Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 11:44 Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna. Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira