Innlent

Tíðni heilablóðfalla svipuð og á Norðurlöndum

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Frá 700 í 343 á 10 árum. .
Frá 700 í 343 á 10 árum. . Vísir/Vilhelm
Rannsóknir Elíasar Ólafssonar, prófessors og yfirlæknis taugalækninga á Landspítalanum, Ágústs Hilmissonar og Ólafs Kjartanssonar verða kynntar á tuttugu ára afmælisfundi Heilaheilla laugardaginn 2. maí. Rannsókn Elísar tók til allra Íslendinga eldri en átján ára yfir tólf mánaða tímabil. Alls eru 343 Íslendingar skráðir með heilablóðfall á tímabilinu og kynjahlutfallið jafnt. Meðalaldur var 71 ár í hópi karla og 73 ár í hópi kvenna.

Við rannsóknirnar var hvert tilfelli heilablóðfalls sem upp kom rannsakað.

Hingað til hafa rannsóknir á Íslandi leitt í ljós að um 600 einstaklingar fái heilablóðfall árlega. Fyrir tíu árum fengu um 700 einstaklingar heilablóðfall.

Þá hafa heldur fleiri karlar en konur fengið heilablóðfall hérlendis en í rannsókn Elíasar er hlutfallið jafnt.

Rannsókn á tíðni slags á Íslandi birtist í tímaritinu Stroke árið 2013. Hún sýnir að fjöldi Íslending sem fær slag á hverju ári er svipaður og írannsóknum frá Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Tíðni slags, á öllu landinu, hefur ekki verið metin áður og því er  ekki  hægt að fullyrða, að tíðni slags á Íslandi hafi minnka þótt fyrri athuganir gefi til kynna að 600-700 Íslendingar hafi fengið heilablóðfall á ári hverju. 



Tíðni heilablóðfalls er mjög háð aldri. Rannsóknir Hjartaverndar benda til að árleg tíðni um 50 ára aldur sé um þrír af hverju þúsundi en um áttrætt er tíðnin komin upp í 12 af þúsundi. Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á Íslandi. Það veldur dauða hjá um 8% karla og kvenna. 

*Frétt þessi var uppfærð 30.4 að beiðni Elísar Ólafssonar með nákvæmari útlistun á niðurstöðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×