Innlent

Áslaug Hulda nýr formaður Samtaka sjálfstæðra skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Ný stjórn SSSK.
Ný stjórn SSSK. Vísir/SKKK
Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, var kjörin formaður SSSK, Samtaka sjálfstæðra skóla á aðalfundi sem haldinn var í gær.

Áslaug Hulda tekur við embættinu af Sigríði Önnu Guðjónsdóttur, skólastjóra Skóla Ísaks Jónssonar, sem sinnt hefur formennsku og varaformennsku fyrir samtökin síðastliðin sex ár. Varaformaður var kjörin Ólöf K. Sívertsen, fagstjóri Skóla ehf.

Í tilkynningu segir að aðrir í stjórn voru kjörnir: Ída Jensdóttir, skólastjóri leikskólanum Sjálandi, Hulda Snæberg Hauksdóttir, skólastjóri Barnaheimilinu Ós og María Sighvatsdóttir, skólastjóri leikskólanum Vinagarði. Í varastjórn voru kjörin: Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri LFA ehf. og Snorri Traustason, skólastjóri Waldorfskólanna Sólstafir/Höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×