Innlent

Íbúar ósáttir við Póstinn

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Íbúar kvarta yfir verklagi póstsins sem skilur eftir burðartöskur fullar af pósti í stigagöngum húsa.
Íbúar kvarta yfir verklagi póstsins sem skilur eftir burðartöskur fullar af pósti í stigagöngum húsa. Fréttablaðið/Ernir
Pósturinn skilur eftir póstburðartöskur með pósti óvarðar í stigagöngum húsa þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir íbúa.

Filippía Guðbrandsdóttir, íbúi við Boðagranda í Reykjavík, sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna póstburðarpoka sem liggja reglulega í stigagangi húss hennar. „Hér geta allir komist í póstpokana og stolið ef fólk er þannig þenkjandi. Ég margreyndi að senda Póstinum athugasemd en það komu alls konar afsakanir fyrir þessu. Það getur ekki verið að þetta hafi verið eina húsið þar sem þeir viðhöfðu slíkt verklag; að koma pokum til útburðarfólks þar sem allir höfðu aðgang að þeim,“ segir Filippía ósátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×