Húsnæðismál almennings Benedikt Sigurðarson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Í stuttu máli er veruleiki almennings þannig að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er alltof hátt. Byggingarkostnaður er allof hár og þvinguð kaup leiða yfir menn vaxtaokur með verðtryggingu sem er langt út úr korti. Leigumarkaður er hálfgerður ræningjamarkaður – og braskarar „harka tímabundið á markaðinum“. Húsnæðissamvinnufélög og leigufélög almennings sem rekin eru án hagnaðarkröfu eru afar lítil og sum veikburða. Skipulag hverfa og byggingar eru „verktakadrifnar“ og allt mögulegt hagræði af byggingastarfsemi og framlegð er leyst út úr greininni. Hagnaðurinn ef til verður fer að mestu til fjárfesta og verktaka en kemur ekki kaupendum eða húsnæðisfélögum til góða að neinu marki. Byggingar og húsnæðismarkaðurinn er þannig fyrst og fremst braskdrifinn og spinnur upp kostnað fremur en að leita hagkvæmni og hagræðingar og lækkandi verðs í þágu þess almennings sem þráir húsnæðisöryggi. Breyttar lánareglur frá 1. nóv. 2013 hafa fjölgað verulega í hópi þeirra sem ekki geta keypt á eigin kennitölu og reynsla eftir-hrunsins gerir mörgum erfiðara eða ómögulegt að njóta aðstoðar fjölskyldu eða eldri kynslóða til að eignast húsnæði. Í flestum nágrannalöndum er leigu- og búseturéttarmarkaður – án hagnaðarkröfu – algengt eða algengasta form íbúðarekstrar fyrir almenning. Hagkvæmar íbúðir þar sem lögð er áhersla á sveigjanlegar lausnir og samfélagslega ábyrgð – um leið og ýtt er undir fjölbreytni og umhverfisgæði. Á árinu 2013 startaði Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra víðtæku samráði um mótun húsnæðisstefnu. Fjöldamargt var dregið upp á borðið til skoðunar í þessu ferli – en því miður skyggði fráleit staða Íbúðalánasjóðs og stjórnunarkreppa talsvert á þá lausnaleit sem fram hefði þurft að fara. Ekki er heldur ástæða til að vanmeta það yfirburðaafl sem lobbýistar á vegum banka og lífeyrissjóða hafa þegar kemur að samráðsferli. Þrátt fyrir málefnalegar tilraunir þeirra aðila sem tala fyrir v-evrópskum lausnum í húsnæðismálum gekk undarlega illa að fá verkefnisstjórnina til þess að hleypa efnislegum greiningum á því með hvaða hætti áherslur og starfsrammi leigu- og búseturéttarfélaga á EES-svæðinu væri almenningi hagkvæmari en hér hefði þekkst. Verkefnisstjórn ráðherra skilaði tillögum og greinargerðum í maí 2014. Þar er vissulega sleginn verulega breyttur tónn varðandi áherslur – með því að gert er ráð fyrir að leigu- og búseturéttaríbúðir fái verulega aukið vægi í húsnæðisstefnunni til framtíðar.Lævíst áróðurstríð Frá þeim tíma sem tillögur verkefnisstjórnarinnar voru kynntar hefur staðið yfir lævíst áróðursstríð fjármálakerfisins gegn þeim áherslubreytingum sem gefið er undir fótinn með. Landsbankinn hefur farið þar fyrir öðrum fjármálafyrirtækjum með áróðri í þá veru að „allt sé í stakasta lagi á fasteignamarkaði“ – og bankinn spáir nú allt að 30% verðhækkun fasteigna á höfuðborgarsvæðinu á skömmum tíma. Lobbýistar lífeyrissjóða og bankanna fylla bæði eyrun á ráðamönnum og fjölmiðlafólki og þessum „málaliðum braskaranna“ tekst enn að fá almennu umræðuna til að hverfast mest um skammtímahagsmuni „fjárfesta“ og bankanna. Á sama tíma fjölgar þeim sem berjast á eignamarkaði með alltof þunga greiðslubyrði í of dýrum íbúðum í höfuðborginni eða berjast við markaðsbrest í jaðarbyggðum – og sá fjöldi sem alls ekki sér fram á að geta keypt á eigin kennitölu vex. Leigumarkaðurinn á þenslusvæðunum verður bara ruddalegri og alltof ótraustur og dýr. Sveitarfélögin komast upp með að innheimta óraunsætt yfirverð fyrir lóðir og smyrja á gatnagerðargjöld þannig að á höfuðborgarsvæðinu nemur fyrirframgreiðsla til sveitarfélaganna 16-23% af byggingarkostnaði almennra íbúða skv. mati Samtaka atvinnulífsins. Svo fyrir hvern er óbreyttu kerfi þá viðhaldið? Hvernig stendur á því að fjölmiðlarnir virðast hafa mjög takmarkaðan áhuga á að fjalla um húsnæðismálin út frá þeim veruleika sem ríkir t.d. í Svíþjóð og Þýskalandi – þar sem sveitarfélög leika afar virkt hlutverk í því að örva framleiðslu hagkvæmra íbúða fyrir almenning í gegn um húsnæðissamvinnufélög og almenn sjálfseignarfélög/leigufélög almennings? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í stuttu máli er veruleiki almennings þannig að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er alltof hátt. Byggingarkostnaður er allof hár og þvinguð kaup leiða yfir menn vaxtaokur með verðtryggingu sem er langt út úr korti. Leigumarkaður er hálfgerður ræningjamarkaður – og braskarar „harka tímabundið á markaðinum“. Húsnæðissamvinnufélög og leigufélög almennings sem rekin eru án hagnaðarkröfu eru afar lítil og sum veikburða. Skipulag hverfa og byggingar eru „verktakadrifnar“ og allt mögulegt hagræði af byggingastarfsemi og framlegð er leyst út úr greininni. Hagnaðurinn ef til verður fer að mestu til fjárfesta og verktaka en kemur ekki kaupendum eða húsnæðisfélögum til góða að neinu marki. Byggingar og húsnæðismarkaðurinn er þannig fyrst og fremst braskdrifinn og spinnur upp kostnað fremur en að leita hagkvæmni og hagræðingar og lækkandi verðs í þágu þess almennings sem þráir húsnæðisöryggi. Breyttar lánareglur frá 1. nóv. 2013 hafa fjölgað verulega í hópi þeirra sem ekki geta keypt á eigin kennitölu og reynsla eftir-hrunsins gerir mörgum erfiðara eða ómögulegt að njóta aðstoðar fjölskyldu eða eldri kynslóða til að eignast húsnæði. Í flestum nágrannalöndum er leigu- og búseturéttarmarkaður – án hagnaðarkröfu – algengt eða algengasta form íbúðarekstrar fyrir almenning. Hagkvæmar íbúðir þar sem lögð er áhersla á sveigjanlegar lausnir og samfélagslega ábyrgð – um leið og ýtt er undir fjölbreytni og umhverfisgæði. Á árinu 2013 startaði Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra víðtæku samráði um mótun húsnæðisstefnu. Fjöldamargt var dregið upp á borðið til skoðunar í þessu ferli – en því miður skyggði fráleit staða Íbúðalánasjóðs og stjórnunarkreppa talsvert á þá lausnaleit sem fram hefði þurft að fara. Ekki er heldur ástæða til að vanmeta það yfirburðaafl sem lobbýistar á vegum banka og lífeyrissjóða hafa þegar kemur að samráðsferli. Þrátt fyrir málefnalegar tilraunir þeirra aðila sem tala fyrir v-evrópskum lausnum í húsnæðismálum gekk undarlega illa að fá verkefnisstjórnina til þess að hleypa efnislegum greiningum á því með hvaða hætti áherslur og starfsrammi leigu- og búseturéttarfélaga á EES-svæðinu væri almenningi hagkvæmari en hér hefði þekkst. Verkefnisstjórn ráðherra skilaði tillögum og greinargerðum í maí 2014. Þar er vissulega sleginn verulega breyttur tónn varðandi áherslur – með því að gert er ráð fyrir að leigu- og búseturéttaríbúðir fái verulega aukið vægi í húsnæðisstefnunni til framtíðar.Lævíst áróðurstríð Frá þeim tíma sem tillögur verkefnisstjórnarinnar voru kynntar hefur staðið yfir lævíst áróðursstríð fjármálakerfisins gegn þeim áherslubreytingum sem gefið er undir fótinn með. Landsbankinn hefur farið þar fyrir öðrum fjármálafyrirtækjum með áróðri í þá veru að „allt sé í stakasta lagi á fasteignamarkaði“ – og bankinn spáir nú allt að 30% verðhækkun fasteigna á höfuðborgarsvæðinu á skömmum tíma. Lobbýistar lífeyrissjóða og bankanna fylla bæði eyrun á ráðamönnum og fjölmiðlafólki og þessum „málaliðum braskaranna“ tekst enn að fá almennu umræðuna til að hverfast mest um skammtímahagsmuni „fjárfesta“ og bankanna. Á sama tíma fjölgar þeim sem berjast á eignamarkaði með alltof þunga greiðslubyrði í of dýrum íbúðum í höfuðborginni eða berjast við markaðsbrest í jaðarbyggðum – og sá fjöldi sem alls ekki sér fram á að geta keypt á eigin kennitölu vex. Leigumarkaðurinn á þenslusvæðunum verður bara ruddalegri og alltof ótraustur og dýr. Sveitarfélögin komast upp með að innheimta óraunsætt yfirverð fyrir lóðir og smyrja á gatnagerðargjöld þannig að á höfuðborgarsvæðinu nemur fyrirframgreiðsla til sveitarfélaganna 16-23% af byggingarkostnaði almennra íbúða skv. mati Samtaka atvinnulífsins. Svo fyrir hvern er óbreyttu kerfi þá viðhaldið? Hvernig stendur á því að fjölmiðlarnir virðast hafa mjög takmarkaðan áhuga á að fjalla um húsnæðismálin út frá þeim veruleika sem ríkir t.d. í Svíþjóð og Þýskalandi – þar sem sveitarfélög leika afar virkt hlutverk í því að örva framleiðslu hagkvæmra íbúða fyrir almenning í gegn um húsnæðissamvinnufélög og almenn sjálfseignarfélög/leigufélög almennings?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar