Stóraukið öryggi í raforkumálum Vestfirðinga Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 20:00 Öryggi íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í raforkumálum jókst til muna í gær þegar vígð var ný og öflug varaaflsstöð í Bolungarvík. Vestfirðingar sem oft eru einangraðir yfir verstu vetrarmánuðina hafa um árabil búið við mikið óöryggi hvað varðar raforku. Þetta er vel þekkt vandamál á norðanverðum Vestfjörðum; rafmagnið farið af og lítið um tryggt varaafl. Oftar en ekki gerist þetta í vonskuveðrum þegar hætta er á ferðum vegna snjóflóða og annarra hamfara og öryggi íbúana því verulega skert. En eftir að ný og öflug varaflsstöð var tekin formlega í notkun í gær, mun rafmagnið koma fljótlega aftur og öryggi íbúanna því mun meira en áður, eins og komið hefur fram á æfingum. Það var því glatt á hjalla þegar iðnaðarráðherra, bæjarstjórar og fleiri voru viðstödd formlega gangsetningu varaflsstöðvarinnar í gær. „Það má kannski segja með þessa stöð hérna að fall sé fararheill. Því við ætluðum að vígja þetta fyrir áramót, um það bil sem hún var tekin í notkun. En það tókst ekki og við urðum að fresta því vegna veðurs,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets við athöfnina í Bolungarvík í gær. Kristján Haraldsson forstjóri Orkubús Vestfjarða sagði þessa varaaflsstöð mjög mikilvæga fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. „Með nýjum aðveitustöðvum á Ísafirði og í Bolungarvík og þessari varaaflsstöð hér og hinu svo kallaða snjallneti, hefur hreinlega orðið bylting. Á norðaverðum Vestfjörðum munum við í framtíðinni ekki búa við langvarandi rafmagnsleysi.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fagnaði með Vestfirðingum. „Mér er það mjög mikil ánægja að vera með ykkur hér í dag. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem við erum hér að fagna áföngum í afhendingaröryggi og raforkuöryggi Vestfjarða og það er ákaflega gleðilegt að fá að vera þátttakandi í því,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Öryggi íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í raforkumálum jókst til muna í gær þegar vígð var ný og öflug varaaflsstöð í Bolungarvík. Vestfirðingar sem oft eru einangraðir yfir verstu vetrarmánuðina hafa um árabil búið við mikið óöryggi hvað varðar raforku. Þetta er vel þekkt vandamál á norðanverðum Vestfjörðum; rafmagnið farið af og lítið um tryggt varaafl. Oftar en ekki gerist þetta í vonskuveðrum þegar hætta er á ferðum vegna snjóflóða og annarra hamfara og öryggi íbúana því verulega skert. En eftir að ný og öflug varaflsstöð var tekin formlega í notkun í gær, mun rafmagnið koma fljótlega aftur og öryggi íbúanna því mun meira en áður, eins og komið hefur fram á æfingum. Það var því glatt á hjalla þegar iðnaðarráðherra, bæjarstjórar og fleiri voru viðstödd formlega gangsetningu varaflsstöðvarinnar í gær. „Það má kannski segja með þessa stöð hérna að fall sé fararheill. Því við ætluðum að vígja þetta fyrir áramót, um það bil sem hún var tekin í notkun. En það tókst ekki og við urðum að fresta því vegna veðurs,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets við athöfnina í Bolungarvík í gær. Kristján Haraldsson forstjóri Orkubús Vestfjarða sagði þessa varaaflsstöð mjög mikilvæga fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. „Með nýjum aðveitustöðvum á Ísafirði og í Bolungarvík og þessari varaaflsstöð hér og hinu svo kallaða snjallneti, hefur hreinlega orðið bylting. Á norðaverðum Vestfjörðum munum við í framtíðinni ekki búa við langvarandi rafmagnsleysi.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fagnaði með Vestfirðingum. „Mér er það mjög mikil ánægja að vera með ykkur hér í dag. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem við erum hér að fagna áföngum í afhendingaröryggi og raforkuöryggi Vestfjarða og það er ákaflega gleðilegt að fá að vera þátttakandi í því,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira