Fæ ég koss í kaupbæti? Tina M. Madsen, Clas Delp, Therese Guovelin, Markku Björn og Finnbogi Sveinbjörnsson og Níels Olgeirsson skrifa 8. júní 2015 09:45 Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni. Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt. Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir. Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað. Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni. Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOKStjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinumTina M. Madsen, 3F, DanmörkuClas Delp, Fellesforbundet, NoregiTherese Guovelin, HRF, SvíþjóðMarkku Björn, PAM, FinnlandiFinnbogi Sveinbjörnsson, SGS, ÍslandiNíels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni. Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt. Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir. Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað. Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni. Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOKStjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinumTina M. Madsen, 3F, DanmörkuClas Delp, Fellesforbundet, NoregiTherese Guovelin, HRF, SvíþjóðMarkku Björn, PAM, FinnlandiFinnbogi Sveinbjörnsson, SGS, ÍslandiNíels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar