Vín í búð? Björg Árnadóttir skrifar 17. mars 2015 07:00 Ágætar ástæður liggja að baki því að sumir vilja selja áfengi í matvöruverslunum, allt frá heimspekirökum um frelsi einstaklingsins til margskonar hagkvæmnisraka. Í mínum huga vega þó þyngra rökin fyrir óbreyttu ástandi við sölu áfengis, lýðheilsurökin og þau rök að samfélag skuli taka tillit til sinna veikustu einstaklinga. Stærstu heilbrigðisvandamál heims tengjast ofneyslu á mat og vanabindandi efnum, löglegum og ólöglegum. Fyrir utan fræðslu og forvarnir virðist neyslustýring og skert aðgengi fólks að vörunni vera áhrifaríkasta aðferðin til að lágmarka skaðann af neyslu hennar. Ég man þá tíð þegar alls staðar var reykt, jafnvel í skólastofum. Síðar var skorin upp herör gegn reykingum, tóbak gert ósýnilegt í búðum og reykingar útlægar á sífellt fleiri stöðum. Auðvitað fannst reykingamönnum að sér þrengt, en langar einhvern aftur til þess tíma þegar þjóðin lyktaði af tóbaksreyk vegna beinna og óbeinna reykinga? Reykingar eru reyndar að því leyti öðruvísi en áfengisneysla að flesta sem reykja langar að hætta vegna skaðsemi efnisins á meðan fæstir sem drekka telja sér það skaðlegt. Meirihluti fólks getur notið rauðvínsglassins með steikinni og sett svo tappann í flöskuna. Hins vegar verður talsvert stórum hluta þjóðarinnar ekki sjálfrátt um leið og áfengi kemst inn í æðar hans. Og reyndar nægir að áfengið komist inn í hugsun alkóhólistans til að rugla dómgreind hans, til dæmis þegar hann kaupir sér umrædda steik í matvörubúðinni. Erfitt er að segja nákvæmlega hversu stór hann er þessi hluti þjóðarinnar sem getur ekki sett tappann í flöskuna eftir fyrsta glasið, en þeir eru fleiri en við höldum.Aldrei mikill áhugi Það er örugglega ekki of varlega áætlað að helmingur þjóðarinnar þjáist – á beinan eða óbeinan hátt – vegna sjúkdómsins alkóhólisma. Líklega er það vegna þess sem aldrei hefur verið mikill áhugi meðal þjóðarinnar á að fá vín í venjulegar búðir. Þetta er stærri hluti þjóðarinnar en svo að fram hjá honum verði horft. „En eru ekki líka margir með hjarta- og æðasjúkdóma?“ getur fólk sagt „eigum við líka að setja feitt kjöt í sérverslanir?“ Nei, það þurfum við blessunarlega ekki að gera vegna þess að samband hjartasjúklingsins við kjötið sitt er ekki eins líffræðilega og tilfinningalega flókið og samband alkóhólistans við vínið, en hann getur eftir margra ára edrúmennsku skyndilega gengið aftur inn í heim neyslunnar vegna utanaðkomandi áreitis sem kallað er fíknvaki og getur verið í formi vínflösku sem stillt hefur verið upp á seljandi hátt við hliðina á steikinni. „En af hverju ættum við sem getum drukkið eins og siðað fólk að taka tillit til fyllibyttanna?“ spyrja hinir sömu. Svarið er einfaldlega það að alkóhólistinn þarfnast hjálpar samfélagsins á sama hátt og allir aðrir sjúklingar. Enginn á að vera einn í veikindum sínum. Hvers vegna skyldu stjórnvöld ákveða að stilla upp fíknvökum fyrir veikt fólk eins víða og hægt er? Hvers vegna skyldum við hverfa frá þeirri leið til áfengissölu sem fólk er tiltölulega ánægt með og sem þykir til fyrirmyndar af lýðheilsuástæðum? Áfengisneysla er stórt félagslegt vandamál hérlendis en líkamlegir sjúkdómar eins og skorpulifur urðu ekki þekktir fyrr en með aukinni dagdrykkju sem hófst í lok síðustu aldar. Því skyldu stjórnvöld hvetja til hinnar hættulegu dagdrykkju? Þó að bjórdós líti ekki hættulega út í hillunni vita allt of margir að þessi dós getur markað upphafið að endalokunum. Ég er hrædd um að margir hryggist ef breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak ná fram að ganga. En auðvitað eru það bara „tilfinningarök“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Ágætar