Ábyrgðarmenn hugi vandlega að réttarstöðu sinni Arnar Ingi Ingvarsson skrifar 29. apríl 2015 11:45 Á undanförnum árum hefur ýmsu verið áorkað í að leysa skuldavanda einstaklinga og fyrirtækja. Nokkur fjöldi hefur fengið úrlausn sinna mála, hvort heldur er í gegnum embætti umboðsmanns skuldara eða skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þó er ljóst að ýmsum málum er enn ólokið og stendur einn hópur nokkuð berskjaldaður, þ.e. þeir sem veittu sjálfskuldarábyrgðir eða lánsveð í fasteignum sínum til tryggingar lánum þriðja aðila. Oft var til dæmis um að ræða að foreldrar gengust í ábyrgð fyrir börn sín, eða jafnvel að annað hjóna veitti veð í eignarhluta sínum í fasteign fyrir skuld maka. Hvernig sem það atvikaðist að ábyrgð eða lánsveð var sett til tryggingar láni er ljóst að ábyrgðarmenn standa frammi fyrir áleitnum spurningum um hvort þeim beri lagaleg skylda til að greiða ábyrgðina. Fjármálastofnanir hika ekki við að innheimta lán gagnvart ábyrgðarmönnum geti lántaki ekki greitt af láninu. En ber ábyrgðarmönnum skylda til að greiða?Fyrning ábyrgða Í fyrsta lagi kann að vera að krafa fjármálafyrirtækisins gagnvart ábyrgðarmanni sé fyrnd. Um ábyrgðir sem stofnað var til fyrir 1. janúar 2008 gilda eldri fyrningarlög. Samkvæmt þeim lögum fyrnast kröfur á borð við sjálfskuldarábyrgðir á fjórum árum frá þeim tíma sem lánið féll í gjalddaga. Nokkuð algengt er að ekki hafi verið greitt af kröfum í lengri tíma, t.d. vegna þess að skuldari hafi verið í ferli hjá umboðsmanni skuldara. Séu atvik þau að ekki hafi verið greitt inn á kröfuna í meira en fjögur ár og skuldara hvorki stefnt inn vegna ábyrgðar né tekið hjá honum fjárnám getur sú aðstaða hæglega verið uppi að krafan sé fyrnd gagnvart ábyrgðarmanni. Það athugast að fyrningartími kröfu gagnvart lántaka sjálfum er þó yfirleitt annar og lengri. Oft og tíðum reyna fjármálafyrirtækin að fá skuldara eða ábyrgðarmenn til að greiða inn á lánin, í því skyni að rjúfa fyrningu. Slík gylliboð eru oft og tíðum sett fram af fjármálafyrirtækjunum á þá leið að ábyrgðarmaðurinn fái allt að 50% afslátt af skuldinni ef hann greiðir inn á hana, eða ef hann tekur nýtt lán til að greiða upp ábyrgðina. Með því kann þó fyrning kröfunnar að rofna og því getur verið varhugavert að skrifa upp á slíka samninga.Greiðslumat skilyrðiÞrátt fyrir að ábyrgð verði ekki talin fyrnd gilda þó ákveðnar reglur um skuldbindingar ábyrgðarmanna sem vert er að kynna sér vel. Í gildi eru lög um ábyrgðarmenn sem kveða á um að lánastofnun skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Vanræki lánveitandi að sinna þessum skyldum þýðir það að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmætt. Lögin tóku gildi vorið 2009 en fram að þeim tíma og allt aftur til ársins 1998 var í gildi samkomulag um sambærilegar verklagsreglur við gerð ábyrgða og veðleyfa. Hið sama átti við þar, þ.e. lánastofnunum, sem staðfest höfðu samkomulagið, bar að vinna greiðslumat af skuldara og kynna ábyrgðarmanni með þeirri undantekningu að ef lánsfjárhæðin var ein milljón króna eða minna gat ábyrgðarmaðurinn skriflega undanþegið sig þeim rétti að vera kynnt greiðslumat skuldara.Hugi að réttarstöðu sinni Fjölmörg dæmi eru um að lánastofnanir hafi ekki fylgt ofangreindum reglum og að ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi í kjölfarið. Þá eru mörg dæmi þess að ábyrgðir séu fyrndar eða við það að fyrnast. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Hver og einn verður að sækja þennan rétt fyrir sig, þar sem lánveitendur skoða þetta ekki að eigin frumkvæði. Það getur því margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna stöðu sína og hvað varðar fyrningu og lögmæti ábyrgða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur ýmsu verið áorkað í að leysa skuldavanda einstaklinga og fyrirtækja. Nokkur fjöldi hefur fengið úrlausn sinna mála, hvort heldur er í gegnum embætti umboðsmanns skuldara eða skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þó er ljóst að ýmsum málum er enn ólokið og stendur einn hópur nokkuð berskjaldaður, þ.e. þeir sem veittu sjálfskuldarábyrgðir eða lánsveð í fasteignum sínum til tryggingar lánum þriðja aðila. Oft var til dæmis um að ræða að foreldrar gengust í ábyrgð fyrir börn sín, eða jafnvel að annað hjóna veitti veð í eignarhluta sínum í fasteign fyrir skuld maka. Hvernig sem það atvikaðist að ábyrgð eða lánsveð var sett til tryggingar láni er ljóst að ábyrgðarmenn standa frammi fyrir áleitnum spurningum um hvort þeim beri lagaleg skylda til að greiða ábyrgðina. Fjármálastofnanir hika ekki við að innheimta lán gagnvart ábyrgðarmönnum geti lántaki ekki greitt af láninu. En ber ábyrgðarmönnum skylda til að greiða?Fyrning ábyrgða Í fyrsta lagi kann að vera að krafa fjármálafyrirtækisins gagnvart ábyrgðarmanni sé fyrnd. Um ábyrgðir sem stofnað var til fyrir 1. janúar 2008 gilda eldri fyrningarlög. Samkvæmt þeim lögum fyrnast kröfur á borð við sjálfskuldarábyrgðir á fjórum árum frá þeim tíma sem lánið féll í gjalddaga. Nokkuð algengt er að ekki hafi verið greitt af kröfum í lengri tíma, t.d. vegna þess að skuldari hafi verið í ferli hjá umboðsmanni skuldara. Séu atvik þau að ekki hafi verið greitt inn á kröfuna í meira en fjögur ár og skuldara hvorki stefnt inn vegna ábyrgðar né tekið hjá honum fjárnám getur sú aðstaða hæglega verið uppi að krafan sé fyrnd gagnvart ábyrgðarmanni. Það athugast að fyrningartími kröfu gagnvart lántaka sjálfum er þó yfirleitt annar og lengri. Oft og tíðum reyna fjármálafyrirtækin að fá skuldara eða ábyrgðarmenn til að greiða inn á lánin, í því skyni að rjúfa fyrningu. Slík gylliboð eru oft og tíðum sett fram af fjármálafyrirtækjunum á þá leið að ábyrgðarmaðurinn fái allt að 50% afslátt af skuldinni ef hann greiðir inn á hana, eða ef hann tekur nýtt lán til að greiða upp ábyrgðina. Með því kann þó fyrning kröfunnar að rofna og því getur verið varhugavert að skrifa upp á slíka samninga.Greiðslumat skilyrðiÞrátt fyrir að ábyrgð verði ekki talin fyrnd gilda þó ákveðnar reglur um skuldbindingar ábyrgðarmanna sem vert er að kynna sér vel. Í gildi eru lög um ábyrgðarmenn sem kveða á um að lánastofnun skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Vanræki lánveitandi að sinna þessum skyldum þýðir það að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmætt. Lögin tóku gildi vorið 2009 en fram að þeim tíma og allt aftur til ársins 1998 var í gildi samkomulag um sambærilegar verklagsreglur við gerð ábyrgða og veðleyfa. Hið sama átti við þar, þ.e. lánastofnunum, sem staðfest höfðu samkomulagið, bar að vinna greiðslumat af skuldara og kynna ábyrgðarmanni með þeirri undantekningu að ef lánsfjárhæðin var ein milljón króna eða minna gat ábyrgðarmaðurinn skriflega undanþegið sig þeim rétti að vera kynnt greiðslumat skuldara.Hugi að réttarstöðu sinni Fjölmörg dæmi eru um að lánastofnanir hafi ekki fylgt ofangreindum reglum og að ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi í kjölfarið. Þá eru mörg dæmi þess að ábyrgðir séu fyrndar eða við það að fyrnast. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Hver og einn verður að sækja þennan rétt fyrir sig, þar sem lánveitendur skoða þetta ekki að eigin frumkvæði. Það getur því margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna stöðu sína og hvað varðar fyrningu og lögmæti ábyrgða.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar