Eru bifreiðatryggingar í núverandi mynd tímaskekkja? Úlfar Hillers skrifar 4. mars 2015 07:00 Mér finnst algerlega komin tími á að endurskoða frá grunni tryggingarmál er varða bílatryggingar og þar á ég við það óréttlæti sem eigendur bifreiða þurfa að búa við varðandi ábyrgðartryggingu bíla sinna, ég tala nú ekki um ef þeir eiga fleiri en einn bíl, t.d. fornbílasafnari, húsbílaeigendur eða bara bíladellufólk. Er einhver möguleiki á því að einn og sami maðurinn geti ekið tveimur eða fleiri bílum í einu, ég held ekki. Tillaga mín í þessum málum er einföld og snýst um að Alþingi beiti sér fyrir því að menn þurfi ekki að kaupa sér sérstaka ábyrgðartryggingu á bíla sína, heldur sé lögum breytt í þá veru að, um leið og þú öðlast ökuréttindi beri þér að tryggja þig fyrir óhöppum sem þú hugsanlega gætir valdið í órétti gagnvart gildandi umferðarlögum, með því fyrirkomulagi skipti engu máli hvort þú værir á þínum eigin bíl eða annarra, þú ert tryggður gagnvart bótakröfu tjónþola. Eins og gefur að skilja þá er það þannig, að það er skírteinishafinn (ökumaður) sem veldur tjóni en ekki bíllinn. Ökuskírteinistrygging „eins og ég kýs að kalla þessa tryggingavernd“ gæti verið gjaldfærð með stofngjaldi sem t.d. innihéldi 100 punkta eftir töku bílprófs og þyrfti ekki að vera svo dýr vegna alls þess fjölda sem hana tæki, en síðan virkaði kerfið þannig að skírteinishafi öðlaðist fleiri punkta eftir hvert tjónlaust ár til lækkunar á skírteinistryggingagjaldi (hvatning til ábyrgari aksturs). Að sama skapi fækkaði punktunum við hvert tjón og yrði það orsök til hækkunar á árlegu skírteinistryggingagjaldi viðkomandi ökumanns og ef um það yrði að ræða að viðkomandi kláraði sína punktaeign, þá myndu leggjast á hann mínuspunktar til hækkunar á ökuskírteinistryggingu viðkomandi.Enginn ótryggður Með þessu fyrirkomulagi yrði í raun enginn ótryggður bíll í umferðinni og ef réttinda- eða tryggingalausir ökumenn myndu valda tjóni í umferðinni þá gilti endurkröfuréttur á viðkomandi aðila nákvæmlega eins og það er í dag, enda ákaflega ósanngjarnt að eigandi bíls sé ábyrgur fyrir tjóni sem hann ekki veldur sjálfur. Sjálfsagt þyrftu tryggingafélögin að vera áfram með sérstakan bótasjóð til að brúa það bil sem kynni að skapast við uppgjör slíkra tjóna þar til dæmt yrði í slíkum málum. Síðan gætu menn keypt sér sérstaka Kaskó-tryggingavernd gagnvart réttlausu tjóni og gæti þar verið um nokkra flokka að ræða eftir óskum hvers og eins, dæmi: Stök trygging á ákveðinn bíl (bílnúmer) með viðbót s.s. bruna- og innbrotstryggingu, eða Altrygging sem gilti þá alltaf á öllum þeim bílum sem viðkomandi ekur hverju sinni. En öðru máli gegndi hvernig tryggja ætti atvinnubifreiðar, en þar tel ég að rekstraraðili (eigandi) slíkra bifreiða eigi að tryggja þær og sig sérstaklega fyrir bótakröfum ef bifreiðar þeirra lentu í óhöppum sem væru bótaskyld (Sérlög fyrir bílaleigur vegna útlendinga). Þetta eru aðeins hugmyndir að breyttu tryggingafyrirkomulagi og vegna ósanngjarnra tryggingarskilmála eins og þeir eru í dag. Kannski er hér nothæfur grunnur til að lagfæra þessa hluti til sanngjarnari og betri vegar? Eflaust þykir mörgum sem hafa bílpróf en eiga engan bíl þetta vera íþyngjandi, en það eru mörg réttindi sem kosta peninga þó svo viðkomandi réttindahafi nýti sér það aldrei eða sjaldan, þá væri það ávísun á lækkun iðgjalda þeirra vegna punktasöfnunar (m.v. tjónlaus). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mér finnst algerlega komin tími á að endurskoða frá grunni tryggingarmál er varða bílatryggingar og þar á ég við það óréttlæti sem eigendur bifreiða þurfa að búa við varðandi ábyrgðartryggingu bíla sinna, ég tala nú ekki um ef þeir eiga fleiri en einn bíl, t.d. fornbílasafnari, húsbílaeigendur eða bara bíladellufólk. Er einhver möguleiki á því að einn og sami maðurinn geti ekið tveimur eða fleiri bílum í einu, ég held ekki. Tillaga mín í þessum málum er einföld og snýst um að Alþingi beiti sér fyrir því að menn þurfi ekki að kaupa sér sérstaka ábyrgðartryggingu á bíla sína, heldur sé lögum breytt í þá veru að, um leið og þú öðlast ökuréttindi beri þér að tryggja þig fyrir óhöppum sem þú hugsanlega gætir valdið í órétti gagnvart gildandi umferðarlögum, með því fyrirkomulagi skipti engu máli hvort þú værir á þínum eigin bíl eða annarra, þú ert tryggður gagnvart bótakröfu tjónþola. Eins og gefur að skilja þá er það þannig, að það er skírteinishafinn (ökumaður) sem veldur tjóni en ekki bíllinn. Ökuskírteinistrygging „eins og ég kýs að kalla þessa tryggingavernd“ gæti verið gjaldfærð með stofngjaldi sem t.d. innihéldi 100 punkta eftir töku bílprófs og þyrfti ekki að vera svo dýr vegna alls þess fjölda sem hana tæki, en síðan virkaði kerfið þannig að skírteinishafi öðlaðist fleiri punkta eftir hvert tjónlaust ár til lækkunar á skírteinistryggingagjaldi (hvatning til ábyrgari aksturs). Að sama skapi fækkaði punktunum við hvert tjón og yrði það orsök til hækkunar á árlegu skírteinistryggingagjaldi viðkomandi ökumanns og ef um það yrði að ræða að viðkomandi kláraði sína punktaeign, þá myndu leggjast á hann mínuspunktar til hækkunar á ökuskírteinistryggingu viðkomandi.Enginn ótryggður Með þessu fyrirkomulagi yrði í raun enginn ótryggður bíll í umferðinni og ef réttinda- eða tryggingalausir ökumenn myndu valda tjóni í umferðinni þá gilti endurkröfuréttur á viðkomandi aðila nákvæmlega eins og það er í dag, enda ákaflega ósanngjarnt að eigandi bíls sé ábyrgur fyrir tjóni sem hann ekki veldur sjálfur. Sjálfsagt þyrftu tryggingafélögin að vera áfram með sérstakan bótasjóð til að brúa það bil sem kynni að skapast við uppgjör slíkra tjóna þar til dæmt yrði í slíkum málum. Síðan gætu menn keypt sér sérstaka Kaskó-tryggingavernd gagnvart réttlausu tjóni og gæti þar verið um nokkra flokka að ræða eftir óskum hvers og eins, dæmi: Stök trygging á ákveðinn bíl (bílnúmer) með viðbót s.s. bruna- og innbrotstryggingu, eða Altrygging sem gilti þá alltaf á öllum þeim bílum sem viðkomandi ekur hverju sinni. En öðru máli gegndi hvernig tryggja ætti atvinnubifreiðar, en þar tel ég að rekstraraðili (eigandi) slíkra bifreiða eigi að tryggja þær og sig sérstaklega fyrir bótakröfum ef bifreiðar þeirra lentu í óhöppum sem væru bótaskyld (Sérlög fyrir bílaleigur vegna útlendinga). Þetta eru aðeins hugmyndir að breyttu tryggingafyrirkomulagi og vegna ósanngjarnra tryggingarskilmála eins og þeir eru í dag. Kannski er hér nothæfur grunnur til að lagfæra þessa hluti til sanngjarnari og betri vegar? Eflaust þykir mörgum sem hafa bílpróf en eiga engan bíl þetta vera íþyngjandi, en það eru mörg réttindi sem kosta peninga þó svo viðkomandi réttindahafi nýti sér það aldrei eða sjaldan, þá væri það ávísun á lækkun iðgjalda þeirra vegna punktasöfnunar (m.v. tjónlaus).
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar