Innlent

Vill hjálpa fólki sem glímir við kvíða

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Þetta er andlegur sjúkdómur sem er svo algengur í okkar samfélagi og enginn talar um eða leitar sér hjálpar við,“ segir Magnús Máni Hafþórsson sem hefur opnað vefsíðuna kvíði.is.
"Þetta er andlegur sjúkdómur sem er svo algengur í okkar samfélagi og enginn talar um eða leitar sér hjálpar við,“ segir Magnús Máni Hafþórsson sem hefur opnað vefsíðuna kvíði.is.
Magnús Máni Hafþórsson er átján ára menntaskólanemi sem barist hefur við kvíða og vill hjálpa öðrum í sömu stöðu. Hann segir að viðhorfsbreytinga sé þörf og hefur því opnað heimasíðuna kvidi.is þar sem fólk getur deilt reynslu sinni og hjálpast að við að takast á við þennan kvilla.

„Ég fékk þessa hugmynd þar sem ég á sjálfur erfitt með kvíða og fannst ég ekki geta snúið mér neitt, leitað mér hjálpar eða fengið svar við spurningum án þess að panta tíma hjá lækni og fá lyf. Það er engin önnur leið fyrir fólk að fá aðstoð nema í gegnum lækni og stofnanir á Íslandi. Það sem ég er að gera er að veita fólki möguleika á að leita sér sjálft hjálpar frá öðru fólki og sjá að það er ekki eitt á báti með þennan sjúkdóm,“ segir Magnús.

Hann segir að meðal annars verði um að ræða eins konar spjallborð þar sem fólk geti rætt málefnið sín á milli. Það verði hægt nafnlaust og undir nafni. Þá verði hægt að lesa reynslusögur annarra og að haldnir verðir reglulegir fundir á vefnum. Á síðunni verði einnig fræðigreinar og upplýsingar um viðeigandi hjálparstofnanir.

„Þetta er andlegur sjúkdómur sem er svo algengur í okkar samfélagi og enginn talar um eða leitar sér hjálpar við. Með því að leita sér ekki hjálpar er fólk að grafa sína eigin gröf vegna þess að ef þú gerir það ekki þá verður þessi sjúkdómur bara verri og verri,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×