Tveir áratugir frá snjóflóðinu á Flateyri Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. október 2015 09:30 Frá björgunarstörfum á Flateyri fyrir átján árum. Fréttablaðið/GVA Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“Teitur Björn Einarsson FlateyringurTeitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“Teitur Björn Einarsson FlateyringurTeitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira