Ætlaði að gleyma afmælinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2015 11:15 Guðmundur Árni með einu af fimm barnabörnum sínum, dóttursyninum Guðmundi Loka. Mynd/Jóna Dóra Karlsdóttir Mynd/Jóna Dóra Karlsdóttir Guðmundur Árni svarar síma í útlöndum þegar hann er beðinn um viðtal á tímamótasíðuna í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Oooh, ég er að reyna að gleyma þessu!“ eru fyrstu viðbrögðin. En svo lætur hann tilleiðast. Við byrjum á að ræða myndamálin. Þar sem hann er staddur í Varsjá hef ég ekki tök á að senda til hans ljósmyndara. „Þú hlýtur að eiga einhverja mynd frá því ég var ungur og slank að leika með FH í handboltanum í gamla daga,“ segir hann léttur. Hann kveðst vera rótgróinn Gaflari og FH-ingur og hafa notið þess að vera stjórnarformaður í fótboltanum þar þegar strákarnir urðu fyrst Íslandsmeistarar 2004. „Sú velgengni ætlaði engan endi að taka.“ Guðmundur Árni gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði á árunum 1986 til 1993, þá fór hann á þing og sat þar til 2005. Kom líka að stjórn tveggja ráðuneyta snemma á þingmannsferlinum, félagsmála og heilbrigðis. „Pólitíkin er snar þáttur í lífi margra og hjá mér var þetta gríðarlega skemmtilegur tími,“ segir hann og bætir við: „Pólitíkin er lífið og unga fólkið þarf að vita það.“ En var hann ekki líka í útvarpinu um tíma? „Jú, við séra Önundur Björnsson vorum með mannlega og huggulega útvarpsþætti. Svo er ég gamall hundur í blaðamannastétt því ég var rannsóknarblaðamaður á Helgarpóstinum fyrri, með Árna Þórarinsson og Björn Vigni Sigurpálsson við stjórnvölinn. Það voru frábærir tímar, gaman að reyna að kreista eitthvað upp úr pólitíkusum sem vildu engu svara. Svo varð það mitt hlutskipti að fá fréttamannagammana yfir mig síðar. Það er bara eins og lífið er,“ rifjar hann upp. Síðustu tíu ár hefur Guðmundur Árni starfað í utanríkisþjónustunni, fyrst sem sendiherra í Svíþjóð, síðan í Bandaríkjunum. „Nú er ég svokallaður heimasendiherra og bý í Hafnarfirði hjá minni konu en meginverkefni mitt er að vera fulltrúi utanríkisráðuneytisins í Eystrasaltsráðinu sem er samband ellefu ríkja. Það er að mörgu leyti skemmtilegt. Við Íslendingar erum að taka við formennsku í því ráði á næsta ári,“ segir hann og kveðst einmitt vera í Varsjá í embættiserindum. Hann ætlar samt að vera mættur heima á afmælinu en ekki halda upp á það. „Ég hugsaði um það,“ viðurkennir hann. „Ákvað að gera það annaðhvort með stæl eða ekki neitt og valdi það síðarnefnda. En auðvitað hitti ég mitt nánasta fólk.“ Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Guðmundur Árni svarar síma í útlöndum þegar hann er beðinn um viðtal á tímamótasíðuna í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. „Oooh, ég er að reyna að gleyma þessu!“ eru fyrstu viðbrögðin. En svo lætur hann tilleiðast. Við byrjum á að ræða myndamálin. Þar sem hann er staddur í Varsjá hef ég ekki tök á að senda til hans ljósmyndara. „Þú hlýtur að eiga einhverja mynd frá því ég var ungur og slank að leika með FH í handboltanum í gamla daga,“ segir hann léttur. Hann kveðst vera rótgróinn Gaflari og FH-ingur og hafa notið þess að vera stjórnarformaður í fótboltanum þar þegar strákarnir urðu fyrst Íslandsmeistarar 2004. „Sú velgengni ætlaði engan endi að taka.“ Guðmundur Árni gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði á árunum 1986 til 1993, þá fór hann á þing og sat þar til 2005. Kom líka að stjórn tveggja ráðuneyta snemma á þingmannsferlinum, félagsmála og heilbrigðis. „Pólitíkin er snar þáttur í lífi margra og hjá mér var þetta gríðarlega skemmtilegur tími,“ segir hann og bætir við: „Pólitíkin er lífið og unga fólkið þarf að vita það.“ En var hann ekki líka í útvarpinu um tíma? „Jú, við séra Önundur Björnsson vorum með mannlega og huggulega útvarpsþætti. Svo er ég gamall hundur í blaðamannastétt því ég var rannsóknarblaðamaður á Helgarpóstinum fyrri, með Árna Þórarinsson og Björn Vigni Sigurpálsson við stjórnvölinn. Það voru frábærir tímar, gaman að reyna að kreista eitthvað upp úr pólitíkusum sem vildu engu svara. Svo varð það mitt hlutskipti að fá fréttamannagammana yfir mig síðar. Það er bara eins og lífið er,“ rifjar hann upp. Síðustu tíu ár hefur Guðmundur Árni starfað í utanríkisþjónustunni, fyrst sem sendiherra í Svíþjóð, síðan í Bandaríkjunum. „Nú er ég svokallaður heimasendiherra og bý í Hafnarfirði hjá minni konu en meginverkefni mitt er að vera fulltrúi utanríkisráðuneytisins í Eystrasaltsráðinu sem er samband ellefu ríkja. Það er að mörgu leyti skemmtilegt. Við Íslendingar erum að taka við formennsku í því ráði á næsta ári,“ segir hann og kveðst einmitt vera í Varsjá í embættiserindum. Hann ætlar samt að vera mættur heima á afmælinu en ekki halda upp á það. „Ég hugsaði um það,“ viðurkennir hann. „Ákvað að gera það annaðhvort með stæl eða ekki neitt og valdi það síðarnefnda. En auðvitað hitti ég mitt nánasta fólk.“
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira