Skaðlegum plöntum verði útrýmt í Svíþjóð 30. desember 2015 07:00 Alaskalúpínan telst vera ágeng, framandi tegund í íslenskri náttúru. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMHVERFI Evrópusambandið, ESB, krefst þess að risahvönn og öðrum skaðlegum jurtum sem vaxa meðfram vegum í Svíþjóð verði útrýmt. Um er að ræða ágengar framandi jurtir, það er að segja jurtir sem ekki tilheyra flóru Svíþjóðar. Þær dreifa sér stjórnlaust og geta skaðað vistkerfið, haft neikvæð áhrif á landbúnað og heilsu dýra og manna, að því er segir í frétt á vef sænska blaðsins Expressen. Bent er á að kostnaður vegna risahvannarinnar, sem getur valdið alvarlegum bruna, sé margar milljónir sænskra króna á ári. Lúpínan er jafnframt sögð valda miklum skaða með því að taka yfir vistkerfi sem fyrir eru. Af tvö þúsund framandi jurtum í Svíþjóð eru 400 ágengar og dreifa sér stjórnlaust. Það er talsvert fleira en í öðrum Evrópusambandslöndum. Sýnt hefur verið fram á að umferð, þar á meðal viðhald vega og vegagerð, á þátt í dreifingu skaðlegra jurta. Rannsaka á nú í Svíþjóð í hversu miklum mæli það er. Tilgangurinn er að geta gefið ráð byggð á vísindalegum grunni. Starri Heiðmarsson, grasafræðingur við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir lúpínu fara mjög víða yfir íslenskt vistkerfi. „Við á Náttúrufræðistofnun höfum lengi varað við lúpínu. Það er almenn sátt um að hafa hana ekki á hálendinu fyrir ofan fjögur hundruð metra. Hið opinbera leyfir það ekki en þetta hefur á köflum verið svolítið stjórnlaust,“ segir Starri Í fyrirlestri Pawels Wasovicz grasafræðings á ráðstefnu í október síðastliðnum kom fram að af sextán aðfluttum tegundum fyrir ofan fjögur hundruð metra væru fimm búnar að ná fótfestu. „Þær eru orðnar ílendar eins og það er kallað,“ segir Starri . Enn sé mögulegt að stemma stigu við útbreiðslu risahvannar, sem líklegt er að verði ágeng á Íslandi, án mikils kostnaðar. „Þetta er ekki nytjaplanta. Hún græðir ekki upp land eins og lúpína en þar sem næring er í jarðvegi tekur hún yfir,“ segir Starri. Þegar Ísland var umsækjandi um aðild að ESB fékk Náttúrufræðistofnun styrk frá sambandinu til að rannsaka og kortleggja vistgerðir á öllu landinu. „Evrópusambandið gerir ákveðnar kröfur varðandi alla hluti og fylgir þeim eftir. Til að taka ákvörðun um hvað þarf að vernda verðum við að vita hverjar vistgerðirnar eru. Vinnunni var næstum lokið þegar við misstum afganginn af styrknum vegna ákvörðunarinnar um að draga umsóknina til baka,“ greinir Starri Heiðmarsson frá. ibs@frettabladid.is Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
UMHVERFI Evrópusambandið, ESB, krefst þess að risahvönn og öðrum skaðlegum jurtum sem vaxa meðfram vegum í Svíþjóð verði útrýmt. Um er að ræða ágengar framandi jurtir, það er að segja jurtir sem ekki tilheyra flóru Svíþjóðar. Þær dreifa sér stjórnlaust og geta skaðað vistkerfið, haft neikvæð áhrif á landbúnað og heilsu dýra og manna, að því er segir í frétt á vef sænska blaðsins Expressen. Bent er á að kostnaður vegna risahvannarinnar, sem getur valdið alvarlegum bruna, sé margar milljónir sænskra króna á ári. Lúpínan er jafnframt sögð valda miklum skaða með því að taka yfir vistkerfi sem fyrir eru. Af tvö þúsund framandi jurtum í Svíþjóð eru 400 ágengar og dreifa sér stjórnlaust. Það er talsvert fleira en í öðrum Evrópusambandslöndum. Sýnt hefur verið fram á að umferð, þar á meðal viðhald vega og vegagerð, á þátt í dreifingu skaðlegra jurta. Rannsaka á nú í Svíþjóð í hversu miklum mæli það er. Tilgangurinn er að geta gefið ráð byggð á vísindalegum grunni. Starri Heiðmarsson, grasafræðingur við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir lúpínu fara mjög víða yfir íslenskt vistkerfi. „Við á Náttúrufræðistofnun höfum lengi varað við lúpínu. Það er almenn sátt um að hafa hana ekki á hálendinu fyrir ofan fjögur hundruð metra. Hið opinbera leyfir það ekki en þetta hefur á köflum verið svolítið stjórnlaust,“ segir Starri Í fyrirlestri Pawels Wasovicz grasafræðings á ráðstefnu í október síðastliðnum kom fram að af sextán aðfluttum tegundum fyrir ofan fjögur hundruð metra væru fimm búnar að ná fótfestu. „Þær eru orðnar ílendar eins og það er kallað,“ segir Starri . Enn sé mögulegt að stemma stigu við útbreiðslu risahvannar, sem líklegt er að verði ágeng á Íslandi, án mikils kostnaðar. „Þetta er ekki nytjaplanta. Hún græðir ekki upp land eins og lúpína en þar sem næring er í jarðvegi tekur hún yfir,“ segir Starri. Þegar Ísland var umsækjandi um aðild að ESB fékk Náttúrufræðistofnun styrk frá sambandinu til að rannsaka og kortleggja vistgerðir á öllu landinu. „Evrópusambandið gerir ákveðnar kröfur varðandi alla hluti og fylgir þeim eftir. Til að taka ákvörðun um hvað þarf að vernda verðum við að vita hverjar vistgerðirnar eru. Vinnunni var næstum lokið þegar við misstum afganginn af styrknum vegna ákvörðunarinnar um að draga umsóknina til baka,“ greinir Starri Heiðmarsson frá. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira