Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun