Lygi saksóknara er kjarni málsins Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. apríl 2015 07:56 Yfirborðsblaðamennska er stundum of ráðandi hér á Íslandi. Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag. Það er raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt.Kjarni málsins í grein minni er þessi:Sérstakur saksóknari laug upp á einn virtasta héraðsdómara landsins.Sú saga sérstaks saksóknara að honum hafi ekki verið kunnugt um tengsl meðdómara við Ólaf Ólafsson stenst engan veginn.Við lygar sérstaks saksóknara, eftir að málið var flutt og dæmt, reiddist umræddur meðdómari þar sem ósönn ummæli sérstaks vógu gegn æru hans.Umræddur meðdómari lýsti áliti sínu á framferði saksóknarans eftir að málið hafði verið dæmt.Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim aðilum sem sýknaðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja málsmeðferð. Hæstiréttur vísaði til ummæla meðdómarans eftir að lygar sérstaks saksóknara birtust opinberlega og taldi þau ummæli valda vanhæfi dómarans. Þetta er fráleit röksemdafærsla hjá Hæstarétti þar sem ummæli dómarans eiga rætur sínar að rekja til lyga saksóknarans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunnugt um tengingar dómarans. Þannig eru lygar saksóknara kjarni þessa máls. Það er svo með fullkomnum ólíkindum að Hæstiréttur skuli meta dómara vanhæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæstiréttur sá ekkert vanhæfi hjá meðdómara, sem varð fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum í viðskiptum við Kaupþing og dæmdi svo helstu stjórnendur Kaupþings í margra ára fangelsi. Þess vegna vísaði yfirskrift greinar minnar til þess að sérstakur saksóknari hefði logið með blessun Hæstaréttar. Það má svo spyrja þeirrar spurningar hvort þumalputtareglan hjá Hæstarétti sé sú að héraðsdómarar séu vanhæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sakfella? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Yfirborðsblaðamennska er stundum of ráðandi hér á Íslandi. Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag. Það er raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt.Kjarni málsins í grein minni er þessi:Sérstakur saksóknari laug upp á einn virtasta héraðsdómara landsins.Sú saga sérstaks saksóknara að honum hafi ekki verið kunnugt um tengsl meðdómara við Ólaf Ólafsson stenst engan veginn.Við lygar sérstaks saksóknara, eftir að málið var flutt og dæmt, reiddist umræddur meðdómari þar sem ósönn ummæli sérstaks vógu gegn æru hans.Umræddur meðdómari lýsti áliti sínu á framferði saksóknarans eftir að málið hafði verið dæmt.Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim aðilum sem sýknaðir hafa verið að láta þá ganga í gegnum nýja málsmeðferð. Hæstiréttur vísaði til ummæla meðdómarans eftir að lygar sérstaks saksóknara birtust opinberlega og taldi þau ummæli valda vanhæfi dómarans. Þetta er fráleit röksemdafærsla hjá Hæstarétti þar sem ummæli dómarans eiga rætur sínar að rekja til lyga saksóknarans eftir að dómur féll um að honum hafi verið ókunnugt um tengingar dómarans. Þannig eru lygar saksóknara kjarni þessa máls. Það er svo með fullkomnum ólíkindum að Hæstiréttur skuli meta dómara vanhæfan vegna ummæla sem hann lætur frá sér eftir að dómur fellur vegna atvika sem áttu sér stað eftir að dómur féll. Þessi sami Hæstiréttur sá ekkert vanhæfi hjá meðdómara, sem varð fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum í viðskiptum við Kaupþing og dæmdi svo helstu stjórnendur Kaupþings í margra ára fangelsi. Þess vegna vísaði yfirskrift greinar minnar til þess að sérstakur saksóknari hefði logið með blessun Hæstaréttar. Það má svo spyrja þeirrar spurningar hvort þumalputtareglan hjá Hæstarétti sé sú að héraðsdómarar séu vanhæfir ef þeir sýkna en hæfir ef þeir sakfella?
Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar