Opið bréf til þingmanna Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun