Vefjagigt er samfélagsvá Linda Blöndal skrifar 8. mars 2015 19:30 Arnór Víkingsson gigtarlæknir segir vefjagigt mikla samfélagsvá og mikið tapist með því að sinna ekki sjúklingum með þennan sjúkdóm. Rúmlega fimmtungur allra kvenna sem þiggja örorkubætur eru með sjúkdóminn, sem er ein af þremur algengustu ástæðum örorku á Íslandi í dag. Sex hundruð manns bíða eftir greiningu hér á landi. Margir illa haldnir og óvinnufærir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skrifaði í síðasta mánuði undir nýjan samning við fyrirtækið Þraut ehf. sem hefur sérhæft sig í greiningu og endurhæfingu vegna vefjagigtar frá árinu 2011 með bráðabirgðasamningi við ríkið. Nýji samningurinn er til eins árs með möguleika á endurnýjun til annars árs. Arnór er einn þriggja stofnenda fyrirtækisins og segir mjög marga illa haldna árum saman og dottna útaf vinnumarkaði vegna vefjagigtar. Auk Arnórs eru stofnendur Þrautar tveir aðrir sérfræðingar, Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur og Eggert S. Birgisson sálfræðingur. Fyrirtækið sinnir þjónustu á mörgum sviðum fyrir sjúklingana eða með teymisvinnu.Fordómar gagnvart sjúklingum Vefjagigt var fyrst skilgreind sem sjálfstæður sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni árið 1993. Sjúkdómurinn er krónískur og ólæknandi. Einkennin eru sífelldir verkir víða um líkamann og yfirþyrmandi þreyta með tilheyrandi andlegum og félagslegum afleiðingum, einbeitingarskorti og minnisleysi. Fordómar hafa verið gagnvart sjúkdómnum en orsakir oft tengdar líkamlegu og andlegu álagi en mögulega líka erfðum. Sex hundruð á biðlista „Það sýndi sig að samningurinn frá árinu 2011 var engan vegin að anna eftirspurn. Á þeim tíma vorum við að sjá tvö hundruð sjúklinga á ári í greiningu og mati og um hundrað í endurhæfingu. En nú er búið að breyta þessum samningi svo við getum séð allt upp í 280 manns á ári í greiningu og upp undir 200 í endurhæfingu,“ sagði Arnór í samtali við fréttir á Stöð 2 í dag. Hann sagði jafnframt að það væru um sex hundruð manns á biðlista eftir greiningarviðtali. Tíu þúsund konur með sjúkdóminn „Vefjagigt er verkjasjúkdómur sem er fyrst og fremst í verkjakerfinu sem virkar ekki eðlilega þannig að fólk fær óhóflega mikla verki við frekar lítið tilefni og þessum verkjum fylgja oft mikil þreyta og orkuleysi og miklar svefntruflanir,“ segir Arnór og enn fremur að þetta sé mjög alvarleg samfélagsvá, eins og hann orðar það sjálfur. „Það er talað um að það sé kannski tvö til fjögur prósent fullorðinna sé með vefjagigt sem eru sennilega of lágar tölur. Þetta er talsvert algengara hjá konum og við erum sennilega með yfir tíu þúsund konur hér á landi með vefjagigt,“ sagði Arnór. „Þetta er hálfgerð fötlun og fólk er oft í felum með sjúkdóminn af skömm.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Arnór Víkingsson gigtarlæknir segir vefjagigt mikla samfélagsvá og mikið tapist með því að sinna ekki sjúklingum með þennan sjúkdóm. Rúmlega fimmtungur allra kvenna sem þiggja örorkubætur eru með sjúkdóminn, sem er ein af þremur algengustu ástæðum örorku á Íslandi í dag. Sex hundruð manns bíða eftir greiningu hér á landi. Margir illa haldnir og óvinnufærir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skrifaði í síðasta mánuði undir nýjan samning við fyrirtækið Þraut ehf. sem hefur sérhæft sig í greiningu og endurhæfingu vegna vefjagigtar frá árinu 2011 með bráðabirgðasamningi við ríkið. Nýji samningurinn er til eins árs með möguleika á endurnýjun til annars árs. Arnór er einn þriggja stofnenda fyrirtækisins og segir mjög marga illa haldna árum saman og dottna útaf vinnumarkaði vegna vefjagigtar. Auk Arnórs eru stofnendur Þrautar tveir aðrir sérfræðingar, Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur og Eggert S. Birgisson sálfræðingur. Fyrirtækið sinnir þjónustu á mörgum sviðum fyrir sjúklingana eða með teymisvinnu.Fordómar gagnvart sjúklingum Vefjagigt var fyrst skilgreind sem sjálfstæður sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni árið 1993. Sjúkdómurinn er krónískur og ólæknandi. Einkennin eru sífelldir verkir víða um líkamann og yfirþyrmandi þreyta með tilheyrandi andlegum og félagslegum afleiðingum, einbeitingarskorti og minnisleysi. Fordómar hafa verið gagnvart sjúkdómnum en orsakir oft tengdar líkamlegu og andlegu álagi en mögulega líka erfðum. Sex hundruð á biðlista „Það sýndi sig að samningurinn frá árinu 2011 var engan vegin að anna eftirspurn. Á þeim tíma vorum við að sjá tvö hundruð sjúklinga á ári í greiningu og mati og um hundrað í endurhæfingu. En nú er búið að breyta þessum samningi svo við getum séð allt upp í 280 manns á ári í greiningu og upp undir 200 í endurhæfingu,“ sagði Arnór í samtali við fréttir á Stöð 2 í dag. Hann sagði jafnframt að það væru um sex hundruð manns á biðlista eftir greiningarviðtali. Tíu þúsund konur með sjúkdóminn „Vefjagigt er verkjasjúkdómur sem er fyrst og fremst í verkjakerfinu sem virkar ekki eðlilega þannig að fólk fær óhóflega mikla verki við frekar lítið tilefni og þessum verkjum fylgja oft mikil þreyta og orkuleysi og miklar svefntruflanir,“ segir Arnór og enn fremur að þetta sé mjög alvarleg samfélagsvá, eins og hann orðar það sjálfur. „Það er talað um að það sé kannski tvö til fjögur prósent fullorðinna sé með vefjagigt sem eru sennilega of lágar tölur. Þetta er talsvert algengara hjá konum og við erum sennilega með yfir tíu þúsund konur hér á landi með vefjagigt,“ sagði Arnór. „Þetta er hálfgerð fötlun og fólk er oft í felum með sjúkdóminn af skömm.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira