Viðskipti erlent

Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Bílferjan Ampere siglir yfir Sognfjörð.
Bílferjan Ampere siglir yfir Sognfjörð. Mynd/Norled.

Norðmenn hafa tekið í notkun fyrstu bílferju heims sem gengur fyrir rafmagni. Ferjan, Ampere, siglir þvert yfir Sognfjörðinn, lengsta fjörð Noregs, milli Lavik og Oppedal. Siglingin tekur um 20 mínútur en biðtíminn í hvorri höfn, 10 mínútur, er notaður til að hlaða rafhlöðurnar. Yfir nóttina, meðan siglingar liggja niðri, fá rafhlöðurnar svo stóra hleðslu.

Ferjan var smíðuð úr áli og er hún því helmingi léttari en hefðbundnar ferjur. Það þýðir jafnframt að orkunotkun hennar er helmingi minni. Fyrsta áætlunarsiglingin var þann 16. febrúar en hún hafði áður verið í reynslusiglingum á leiðinni frá því í janúar.

Helstu vandkvæði fyrstu vikurnar eru að hleðslutækið í annarri höfninni hefur ekki virkað sem skyldi og valdið töfum á siglingum. Ráðamenn útgerðarinnar, Norled, vonast þó til að þeir séu að komast yfir byrjunarerfiðleikana.

Bílferjan er um 80 metra löng og 21 metra breið. Hún tekur 120 fólksbíla og 350 farþega. Þetta er ein fjölfarnasta ferjuleið Noregs, sem tengir Bergen og Sogn- og Fjarðafylki. Önnur bílferja, dísilknúin, siglir á móti Ampere. Um páskana er ætlunin að fá aukaferju til öryggis þegar umferðarþunginn eykst.

Ampere er í útliti eins og aðrar nýlegar ferjur á norsku fjörðunum. Hún er þó hljóðlátari og farþegar sjá engan reyk stíga upp úr strompum. Það þýðir að þeir finna heldur enga lykt af útblæstri.

Til að spara raforku er farþegum hins vegar ekki boðið upp á að kaupa kaffi og skonsur, sem er vinsælt um borð í norsku ferjunum. 


Tengdar fréttir

Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip

Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað.

Engin mótmæli gegn nýjustu stíflu Noregs

Ný virkjun sem verið er að taka í notkun í Noregi þessa dagana er með stærstu stíflu sinnar tegundar sem reist hefur verið þar í landi frá því hin umdeilda Alta-virkjun var gangsett fyrir þrjátíu árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.