Mál fellt niður gegn lögreglumönnum sem voru sakaðir um húsbrot og líkamsárás Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2015 12:55 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari var með kærur mannanna tveggja gegn lögreglumönnunum á Ísafirði til rannsóknar. Vísir/GVA Embætti ríkissaksóknara hefur fellt niður mál gegn starfsmönnum lögreglunnar á Vestfjörðum sem voru sakaðir um húsbrot, líkamsárás og hótun. Atvikið átti sér stað á Ísafirði aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember síðastliðinn og vakti töluverða athygli en lögreglan greip til skotvopna eftir að tilkynning hafði borist um mann sem hafði hótað að skaða sjálfan sig. Kærendurnir voru tveir en annar þeirra kærði lögreglumennina vegna húsbrots og líkamsárasar sem hann varð fyrir af hálfu lögreglumanna á heimili sínu. Sakaði hann lögreglumennina um að hafa farið inn á heimili sitt án heimildar þegar hann reyndi að loka dyrunum á lögreglumennina. Þeir beittu piparúða í tvígang á andlit mannsins og slógu hann með kylfu í höndina með þeim afleiðingum að húsráðandi slasaðist illa. Þurfti hann að undirgangast skurðaðgerð í Reykjavík vegna áverkana þar sem sett var málmplata, sex skrúfur og tveir pinnar í handlegg og fingur hans. Hinn aðili málsins kærði lögreglumann vegna hótana. Hann var staddur fyrir utan heimili húsráðanda þegar lögreglumaðurinn dró skyndilega skammbyssu úr slíðri og beindi að honum þannig að kærandinn óttaðist um líf sitt.Var í sjálfsvígshugleiðingum Aðdragandi þessa máls var með þeim hætti að húsráðandi hafði sagt vini sínum frá því að hann væri í sjálfsvígshugleiðingum. Vinur hans hafði samband við lögreglu og bað hana um að aðstoða húsráðanda. Þegar lögregla kom á vettvang vildi húsráðandi ekki hleypa henni inn og ákvað lögregla því að grípa til aðgerða gegn honum með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá viðtal sem DV birti við manninn hér. Eftir að lögreglan hafði sprautað piparúða í tvígang á húsráðanda og brotið á honum höndina til að ná af honum hnífnum óskað hún eftir leyfi til að grípa til skotvopna. Lögreglumennirnir fengu það leyfi en þegar þeir stóðu fyrir utan heimili húsráðanda kom vinurinn að þeim. Dró þá einn lögreglumannanna byssuna úr slíðri og beindi að vini húsráðanda þannig að hann óttaðist um líf sitt. Kærðu húsráðandinn og vinur hans þessar aðfarir lögreglumannanna til ríkissaksóknara sem hefur fellt málið niður.Telur viðbrögð lögreglu ekki úr hófi harkaleg „Ástæðan er sú að ég tel miðað við aðstæður að viðbrögð lögreglumannanna hafi ekki verið það úr hófi harkaleg og að það sé ekki tilefni til að ætla að þeir hafi brotið refsilög, með athöfnum sínum“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem var með kærurnar tvær til rannsóknar. Málið fékk að hans sögn nauðsynlega rannsókn til að upplýsa atvik með fullnægjandi hætti. Helgi Magnús segist hafa fellt mál vegna kæru húsráðanda niður þar sem rannsókn leiddi í ljós að húsráðandi fór á móti lögreglunni með hníf á lofti. „Og þeir voru að verjast atlögu hans og slógu hann í höndina sem hélt á hnífnum en gátu kannski ekki gert minna til að hemja hann og verja sig ætlaðri árás. Skýring lögreglumanna átti sér stoð í framburðum óháðra vitna sem voru þarna nálægt,“ segir Helgi Magnús en þessi óháðu vitni voru nágranni og maður sem var inni í húsinu, en Helgi segir húsráðanda hafa samkvæmt framburðum einnig haft uppi hótanir í orði gagnvart lögreglumönnunum. Ber vitnum að mestu saman við framburð hinna kærðu lögreglumanna um aðdraganda átakanna, að sögn Helga.Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur„Upphaflegu afskiptin af kærða voru til komin vegna þess að lögregla hafði áhyggjur af því að hann væri í slæmu ástandi. Lögreglan kemur á staðinn og þeir vilja að hann leggi frá sér hníf sem hann hafði í hendi sér þar sem þeir höfðu áhyggjur af honum og manni sem staddur var í húsinu hjá honum. Svo bregst hann svona við. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir beittu kylfu í höndina á honum í sjálfsvörn en áverkarnir hlutust af því. Það er alltaf miður ef áverkar hljótast af valdbeitingu lögreglu en það kann því miður að vera afleiðing af nauðsynlegri valdbeitingu þeirra. Mestu skiptir að ekki sé gengið lengra en tilefni er til,“ segir Helgi Magnús.„Þetta voru erfiðar aðstæður“ Hann segir það vera matsatriði hvort það sé æskilegt að lögreglan hafi ákveðið að grípa til skotvopna við þessar aðstæður. „En við erum í sjálfu sér ekki að leggja mat á það hvort lögreglan hafi þurft að vopnast þarna. Það voru ákveðin rök fyrir því og það er ákvörðun lögreglu í einstökum tilfellum. Það er í sjálfu sér ekki refsivert að lögreglan beri vopn í einstaka tilvikum, spurning um slíkt kemur upp ef hún beitir þeim. Það er ekki okkar að meta nauðsyn þess, nema eitthvað sérstakt komi til“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús ákvað einnig að fella niður kæruna frá vini húsráðanda sem óttaðist um líf sitt eftir að lögreglumaður dró byssu úr slíðri og beindi henni í átt að honum. „Það sem gerist svo að þegar húsráðandi er farinn aftur inn í húsið og lögreglumennirnir eru búnir að vopnast og orðnir fleiri á staðnum, þá kemur vinur hans þarna að og einn lögregluþjónninn lyftir byssunni í augnablik því hann óttaðist að þetta kynni að vera húsráðandi sem hefði komið út úr bakdyr hússins og það var ekki þannig að hann væri í lífshættu eða slíkt. Það var ekkert sem benti til þess að viðbrögð lögreglumannsins geti varðað við refsilög. Það bendir ekkert til að til hafi staðið að beita vopninu nema í nauðvörn, en það er skiljanlegt að kæranda hafi orðið illa við. Þetta voru erfiðar aðstæður en svona var niðurstaðan í grófum dráttum,“ segir Helgi Magnús. Tengdar fréttir Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02 Lögreglumenn kærðir til ríkissaksóknara Lögreglan biður fólk um að sýna skilning. 24. nóvember 2014 18:21 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara hefur fellt niður mál gegn starfsmönnum lögreglunnar á Vestfjörðum sem voru sakaðir um húsbrot, líkamsárás og hótun. Atvikið átti sér stað á Ísafirði aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember síðastliðinn og vakti töluverða athygli en lögreglan greip til skotvopna eftir að tilkynning hafði borist um mann sem hafði hótað að skaða sjálfan sig. Kærendurnir voru tveir en annar þeirra kærði lögreglumennina vegna húsbrots og líkamsárasar sem hann varð fyrir af hálfu lögreglumanna á heimili sínu. Sakaði hann lögreglumennina um að hafa farið inn á heimili sitt án heimildar þegar hann reyndi að loka dyrunum á lögreglumennina. Þeir beittu piparúða í tvígang á andlit mannsins og slógu hann með kylfu í höndina með þeim afleiðingum að húsráðandi slasaðist illa. Þurfti hann að undirgangast skurðaðgerð í Reykjavík vegna áverkana þar sem sett var málmplata, sex skrúfur og tveir pinnar í handlegg og fingur hans. Hinn aðili málsins kærði lögreglumann vegna hótana. Hann var staddur fyrir utan heimili húsráðanda þegar lögreglumaðurinn dró skyndilega skammbyssu úr slíðri og beindi að honum þannig að kærandinn óttaðist um líf sitt.Var í sjálfsvígshugleiðingum Aðdragandi þessa máls var með þeim hætti að húsráðandi hafði sagt vini sínum frá því að hann væri í sjálfsvígshugleiðingum. Vinur hans hafði samband við lögreglu og bað hana um að aðstoða húsráðanda. Þegar lögregla kom á vettvang vildi húsráðandi ekki hleypa henni inn og ákvað lögregla því að grípa til aðgerða gegn honum með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá viðtal sem DV birti við manninn hér. Eftir að lögreglan hafði sprautað piparúða í tvígang á húsráðanda og brotið á honum höndina til að ná af honum hnífnum óskað hún eftir leyfi til að grípa til skotvopna. Lögreglumennirnir fengu það leyfi en þegar þeir stóðu fyrir utan heimili húsráðanda kom vinurinn að þeim. Dró þá einn lögreglumannanna byssuna úr slíðri og beindi að vini húsráðanda þannig að hann óttaðist um líf sitt. Kærðu húsráðandinn og vinur hans þessar aðfarir lögreglumannanna til ríkissaksóknara sem hefur fellt málið niður.Telur viðbrögð lögreglu ekki úr hófi harkaleg „Ástæðan er sú að ég tel miðað við aðstæður að viðbrögð lögreglumannanna hafi ekki verið það úr hófi harkaleg og að það sé ekki tilefni til að ætla að þeir hafi brotið refsilög, með athöfnum sínum“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem var með kærurnar tvær til rannsóknar. Málið fékk að hans sögn nauðsynlega rannsókn til að upplýsa atvik með fullnægjandi hætti. Helgi Magnús segist hafa fellt mál vegna kæru húsráðanda niður þar sem rannsókn leiddi í ljós að húsráðandi fór á móti lögreglunni með hníf á lofti. „Og þeir voru að verjast atlögu hans og slógu hann í höndina sem hélt á hnífnum en gátu kannski ekki gert minna til að hemja hann og verja sig ætlaðri árás. Skýring lögreglumanna átti sér stoð í framburðum óháðra vitna sem voru þarna nálægt,“ segir Helgi Magnús en þessi óháðu vitni voru nágranni og maður sem var inni í húsinu, en Helgi segir húsráðanda hafa samkvæmt framburðum einnig haft uppi hótanir í orði gagnvart lögreglumönnunum. Ber vitnum að mestu saman við framburð hinna kærðu lögreglumanna um aðdraganda átakanna, að sögn Helga.Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur„Upphaflegu afskiptin af kærða voru til komin vegna þess að lögregla hafði áhyggjur af því að hann væri í slæmu ástandi. Lögreglan kemur á staðinn og þeir vilja að hann leggi frá sér hníf sem hann hafði í hendi sér þar sem þeir höfðu áhyggjur af honum og manni sem staddur var í húsinu hjá honum. Svo bregst hann svona við. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir beittu kylfu í höndina á honum í sjálfsvörn en áverkarnir hlutust af því. Það er alltaf miður ef áverkar hljótast af valdbeitingu lögreglu en það kann því miður að vera afleiðing af nauðsynlegri valdbeitingu þeirra. Mestu skiptir að ekki sé gengið lengra en tilefni er til,“ segir Helgi Magnús.„Þetta voru erfiðar aðstæður“ Hann segir það vera matsatriði hvort það sé æskilegt að lögreglan hafi ákveðið að grípa til skotvopna við þessar aðstæður. „En við erum í sjálfu sér ekki að leggja mat á það hvort lögreglan hafi þurft að vopnast þarna. Það voru ákveðin rök fyrir því og það er ákvörðun lögreglu í einstökum tilfellum. Það er í sjálfu sér ekki refsivert að lögreglan beri vopn í einstaka tilvikum, spurning um slíkt kemur upp ef hún beitir þeim. Það er ekki okkar að meta nauðsyn þess, nema eitthvað sérstakt komi til“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús ákvað einnig að fella niður kæruna frá vini húsráðanda sem óttaðist um líf sitt eftir að lögreglumaður dró byssu úr slíðri og beindi henni í átt að honum. „Það sem gerist svo að þegar húsráðandi er farinn aftur inn í húsið og lögreglumennirnir eru búnir að vopnast og orðnir fleiri á staðnum, þá kemur vinur hans þarna að og einn lögregluþjónninn lyftir byssunni í augnablik því hann óttaðist að þetta kynni að vera húsráðandi sem hefði komið út úr bakdyr hússins og það var ekki þannig að hann væri í lífshættu eða slíkt. Það var ekkert sem benti til þess að viðbrögð lögreglumannsins geti varðað við refsilög. Það bendir ekkert til að til hafi staðið að beita vopninu nema í nauðvörn, en það er skiljanlegt að kæranda hafi orðið illa við. Þetta voru erfiðar aðstæður en svona var niðurstaðan í grófum dráttum,“ segir Helgi Magnús.
Tengdar fréttir Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02 Lögreglumenn kærðir til ríkissaksóknara Lögreglan biður fólk um að sýna skilning. 24. nóvember 2014 18:21 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02
Lögreglumenn kærðir til ríkissaksóknara Lögreglan biður fólk um að sýna skilning. 24. nóvember 2014 18:21