ástæður liggja að baki því að sumir vilja selja áfengi í matvöruverslunum, allt frá heimspekirökum um frelsi einstaklingsins til margskonar hagkvæmnisraka. Í mínum huga vega þó þyngra rökin fyrir óbreyttu ástandi við sölu áfengis, lýðheilsurökin og þau rök að samfélag skuli taka tillit til sinna veikustu einstaklinga. Stærstu heilbrigðisvandamál heims tengjast ofneyslu á mat og vanabindandi efnum, löglegum og ólöglegum. Fyrir utan fræðslu og forvarnir virðist neyslustýring og skert aðgengi fólks að vörunni vera áhrifaríkasta aðferðin til að lágmarka skaðann af neyslu hennar. Ég man þá tíð þegar alls staðar var reykt, jafnvel í skólastofum. Síðar var skorin upp herör gegn reykingum, tóbak gert ósýnilegt í búðum og reykingar útlægar á sífellt fleiri stöðum. Auðvitað fannst reykingamönnum að sér þrengt, en langar einhvern aftur til þess tíma þegar þjóðin lyktaði af tóbaksreyk vegna beinna og óbeinna reykinga? Reykingar eru reyndar að því leyti öðruvísi en áfengisneysla að flesta sem reykja langar að hætta vegna skaðsemi efnisins á meðan fæstir sem drekka telja sér það skaðlegt. Meirihluti fólks getur notið rauðvínsglassins með steikinni og sett svo tappann í flöskuna. Hins vegar verður talsvert stórum hluta þjóðarinnar ekki sjálfrátt um leið og áfengi kemst inn í æðar hans. Og reyndar nægir að áfengið komist inn í hugsun alkóhólistans til að rugla dómgreind hans, til dæmis þegar hann kaupir sér umrædda steik í matvörubúðinni. Erfitt er að segja nákvæmlega hversu stór hann er þessi hluti þjóðarinnar sem getur ekki sett tappann í flöskuna eftir fyrsta glasið, en þeir eru fleiri en við höldum.Aldrei mikill áhugi Það er örugglega ekki of varlega áætlað að helmingur þjóðarinnar þjáist – á beinan eða óbeinan hátt – vegna sjúkdómsins alkóhólisma. Líklega er það vegna þess sem aldrei hefur verið mikill áhugi meðal þjóðarinnar á að fá vín í venjulegar búðir. Þetta er stærri hluti þjóðarinnar en svo að fram hjá honum verði horft. „En eru ekki líka margir með hjarta- og æðasjúkdóma?“ getur fólk sagt „eigum við líka að setja feitt kjöt í sérverslanir?“ Nei, það þurfum við blessunarlega ekki að gera vegna þess að samband hjartasjúklingsins við kjötið sitt er ekki eins líffræðilega og tilfinningalega flókið og samband alkóhólistans við vínið, en hann getur eftir margra ára edrúmennsku skyndilega gengið aftur inn í heim neyslunnar vegna utanaðkomandi áreitis sem kallað er fíknvaki og getur verið í formi vínflösku sem stillt hefur verið upp á seljandi hátt við hliðina á steikinni. „En af hverju ættum við sem getum drukkið eins og siðað fólk að taka tillit til fyllibyttanna?“ spyrja hinir sömu. Svarið er einfaldlega það að alkóhólistinn þarfnast hjálpar samfélagsins á sama hátt og allir aðrir sjúklingar. Enginn á að vera einn í veikindum sínum. Hvers vegna skyldu stjórnvöld ákveða að stilla upp fíknvökum fyrir veikt fólk eins víða og hægt er? Hvers vegna skyldum við hverfa frá þeirri leið til áfengissölu sem fólk er tiltölulega ánægt með og sem þykir til fyrirmyndar af lýðheilsuástæðum? Áfengisneysla er stórt félagslegt vandamál hérlendis en líkamlegir sjúkdómar eins og skorpulifur urðu ekki þekktir fyrr en með aukinni dagdrykkju sem hófst í lok síðustu aldar. Því skyldu stjórnvöld hvetja til hinnar hættulegu dagdrykkju? Þó að bjórdós líti ekki hættulega út í hillunni vita allt of margir að þessi dós getur markað upphafið að endalokunum. Ég er hrædd um að margir hryggist ef breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak ná fram að ganga. En auðvitað eru það bara „tilfinningarök“.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun