Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2015 19:00 Jón Bernódusson skipaverkfræðingur er fagstjóri rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. Þetta er eitt stærsta verkefnið framundan í umhverfismálum þjóðarinnar en íslenski skipa- og bátaflotinn losar álíka mikið og öll samgöngutæki á landi. Það er einmitt verkefnið sem ráðgjafahópurinn hefur verið að fást við undanfarin ár undir forystu Jóns Bernódussonar, fagstjóra rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Í hópnum sitja nokkrir af reyndustu fagmönnum þjóðarinnar á þessu sviði; skipaverkfræðingur, vélfræðingur, byggingaverkfræðingur, efnaverkfræðingur og vélaverkfræðingur.Ráðgjafahópurinn á fundi í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrsta tillagan er að Íslendingar rækti repju og framleiði úr henni lífdísil, eins og gert var á Þorvaldseyri, þar sem traktor gekk á repjuolíu, en hana má einnig nota á báta. „Það er eldsneyti sem passar á vélarnar í dag og þá getum við byrjað strax,“ segir Jón Bernódusson skipaverkfræðingur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Lífdísill sé þegar orðinn íblöndun, með 5% fyrir umferð í landi og erlendis séu dæmi um 7% hlutfall. Jón telur að með því að nota repju til uppgræðslu gætu Íslendingar slegið tvær flugur í einu höggi og í raun framleitt alla þá olíu sem flotinn þyrfti. Meðan repjan vaxi taki hver hektari í sig að meðaltali sex tonn af CO 2. Við bruna skili hún svo þremur tonnum til baka. „Þannig að við erum að tala um tvöfalda kolefnisjöfnun,“ segir Jón. Smábátar úr trefjaplasti gætu síðan skipt yfir á rafmótora en með varavél sem gengi þá fyrir lífdísil. „Síðan er möguleiki, eins og menn eru að gera í Noregi, að vera með aðeins stærri skip, sem eru að sigla á milli fjarða, og eru þá úr áli, sem er léttara en stál. Þá ertu að keyra léttari skip á rafmótorum, sem hefur alveg gengið og mun ganga,“ segir Jón.Norska rafferjan Ampere er úr áli, sem gerir hana helmingi léttari en hefðbundin stálskip.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eftir góða reynslu af rafmagnsferju í Noregi hafa þarlend umhverfissamtök hvatt til þess að meginþorri norska ferjuflotans verði rafvæddur og að ferjurnar verði úr áli. Þannig verða þær léttari og eyða minni orku. Íslensku ráðgjafarnir telja að stærri skip yrðu áfram úr stáli, þar á meðal stærri togarar, en hvetja til að tekin verði skref í smíði álskipa. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur telur raunhæft að milli 800 og 900 minni skip í íslenska flotanum verði smíðuð úr áli. Eftir því sem skipin stækki verði hlutfall áls þó minna. Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. Þetta er eitt stærsta verkefnið framundan í umhverfismálum þjóðarinnar en íslenski skipa- og bátaflotinn losar álíka mikið og öll samgöngutæki á landi. Það er einmitt verkefnið sem ráðgjafahópurinn hefur verið að fást við undanfarin ár undir forystu Jóns Bernódussonar, fagstjóra rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Í hópnum sitja nokkrir af reyndustu fagmönnum þjóðarinnar á þessu sviði; skipaverkfræðingur, vélfræðingur, byggingaverkfræðingur, efnaverkfræðingur og vélaverkfræðingur.Ráðgjafahópurinn á fundi í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrsta tillagan er að Íslendingar rækti repju og framleiði úr henni lífdísil, eins og gert var á Þorvaldseyri, þar sem traktor gekk á repjuolíu, en hana má einnig nota á báta. „Það er eldsneyti sem passar á vélarnar í dag og þá getum við byrjað strax,“ segir Jón Bernódusson skipaverkfræðingur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Lífdísill sé þegar orðinn íblöndun, með 5% fyrir umferð í landi og erlendis séu dæmi um 7% hlutfall. Jón telur að með því að nota repju til uppgræðslu gætu Íslendingar slegið tvær flugur í einu höggi og í raun framleitt alla þá olíu sem flotinn þyrfti. Meðan repjan vaxi taki hver hektari í sig að meðaltali sex tonn af CO 2. Við bruna skili hún svo þremur tonnum til baka. „Þannig að við erum að tala um tvöfalda kolefnisjöfnun,“ segir Jón. Smábátar úr trefjaplasti gætu síðan skipt yfir á rafmótora en með varavél sem gengi þá fyrir lífdísil. „Síðan er möguleiki, eins og menn eru að gera í Noregi, að vera með aðeins stærri skip, sem eru að sigla á milli fjarða, og eru þá úr áli, sem er léttara en stál. Þá ertu að keyra léttari skip á rafmótorum, sem hefur alveg gengið og mun ganga,“ segir Jón.Norska rafferjan Ampere er úr áli, sem gerir hana helmingi léttari en hefðbundin stálskip.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eftir góða reynslu af rafmagnsferju í Noregi hafa þarlend umhverfissamtök hvatt til þess að meginþorri norska ferjuflotans verði rafvæddur og að ferjurnar verði úr áli. Þannig verða þær léttari og eyða minni orku. Íslensku ráðgjafarnir telja að stærri skip yrðu áfram úr stáli, þar á meðal stærri togarar, en hvetja til að tekin verði skref í smíði álskipa. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur telur raunhæft að milli 800 og 900 minni skip í íslenska flotanum verði smíðuð úr áli. Eftir því sem skipin stækki verði hlutfall áls þó minna.
Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21
Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45