Kirkjan er ávöxtur vináttu og trúar Bjarni Karlsson og Gregory Aikins skrifar 31. október 2015 07:00 Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíulestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þáttum og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningarþjóðfélaginu. Við trúum því að fjölmenningin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur kristinnar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tækifæri til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nemendur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á endanum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og einsemd og góða fréttin er sú að réttlæti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðssetningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíulestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þáttum og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningarþjóðfélaginu. Við trúum því að fjölmenningin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur kristinnar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tækifæri til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nemendur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á endanum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og einsemd og góða fréttin er sú að réttlæti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðssetningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun