Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 14:42 Össur Skarphéðinsson, Jón Gunnarsson og Páll Jóhann Pálsson. vísir Hart er nú deilt á Alþingi vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, forseta þingsins, um að fella starfsáætlun þess úr gildi.Beina útsendingu frá Alþingi þar sem sýður á þingmönnum má sjá hér að neðan Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru vægast sagt ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar og vandaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta ekki kveðjurnar: „Ég hef aldrei heyrt forseta þingsins ávarpa þingið með þeim hætti sem hann gerði núna. Hann veit ekki hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þingi á að ljúka og hann veit ekki hvenær þessum fundi hér á að ljúka. [...] Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum en hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talíbanar sem halda þinginu í gíslingu hér? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa okkur um hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt? Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi?“ Stjórnarandstaðan vill umræðu um rammaáætlun af dagskrá þingsins og hefur ítrekað lagt fram tillögu þess efnis seinustu daga. Tillagan hefur jafnan verið felld af stjórnarmeirihlutanum og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmennt í ræðustól og rætt fundarstjórn forseta.Segja fundinn til málamynda Má leiða að því líkum að talíbanarnir tveir sem Össur nefnir í ræðu sinni séu Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Búið er að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið, laugardag, vegna rammaáætlunarinnar en engu að síður á að halda umræðu um áætlunina áfram í dag. Því mótmælir stjórnarandstaðan og segir að fundurinn í nefndinni sé bara til málamynda. Nú rétt í þessu kvaddi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um boðaðan fund í atvinnuveganefnd en heyrðist þá í formanni nefndarinnar að búið væri að fresta fundinum. Sagði Oddný af þessu tilefni að Jón væri greinilega orðinn hæstráðandi í þinginu og undir þau orð tók samflokkskona hennar, Valgerður Bjarnadóttir, og spurði: „Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ Alþingi Tengdar fréttir Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Hart er nú deilt á Alþingi vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, forseta þingsins, um að fella starfsáætlun þess úr gildi.Beina útsendingu frá Alþingi þar sem sýður á þingmönnum má sjá hér að neðan Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru vægast sagt ósáttir við að starfsáætlun sé breytt án þess að fyrir liggi hve lengi Alþingi eigi að lifa fram á sumar og vandaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forseta ekki kveðjurnar: „Ég hef aldrei heyrt forseta þingsins ávarpa þingið með þeim hætti sem hann gerði núna. Hann veit ekki hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þingi á að ljúka og hann veit ekki hvenær þessum fundi hér á að ljúka. [...] Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum en hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talíbanar sem halda þinginu í gíslingu hér? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa okkur um hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt? Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi?“ Stjórnarandstaðan vill umræðu um rammaáætlun af dagskrá þingsins og hefur ítrekað lagt fram tillögu þess efnis seinustu daga. Tillagan hefur jafnan verið felld af stjórnarmeirihlutanum og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmennt í ræðustól og rætt fundarstjórn forseta.Segja fundinn til málamynda Má leiða að því líkum að talíbanarnir tveir sem Össur nefnir í ræðu sinni séu Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, og Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Búið er að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið, laugardag, vegna rammaáætlunarinnar en engu að síður á að halda umræðu um áætlunina áfram í dag. Því mótmælir stjórnarandstaðan og segir að fundurinn í nefndinni sé bara til málamynda. Nú rétt í þessu kvaddi Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um boðaðan fund í atvinnuveganefnd en heyrðist þá í formanni nefndarinnar að búið væri að fresta fundinum. Sagði Oddný af þessu tilefni að Jón væri greinilega orðinn hæstráðandi í þinginu og undir þau orð tók samflokkskona hennar, Valgerður Bjarnadóttir, og spurði: „Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“
Alþingi Tengdar fréttir Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Forseti Alþingis boðar þingstörf fram á sumar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti í forsetastól um tvöleytið að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. 22. maí 2015 14:14
Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44