Komdu í Brennó! Ersan Koyuncu og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í baráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á löggur, presta, skáta og kennara í Brennó. Að baki frumkvæðinu liggur samstarf tveggja hópa. Horizon er félagsskapur múslima sem vilja auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélagi okkar í þeim tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. NeDó er æskulýðsfélag sem hittist vikulega og vill breyta heiminum til góðs með því að leika, biðja og starfa saman. Sameiginlega höfum við sem hópar og einstaklingar áhyggjur af þeirri andúð sem birtist í íslensku samfélagi í garð múslima. Í þeim anda hafa Horizon-félagar heimsótt NeDó-hópinn í vetur og við höfum kynnst hvert öðru, lært um menningu og trú hvert annars, farið í leiki og beðið saman. Með því að leika saman og biðja saman, múslimar og kristnir, stuðlum við að samtali og sameiginlegri virðingu sem við vonum að smiti út frá sér. Í nóvember síðastliðnum hélt Horizon, í samstarfi við sr. Toshiki og NeDó, Ashura-hátíð en henni er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Á hátíðinni sýndu NeDó-ungmennin listaverk, sem unnin voru samkvæmt tyrkneskri hefð Ebru en það er forn aðferð þar sem málað er á vatn og verkið síðan yfirfært á pappír eftir kúnstarinnar reglum. Samtal trúarbragða getur átt sér stað með fjölbreyttum hætti. Við erum kristinn maður og múslimi. Við erum vinir og við leikum saman, lærum hvor af öðrum og biðjum saman í anda þess að vilja frið og virðingu á milli okkar trúarhefða, án þess að þurfa að upphefja okkur á kostnað hins eða sannfæra hvor annan um að koma yfir á band hins. Það er von okkar að samfélag okkar geti þróast í þá átt að eignast slíka vináttu. Við skorum á þig að koma og leika, í sannri leikgleði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í baráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á löggur, presta, skáta og kennara í Brennó. Að baki frumkvæðinu liggur samstarf tveggja hópa. Horizon er félagsskapur múslima sem vilja auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélagi okkar í þeim tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. NeDó er æskulýðsfélag sem hittist vikulega og vill breyta heiminum til góðs með því að leika, biðja og starfa saman. Sameiginlega höfum við sem hópar og einstaklingar áhyggjur af þeirri andúð sem birtist í íslensku samfélagi í garð múslima. Í þeim anda hafa Horizon-félagar heimsótt NeDó-hópinn í vetur og við höfum kynnst hvert öðru, lært um menningu og trú hvert annars, farið í leiki og beðið saman. Með því að leika saman og biðja saman, múslimar og kristnir, stuðlum við að samtali og sameiginlegri virðingu sem við vonum að smiti út frá sér. Í nóvember síðastliðnum hélt Horizon, í samstarfi við sr. Toshiki og NeDó, Ashura-hátíð en henni er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Á hátíðinni sýndu NeDó-ungmennin listaverk, sem unnin voru samkvæmt tyrkneskri hefð Ebru en það er forn aðferð þar sem málað er á vatn og verkið síðan yfirfært á pappír eftir kúnstarinnar reglum. