Forsætisráðuneytið skoðar uppbyggingu á stjórnarráðsreitnum ingvar haraldsson skrifar 28. október 2015 09:30 Stefán Thors, nýskipaður húsameistari ríkisins. Í baksýn er svæðið þar sem til skoðunar er að rísi nýtt húsnæði fyrir ráðuneytin. vísir/anton brink Til skoðunar er innan forsætisráðuneytisins að dusta rykið af gömlum hugmyndum um að reisa nýbyggingar fyrir ráðuneytin á stjórnarráðsreitnum, sem afmarkast af Ingólfsstræti, Skúlagötu, Klapparstíg og Lindargötu. Stefán Thors, nýskipaður húsameistari ríkisins, segir stöðuna í húsnæðismálum ráðuneytanna vera nokkuð erfiða enda séu þau oft dreifð og í mörgum byggingum. „Almennt er húsnæðisvandi í stjórnarráðinu sem þarf að taka á,“ segir Stefán. „Það var á sínum tíma arkitektasamkeppni um skipulag fyrir þetta svæði. Einn möguleiki er að fara skoða þetta svolítið aftur og fara að safna ráðuneytinu saman dálítið betur á afmarkað svæði,“ bætir Stefán við.Svona átti byggingin sem vann hugmyndasamkeppnina árið 2002 að líta út. Húsið átti að standa við Sölvhólsgötu 9-11. Stefán segir að skoða þurfi hvort þessi hönnun komi enn til álita.mynd/forsætisráðuneytiðHugmyndasamkeppnin fór fram árið 2002 um byggingu sem hýsa átti dóms- og kirkjumálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið. Vinningstillagan, frá arkitektastofunni Franken Architekten GmbH, hljóðaði upp á fjögurra hæða 4.800 fermetra byggingu auk tveggja hæða bílakjallara við Sölvhólsgötu 9-11. Auk ráðuneytanna var stefnt að því að þar yrðu fundarsalir og mötuneyti til sameiginlegra afnota ráðuneytanna og annarra stofnana á stjórnarráðsreitnum. Byggingin átti að vera fyrsta skrefið í að koma öllum ráðuneytum landsins á stjórnarráðsreitinn. Utanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið og forsætisráðuneytið eru einu ráðuneytin sem ekki eru á reitnum. Stefán segir eina hugmyndina vera um að reisa nýbyggingu á milli gamla dómshúss Hæstaréttar Íslands við Lindargötu og íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar, þar sem Þjóðleikhúsið er nú með leiksviðin Kassann og Kúluna. „Og svo aftur önnur hús sitt hvorum megin við Sölvhólsgötuna.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Til skoðunar er innan forsætisráðuneytisins að dusta rykið af gömlum hugmyndum um að reisa nýbyggingar fyrir ráðuneytin á stjórnarráðsreitnum, sem afmarkast af Ingólfsstræti, Skúlagötu, Klapparstíg og Lindargötu. Stefán Thors, nýskipaður húsameistari ríkisins, segir stöðuna í húsnæðismálum ráðuneytanna vera nokkuð erfiða enda séu þau oft dreifð og í mörgum byggingum. „Almennt er húsnæðisvandi í stjórnarráðinu sem þarf að taka á,“ segir Stefán. „Það var á sínum tíma arkitektasamkeppni um skipulag fyrir þetta svæði. Einn möguleiki er að fara skoða þetta svolítið aftur og fara að safna ráðuneytinu saman dálítið betur á afmarkað svæði,“ bætir Stefán við.Svona átti byggingin sem vann hugmyndasamkeppnina árið 2002 að líta út. Húsið átti að standa við Sölvhólsgötu 9-11. Stefán segir að skoða þurfi hvort þessi hönnun komi enn til álita.mynd/forsætisráðuneytiðHugmyndasamkeppnin fór fram árið 2002 um byggingu sem hýsa átti dóms- og kirkjumálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið. Vinningstillagan, frá arkitektastofunni Franken Architekten GmbH, hljóðaði upp á fjögurra hæða 4.800 fermetra byggingu auk tveggja hæða bílakjallara við Sölvhólsgötu 9-11. Auk ráðuneytanna var stefnt að því að þar yrðu fundarsalir og mötuneyti til sameiginlegra afnota ráðuneytanna og annarra stofnana á stjórnarráðsreitnum. Byggingin átti að vera fyrsta skrefið í að koma öllum ráðuneytum landsins á stjórnarráðsreitinn. Utanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið og forsætisráðuneytið eru einu ráðuneytin sem ekki eru á reitnum. Stefán segir eina hugmyndina vera um að reisa nýbyggingu á milli gamla dómshúss Hæstaréttar Íslands við Lindargötu og íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar, þar sem Þjóðleikhúsið er nú með leiksviðin Kassann og Kúluna. „Og svo aftur önnur hús sitt hvorum megin við Sölvhólsgötuna.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira