Innlent

Strætisvagnaakstur stöðvast að óbreyttu

sveinn arnarsson skrifar
Ferðaþjónustan sogar til sín starfsfólk með rútupróf yfir sumartímann. Það er ein helsta ástæða þess að ekki næst að ráða í afleysingar hjá Strætisvögnum Akureyrar.
Ferðaþjónustan sogar til sín starfsfólk með rútupróf yfir sumartímann. Það er ein helsta ástæða þess að ekki næst að ráða í afleysingar hjá Strætisvögnum Akureyrar. vísir/pjetur
Svo gæti farið að strætisvagnar á Akureyri leggi niður störf í einn mánuð í sumar vegna manneklu. Ekki hefur tekist að ráða vagnstjóra í afleysingar í sumar.

„Við þurfum að ráða sex vagnstjóra í sumar í afleysingar til að halda uppi sömu þjónustu og á veturna. Það voru aðeins þrír sem sóttu um starf hjá okkur, þar af einn í aðeins hálft starf, og því stefnir í það að við þurfum að leggja niður störf í heilan mánuð í sumar. Við munum hins vegar reyna allt hvað við getum til að halda uppi eins góðri þjónustu og mögulegt er og við munum vinna í málinu áfram,“ segir Helgi Már.

Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.
Helgi Már telur ástæður þess að fáir sækja um störf vagnstjóra hjá Strætisvögnum Akureyrar vera vegna ferðaþjónustunnar. „Ferðaþjónustan vex gríðarlega og því fara afleysingabílstjórar frekar þangað þar sem hærri laun eru greidd,“ segir Helgi Már.

Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir vilja bæjaryfirvalda skýran hvað almenningssamgöngur varðar. Mikilvægt sé að vinna að því að halda uppi jafn góðri þjónustu strætó yfir sumarmánuðina eins og er yfir veturinn. „Nú hefur þeim verið falið að finna leiðir og lausnir til þess,“ segir Matthías.


Tengdar fréttir

Forseti þingsins telur ekki ástæðu til að meta hæfi Páls

Forseti Alþingis telur ástæðulaust að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Fyrirtæki í eigu konu hans fær makrílkvóta í nýju frumvarpi. Þingmaður Samfylkingar telur frumvarpið stíga skref í átt til einkavæðingar auðlinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×