirfram hvað er hæfilega stór áfangi til að vinnsla reynist sjálfbær og hagkvæm er fram í sækir. Það getur hvort sem er reynst óhagkvæmt að virkja í of stórum eða í of smáum áföngum. Ef við vanmetum sjálfbæra vinnslugetu jarðhitasvæðis í upphafi gæti það leitt til þess að mannvirki og lagnir yrðu of smá og stækka þyrfti þau fljótlega. Þannig gæti til dæmis vanmat á vinnslugetu leitt til þess að tuga kílómetra aðveituæð fyrir heitt vatn yrði of grönn og gæti ekki flutt þá orku sem til staðar er og þörf væri fyrir. Þá þyrfti fljótlega að leggja nýja lögn og kostnaðurinn við tvær lagnir yrði væntanlega miklu meiri en fyrir eina heldur víðari lögn í upphafi. Ef við á hinn bóginn ofmetum vinnslugetuna í byrjun gæti það leitt til þess að virkjað yrði í of stórum áföngum sem leiddi af sér offjárfestingu og óhagkvæmni. Vegna eðlis jarðhitakerfa er venjulega hægt að vinna mun meiri orku úr þeim fyrstu árin eða áratugina en nemur sjálfbærri vinnslugetu til langs tíma. Ef það er gert þarf að draga úr vinnslunni síðar og jafnvel þannig að vinnsla þyrfti um skeið að vera minni en sjálfbær vinnsla til langs tíma yrði annars. Það getur auðvitað þýtt að fjárfest yrði meira í mannvirkjum en nauðsynlegt er fyrir langtímavinnslu. Það þarf hins vegar ekki endilega að vera óhagkvæmt að gera það. Markaðsaðstæður, svo sem orkuþörf og verð orkunnar, gætu vel gert það hagkvæmt að virkja stærra en nemur sjálfbærri vinnslugetu. Þeir sem þekkja til fjárhags- og arðsemisáætlana þekkja það.Ágeng vinnsla Gunnlaugur tók dæmi í einni greina sinna um það sem hann taldi skynsamlega nýtingu jarðhita. Hann segir að Hitaveita Reykjavíkur hafi á árum áður virkjað nokkur jarðhitasvæði og nýtt „þau skynsamlega hvert fyrir sig að mörkum nýtanlegs afls“ og ekki hafi verið ráðist í virkjun Nesjavalla fyrr en fullreynt var að virkjað afl var ekki lengur nægjanlegt. Þetta er ekki rétt. Þvert á móti ákvað Reykjavíkurborg af fjárhagslegum og stjórnmálalegum ástæðum að nýta umrædd jarðhitasvæði með ágengum hætti um árabil til þess að fresta framkvæmdum á Nesjavöllum. Afleiðingarnar voru mjög vaxandi þrýstifall á jarðhitasvæðinu í Mosfellssveit, kólnun á vatninu sem dælt var úr Elliðaársvæðinu og loks vaxandi saltmengun í jarðhitasvæðinu á Laugarnesi. Þegar Nesjavallavirkjun komst í gagnið var dregið úr vinnslu á ofangreindum jarðhitasvæðum, þau jöfnuðu sig á nokkrum árum og eru nú nýtt með sjálfbærum hætti. Þetta dæmi sýnir einmitt að nýta má jarðhitasvæði með ágengum hætti um skeið ef fjárhagsleg rök standa til þess. Það er illmögulegt að skaða jarðhitasvæði með ágengri vinnslu, hvað þá heldur að tæma orkulindina. Ágeng nýting getur þó venjulega aðeins staðið í stuttan tíma, kannski í fáein ár. Þeir sem taka ákvörðun um ágenga nýtingu verða því að gera sér grein fyrir áhættunni sem tekin er og vera meðvitaðir um að það muni þurfa draga úr orkuframleiðslunni eða stækka nýtingavæðið er fram líða stundir. Þungamiðjan í þessu öllu er að ekki ætti að byggja virkjanir út frá óskhyggju eða fordómum heldur ættu allar ákvarðanir að hvíla á þekkingu sem aflað er með ítarlegum rannsóknum, ábyrgð í umhverfismálum, vönduðum hagkvæmniútreikningum og þörfum þjóðfélagsins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar