Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Friðgeir Sveinsson skrifar 8. júní 2015 21:59 „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Og hvernig er ég hugsanlega að „Misskilja“ nokkuð í þessum ummælum sem að Hildur leggur til okkar sem sjómenn erum á okkar hátíðisdegi? Ágæta Hildur, nú ætla ég að segja þér smá sögu sem að allir sjómenn þekkja. Þetta er ágrip nokkurra minninga af þeim 10 árum eða svo sem ég stundaði sjómennsku. Tvisvar sinnum þá fórum við til hafs, og komum ekki allir heim. Í tvígang horfði ég á félaga mína láta lífið um borð við vinnu sem er bæði hættuleg og erfið. Ég sleppi því að tilgreina hvernig þeirr fórust. En ég get þó sagt þér að það var blóðugt. Ég fylgdi nokkrum slösuðum félögum í land, Þyrla kom og sótti nokkra útá sjó. Ég var á skipi sem að strandaði, hef verið á skipi sem að við rétt náðum að bjarga frá því að sökkva, hef verið á skipi þar sem að við börðumst við eld um borð. Og ég hef verið í þeim aðstæðum að við stóðum útá dekki, horfðum útí svarta nóttina og við ræddum það okkar á milli hvort að hjálp bærist tímanlega, og hvort að við yfir höfuð myndum ná heim. Ég hef lent í því oftar en ég kæri mig um að muna að taka þátt í leit á hafi úti að einum af okkar félögum sem hafið tók og við aldrei sáum aftur. Ég hef átt samræður við félaga mína sem að upplifðu þær hörmungar í grimmri lífsbaráttunni að meðtaka kveðjur félaga sinna til ástvina þeirra áður en að þeir króknuðu úr kulda og sukku í hafið. Ég hef líka horft á félaga mína milli vonar og angistar um borð í skipi langt frá sínum fjölskyldum og ástvinum þegar örlögin grípa inní hjá þeim sem í landi eru. Sólarhringum saman einangraðir frá umheiminum á leið í land til að vera hjá sínum ættingum þegar að vá ber að garði. Makamissir, barnamissir sem og þegar alvarleg veikindi og slys ber að. Eitt get ég sagt þér Hildur, þessa menn sá ég aldrei gefast upp, og betri menn hef ég hvorki fyrr né síðar þekkt. Ég var sjómaður, það var faðir minn líka, ættliðir mínir langt aftur sóttu sjó, og margir sækja enn. Sjórinn hefur tekið marga af mínum ættingum. Einu sinni á ári er haldin hátíð til að þakka þeim mönnum fyrir sína fórn sem að raunverulega gerðu þetta land byggilegt með sjósókn sinni. Fórn sem að kostaði marga lífið, örkumlaði marga og gerði margan manninn gamlann fyrir aldur fram. Og þú Hildur, í hroka þínum og ósvífni, þakkar þeim mönnum og minningu þeirra með því að alhæfa þá drykkfellda ofbeldisseggi. Og gerir gott betur. Þú munstrar það inn hjá okkur sjómönnum svo vel að þú kallar þetta okkar „menningu“! Hildur, kanntu ekki að skammast þín? Hefurðu enga sómatilfinningu? Er þér alveg fyrirmunað að sjá nokkuð gott við nokkuð sem að inniheldur orðið „Maður“? Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur, þvert á móti er það mjög skýrt, mjög ómerkilegt og litað hatri. Ég veit ekki hvað það er sem hrjáir þig Hildur, en ég er nokkuð viss um að það er grafalvarlegt og þarfnast djúprar sjálfsskoðunar og jafnvel utanaðkomandi aðstoðar við að vinna úr. Og til hinna 61 sem teljast viðhlægjendur Hildar og settu „LÆK“ á kveðju Hildar til sjómannanna á þeirra hátíðisdegi, skammist ykkar! Það misskildi þig enginn Hildur. Það sjá það allir hugsandi einstaklingar að þú ert illa innrætt manneskja sem er drifin af hatri og heift útí karlkynið. Og mér er fyrirmunað að skilja hvernig að nokkur vitiborin manneskja er tilbúinn að leggja blessun sína yfir þín verk og aðkomu í jafnréttismálum þegar hatur og ofstæki er framlag þitt til málaflokksins.Athugasemd frá ritstjórnPistillinn hér að ofan birtist fyrst sem athugasemd við frétt Vísis af umdeildri Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins. Hildur tók færsluna út eftir að harðar umræður fóru í gang á vefsíðunni Beauty Tips.Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Fréttina má lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Og hvernig er ég hugsanlega að „Misskilja“ nokkuð í þessum ummælum sem að Hildur leggur til okkar sem sjómenn erum á okkar hátíðisdegi? Ágæta Hildur, nú ætla ég að segja þér smá sögu sem að allir sjómenn þekkja. Þetta er ágrip nokkurra minninga af þeim 10 árum eða svo sem ég stundaði sjómennsku. Tvisvar sinnum þá fórum við til hafs, og komum ekki allir heim. Í tvígang horfði ég á félaga mína láta lífið um borð við vinnu sem er bæði hættuleg og erfið. Ég sleppi því að tilgreina hvernig þeirr fórust. En ég get þó sagt þér að það var blóðugt. Ég fylgdi nokkrum slösuðum félögum í land, Þyrla kom og sótti nokkra útá sjó. Ég var á skipi sem að strandaði, hef verið á skipi sem að við rétt náðum að bjarga frá því að sökkva, hef verið á skipi þar sem að við börðumst við eld um borð. Og ég hef verið í þeim aðstæðum að við stóðum útá dekki, horfðum útí svarta nóttina og við ræddum það okkar á milli hvort að hjálp bærist tímanlega, og hvort að við yfir höfuð myndum ná heim. Ég hef lent í því oftar en ég kæri mig um að muna að taka þátt í leit á hafi úti að einum af okkar félögum sem hafið tók og við aldrei sáum aftur. Ég hef átt samræður við félaga mína sem að upplifðu þær hörmungar í grimmri lífsbaráttunni að meðtaka kveðjur félaga sinna til ástvina þeirra áður en að þeir króknuðu úr kulda og sukku í hafið. Ég hef líka horft á félaga mína milli vonar og angistar um borð í skipi langt frá sínum fjölskyldum og ástvinum þegar örlögin grípa inní hjá þeim sem í landi eru. Sólarhringum saman einangraðir frá umheiminum á leið í land til að vera hjá sínum ættingum þegar að vá ber að garði. Makamissir, barnamissir sem og þegar alvarleg veikindi og slys ber að. Eitt get ég sagt þér Hildur, þessa menn sá ég aldrei gefast upp, og betri menn hef ég hvorki fyrr né síðar þekkt. Ég var sjómaður, það var faðir minn líka, ættliðir mínir langt aftur sóttu sjó, og margir sækja enn. Sjórinn hefur tekið marga af mínum ættingum. Einu sinni á ári er haldin hátíð til að þakka þeim mönnum fyrir sína fórn sem að raunverulega gerðu þetta land byggilegt með sjósókn sinni. Fórn sem að kostaði marga lífið, örkumlaði marga og gerði margan manninn gamlann fyrir aldur fram. Og þú Hildur, í hroka þínum og ósvífni, þakkar þeim mönnum og minningu þeirra með því að alhæfa þá drykkfellda ofbeldisseggi. Og gerir gott betur. Þú munstrar það inn hjá okkur sjómönnum svo vel að þú kallar þetta okkar „menningu“! Hildur, kanntu ekki að skammast þín? Hefurðu enga sómatilfinningu? Er þér alveg fyrirmunað að sjá nokkuð gott við nokkuð sem að inniheldur orðið „Maður“? Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur, þvert á móti er það mjög skýrt, mjög ómerkilegt og litað hatri. Ég veit ekki hvað það er sem hrjáir þig Hildur, en ég er nokkuð viss um að það er grafalvarlegt og þarfnast djúprar sjálfsskoðunar og jafnvel utanaðkomandi aðstoðar við að vinna úr. Og til hinna 61 sem teljast viðhlægjendur Hildar og settu „LÆK“ á kveðju Hildar til sjómannanna á þeirra hátíðisdegi, skammist ykkar! Það misskildi þig enginn Hildur. Það sjá það allir hugsandi einstaklingar að þú ert illa innrætt manneskja sem er drifin af hatri og heift útí karlkynið. Og mér er fyrirmunað að skilja hvernig að nokkur vitiborin manneskja er tilbúinn að leggja blessun sína yfir þín verk og aðkomu í jafnréttismálum þegar hatur og ofstæki er framlag þitt til málaflokksins.Athugasemd frá ritstjórnPistillinn hér að ofan birtist fyrst sem athugasemd við frétt Vísis af umdeildri Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins. Hildur tók færsluna út eftir að harðar umræður fóru í gang á vefsíðunni Beauty Tips.Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Fréttina má lesa hér.
Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun