Utanríkisráðherra ræddi flóttamannavanda, heimsmarkmið og fríverslun við norræna ráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. október 2015 19:33 Gunnar Bragi og norskur starfsbróðir hans, Børge Brende, undirrita samning um frekara vísindasamstarf á Norðurslóðum. mynd/utanríkisráðuneytið Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í morgun fund með utanríkisráðherrum Norðurlandanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs, sem nú stendur yfir í Hörpunni. Ræddu ráðherrarnir meðal annars hið erfiða ástand vegna flóttamannastraumsins frá Sýrlandi og öðrum nálægum svæðum til Evrópu sem og pólitíska ástandið á þessum slóðum. Samskiptin við Rússland og staðan í Úkraínu voru einnig á dagskrá, sem og norrænt samstarf í utanríkis- og öryggismálum, meðal annars á sviði netöryggismála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlandanna áttu einnig sérstakan fund með forsætisnefnd Norðurlandaráðs þar sem meðal annars var rætt um norrænt samstarf á Norðurslóðum. Á fundinum var einnig rætt um flóttamannavandann og stöðu mála í Úkraínu og Rússlandi. Á þingi Norðurlandaráðs var nú síðla dags sérstök utanríkispólitísk umræða. Í ræðu sinni lagði utanríkisráðherra áherslu á samstöðu og samstarf Norðurlandanna í utanríkismálum. Í máli sínu beindi Gunnar Bragi sjónum að ástandinu í Sýrlandi og flóttamannavandanum. Greindi hann frá stuðningi ríkisstjórnarinnar til stofnanna á stríðshrjáðu svæðunum og vegna komu flóttamanna hingað til lands. Einnig ræddi ráðherra stöðu mála í Úkraínu og fyrirhuguð aukin framlög Íslands til samstöðuaðgerða Atlantshafsbandalagsins. Þá áréttaði Gunnar Bragi mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið næði markverðum árangri á loftslagsráðstefnunni í París í desember nk. Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu síðdegis samkomulag um áframhaldandi vísindasamstarf á norðurslóðum. Einnig hefur Gunnar Bragi átt, í tengslum við þingið, tvíhliða fundi með varnarmálaráðherra Svíþjóðar og forseta þings Evrópuráðsins. Utanríkisviðskiptaráðherrar Norðurlandanna funduðu einnig fyrr í dag þar sem m.a. var rætt um stöðu mála á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og undirbúning ráðherrafundar hennar í desember næstkomandi. Gerð var grein fyrir stöðu fríverslunarviðræðna ESB og Bandaríkjanna og skipst á skoðunum varðandi samskipti við Kína og Rússland. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í morgun fund með utanríkisráðherrum Norðurlandanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs, sem nú stendur yfir í Hörpunni. Ræddu ráðherrarnir meðal annars hið erfiða ástand vegna flóttamannastraumsins frá Sýrlandi og öðrum nálægum svæðum til Evrópu sem og pólitíska ástandið á þessum slóðum. Samskiptin við Rússland og staðan í Úkraínu voru einnig á dagskrá, sem og norrænt samstarf í utanríkis- og öryggismálum, meðal annars á sviði netöryggismála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlandanna áttu einnig sérstakan fund með forsætisnefnd Norðurlandaráðs þar sem meðal annars var rætt um norrænt samstarf á Norðurslóðum. Á fundinum var einnig rætt um flóttamannavandann og stöðu mála í Úkraínu og Rússlandi. Á þingi Norðurlandaráðs var nú síðla dags sérstök utanríkispólitísk umræða. Í ræðu sinni lagði utanríkisráðherra áherslu á samstöðu og samstarf Norðurlandanna í utanríkismálum. Í máli sínu beindi Gunnar Bragi sjónum að ástandinu í Sýrlandi og flóttamannavandanum. Greindi hann frá stuðningi ríkisstjórnarinnar til stofnanna á stríðshrjáðu svæðunum og vegna komu flóttamanna hingað til lands. Einnig ræddi ráðherra stöðu mála í Úkraínu og fyrirhuguð aukin framlög Íslands til samstöðuaðgerða Atlantshafsbandalagsins. Þá áréttaði Gunnar Bragi mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið næði markverðum árangri á loftslagsráðstefnunni í París í desember nk. Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu síðdegis samkomulag um áframhaldandi vísindasamstarf á norðurslóðum. Einnig hefur Gunnar Bragi átt, í tengslum við þingið, tvíhliða fundi með varnarmálaráðherra Svíþjóðar og forseta þings Evrópuráðsins. Utanríkisviðskiptaráðherrar Norðurlandanna funduðu einnig fyrr í dag þar sem m.a. var rætt um stöðu mála á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og undirbúning ráðherrafundar hennar í desember næstkomandi. Gerð var grein fyrir stöðu fríverslunarviðræðna ESB og Bandaríkjanna og skipst á skoðunum varðandi samskipti við Kína og Rússland.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira