Sigmundur segir kaupmátt landsmanna eiga eftir að aukast vegna niðurstöðu SALEK sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 11:03 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þegar sé farið að draga úr verðbólguþrýstingi vegna niðurstöðu SALEK-hópsins. vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að áhrifa nýundirritaðs samkomulags í kjölfar niðurstöðu SALEK-hópsins svokallaða eigi eftir að gæta strax. Þegar sé það farið að að draga úr verðbólguþrýstingi og væntingum um verðbólgu til framtíðar. „Ég vona að þetta muni strax koma í veg fyrir það sem ella hefðu orðið neikvæð áhrif. Við erum á tímum núna þar sem fram undan eru verulegar launahækkanir. Þær hefðu líklega, því miður, horfið að miklu leyti í verðbólgu hefðum við ekki náð saman um þessa framtíðarsýn sem nú hefur verið undirritaður,“ sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Neytendur verði að vera á varðbergi „Það breytir þó ekki því að við verðum að vera á varðbergi. Atvinnurekendur verða að reyna eins og þeir mögulega geta að halda aftur að verðlagshækkunum og neytendur verða að vera á verði.“ Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum markaði skrifuðu í gær undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið er afrakstur af vinnu SALEK-hópsins, sem starfað hefur með hléum frá árinu 2013, og nær til sjötíu prósent launafólks. Sigmundur fagnar þessu nýja samkomulagi og segir það eiga eftir að bæta kaupmátt landsmanna. „Maður er búinn að fylgjast með þessu í tvö ár. Stundum hefur þetta litið vel út og stundum ekki, og stundum nánast virst vonlaust. En menn fóru í það núna, allir í sameiningu, fulltrúar ríkisins, atvinnurekendur á almennum markaði og launþegahreyfinganna að gera eina tilraun enn. Vegna þess að menn sá að hér var komið upp hættuástand enn á ný, þar sem útlit var fyrir að verðbólgan gæti farið á skrið. Við gætum aftur lent í sömu hringavitleysunni þannig að það vissu allir að það var til mikils að vinna,“ segir hann. Þá segir hann að með samkomulaginu muni launahækkanir nú hafa minni áhrif á verðbólgu en áður. „Að menn stilli saman strengi og nýti þau tækifæri sem eru í atvinnulífinu til að framleiða meiri verðmæti og að sú verðmætasköpun skili sér í hækkandi launum. Að menn fari ekki fram úr verðmætaaukningunni þannig að hagsmunirnir haldast í hendur hjá atvinnurekendum og launþegum að búa til meiri verðmæti og að það sé tryggt að þeirri verðmætasköpun sé skilað áfram.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn Helstu aðilar á vinnumarkaði hafa skrifað undir samkomulag sem tryggja á varanlega kaupmáttaraukningu á Íslandi. 27. október 2015 16:59 Þrátt fyrir tvöfalt meiri launahækkanir á Íslandi hefur kaupmáttur aukist helmingi minna en í Skandinavíu Gengi krónunnar hefur fallið um 50 prósent frá aldamótum en gengi mynta hinna Norðurlandanna haldist nánast óbreytt gagnvart evru. 27. október 2015 18:38 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að áhrifa nýundirritaðs samkomulags í kjölfar niðurstöðu SALEK-hópsins svokallaða eigi eftir að gæta strax. Þegar sé það farið að að draga úr verðbólguþrýstingi og væntingum um verðbólgu til framtíðar. „Ég vona að þetta muni strax koma í veg fyrir það sem ella hefðu orðið neikvæð áhrif. Við erum á tímum núna þar sem fram undan eru verulegar launahækkanir. Þær hefðu líklega, því miður, horfið að miklu leyti í verðbólgu hefðum við ekki náð saman um þessa framtíðarsýn sem nú hefur verið undirritaður,“ sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Neytendur verði að vera á varðbergi „Það breytir þó ekki því að við verðum að vera á varðbergi. Atvinnurekendur verða að reyna eins og þeir mögulega geta að halda aftur að verðlagshækkunum og neytendur verða að vera á verði.“ Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum markaði skrifuðu í gær undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið er afrakstur af vinnu SALEK-hópsins, sem starfað hefur með hléum frá árinu 2013, og nær til sjötíu prósent launafólks. Sigmundur fagnar þessu nýja samkomulagi og segir það eiga eftir að bæta kaupmátt landsmanna. „Maður er búinn að fylgjast með þessu í tvö ár. Stundum hefur þetta litið vel út og stundum ekki, og stundum nánast virst vonlaust. En menn fóru í það núna, allir í sameiningu, fulltrúar ríkisins, atvinnurekendur á almennum markaði og launþegahreyfinganna að gera eina tilraun enn. Vegna þess að menn sá að hér var komið upp hættuástand enn á ný, þar sem útlit var fyrir að verðbólgan gæti farið á skrið. Við gætum aftur lent í sömu hringavitleysunni þannig að það vissu allir að það var til mikils að vinna,“ segir hann. Þá segir hann að með samkomulaginu muni launahækkanir nú hafa minni áhrif á verðbólgu en áður. „Að menn stilli saman strengi og nýti þau tækifæri sem eru í atvinnulífinu til að framleiða meiri verðmæti og að sú verðmætasköpun skili sér í hækkandi launum. Að menn fari ekki fram úr verðmætaaukningunni þannig að hagsmunirnir haldast í hendur hjá atvinnurekendum og launþegum að búa til meiri verðmæti og að það sé tryggt að þeirri verðmætasköpun sé skilað áfram.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn Helstu aðilar á vinnumarkaði hafa skrifað undir samkomulag sem tryggja á varanlega kaupmáttaraukningu á Íslandi. 27. október 2015 16:59 Þrátt fyrir tvöfalt meiri launahækkanir á Íslandi hefur kaupmáttur aukist helmingi minna en í Skandinavíu Gengi krónunnar hefur fallið um 50 prósent frá aldamótum en gengi mynta hinna Norðurlandanna haldist nánast óbreytt gagnvart evru. 27. október 2015 18:38 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn Helstu aðilar á vinnumarkaði hafa skrifað undir samkomulag sem tryggja á varanlega kaupmáttaraukningu á Íslandi. 27. október 2015 16:59
Þrátt fyrir tvöfalt meiri launahækkanir á Íslandi hefur kaupmáttur aukist helmingi minna en í Skandinavíu Gengi krónunnar hefur fallið um 50 prósent frá aldamótum en gengi mynta hinna Norðurlandanna haldist nánast óbreytt gagnvart evru. 27. október 2015 18:38
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent