Brot úr sögu þjóðar Sigurður Þórðarson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Á þessu ári eru 160 ár liðin frá því Íslendingar fengu heimild til að versla við menn af öðru þjóðerni en dönsku. Verslunarfrelsið er án efa stærsta framfaraspor Íslandssögunnar, sem engin þjóð á meira undir og því hljótum við að harma nýar hindranir á viðskiptum við Rússa, gamla vinaþjóð sem alltaf hefur reynst Íslendingum vel þegar mest hefur á reynt. Árið 1901 gerðu Danir samkomulag við Breta um að þeir síðarnefndu keyptu beikon af Dönum og fengu að launum að veiða í fjörðum og flóum Íslands allt að þremur sjómílum frá strandlengju í 50 ár og skyldi samningi þessum sagt upp með tveggja ára fyrirvara. Með því að íslenska þjóðin tók sér lýðveldisrétt í allsherjaratkvæðagreiðslu árið 1944 var rudd leið til þess að segja upp samningnum svo strax farið að vinna að því. „Flesksölusamningnum“ danska var formlega sagt upp af Íslands hálfu 1949. Frá lýðveldistökunni árið 1944 hafa Íslendingar fjórum sinnum fært út fiskveiðilögsöguna. Í fyrsta skipti 15. maí 1952 og reru smábátar með íslenska fánann við hún. Landhelgin hafði verið færð út í fjórar sjómílur frá grunnlínupunktum sem þýddi að flóum og fjörðum var lokað fyrir erlendum fiskiskipum. Bretar brugðust við þessu með viðskiptahindrunum, sem þeir reyndu að fá önnur Evrópuríki til að taka þátt í og settu löndunarbann á íslensk skip sem stóð frá 1952-1956. Í byrjun reyndist Íslendingum þetta erfitt en þá voru það Rússar, eða réttara sagt gömlu Ráðstjórnarríkin, sem réttu Íslendingum hjálparhönd með stórauknum fiskkaupum. Í kjölfarið var svokallaður vöruskiptasamningur undirritaður 1. ágúst 1953. Tryggð var sala á öllum íslenskum fiski ásamt stórfelldri uppbyggingu á frystihúsum og fiskiðjuverum um land allt, sem margfaldaði afurðaverðið. Með þessum samningum var jafnframt lagður grunnur að málningar-, niðursuðu- og skinnaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Ólíkt núverandi ESB-ríkjum hafa Rússar aldrei beitt Íslendinga viðskiptaþvingunum, þvert á móti losuðu þeir takið og komu okkur til bjargar þegar mest á reyndi. Evrópusambandið hótaði Íslandi viðskiptaþvingunum í tengslum við markílveiðar árið 2011. Ef Ísland færi nú að ítrustu óskum sambandsins og fórnaði áratugalöngum og farsælum viðskiptum við Rússa, kæmist Ísland í enn verri stöðu ef slíkar hótanir verða aftur settar fram. Þegar Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum var það gert að skilyrði að Ísland þyrfti ekki að lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum og Japönum. Íslendingar, sem eru herlaus þjóð, eru í góðu færi til að leita sátta í stað þess að bera sprek á eldinn, ekki síst í ljósi þess að Ísland á að baki langvinna vináttu við Rússa sem hafa stutt Íslendinga í öllum þorskastríðum, auk þess sem við erum ekki í Evrópusambandinu. Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru 160 ár liðin frá því Íslendingar fengu heimild til að versla við menn af öðru þjóðerni en dönsku. Verslunarfrelsið er án efa stærsta framfaraspor Íslandssögunnar, sem engin þjóð á meira undir og því hljótum við að harma nýar hindranir á viðskiptum við Rússa, gamla vinaþjóð sem alltaf hefur reynst Íslendingum vel þegar mest hefur á reynt. Árið 1901 gerðu Danir samkomulag við Breta um að þeir síðarnefndu keyptu beikon af Dönum og fengu að launum að veiða í fjörðum og flóum Íslands allt að þremur sjómílum frá strandlengju í 50 ár og skyldi samningi þessum sagt upp með tveggja ára fyrirvara. Með því að íslenska þjóðin tók sér lýðveldisrétt í allsherjaratkvæðagreiðslu árið 1944 var rudd leið til þess að segja upp samningnum svo strax farið að vinna að því. „Flesksölusamningnum“ danska var formlega sagt upp af Íslands hálfu 1949. Frá lýðveldistökunni árið 1944 hafa Íslendingar fjórum sinnum fært út fiskveiðilögsöguna. Í fyrsta skipti 15. maí 1952 og reru smábátar með íslenska fánann við hún. Landhelgin hafði verið færð út í fjórar sjómílur frá grunnlínupunktum sem þýddi að flóum og fjörðum var lokað fyrir erlendum fiskiskipum. Bretar brugðust við þessu með viðskiptahindrunum, sem þeir reyndu að fá önnur Evrópuríki til að taka þátt í og settu löndunarbann á íslensk skip sem stóð frá 1952-1956. Í byrjun reyndist Íslendingum þetta erfitt en þá voru það Rússar, eða réttara sagt gömlu Ráðstjórnarríkin, sem réttu Íslendingum hjálparhönd með stórauknum fiskkaupum. Í kjölfarið var svokallaður vöruskiptasamningur undirritaður 1. ágúst 1953. Tryggð var sala á öllum íslenskum fiski ásamt stórfelldri uppbyggingu á frystihúsum og fiskiðjuverum um land allt, sem margfaldaði afurðaverðið. Með þessum samningum var jafnframt lagður grunnur að málningar-, niðursuðu- og skinnaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Ólíkt núverandi ESB-ríkjum hafa Rússar aldrei beitt Íslendinga viðskiptaþvingunum, þvert á móti losuðu þeir takið og komu okkur til bjargar þegar mest á reyndi. Evrópusambandið hótaði Íslandi viðskiptaþvingunum í tengslum við markílveiðar árið 2011. Ef Ísland færi nú að ítrustu óskum sambandsins og fórnaði áratugalöngum og farsælum viðskiptum við Rússa, kæmist Ísland í enn verri stöðu ef slíkar hótanir verða aftur settar fram. Þegar Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum var það gert að skilyrði að Ísland þyrfti ekki að lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum og Japönum. Íslendingar, sem eru herlaus þjóð, eru í góðu færi til að leita sátta í stað þess að bera sprek á eldinn, ekki síst í ljósi þess að Ísland á að baki langvinna vináttu við Rússa sem hafa stutt Íslendinga í öllum þorskastríðum, auk þess sem við erum ekki í Evrópusambandinu. Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun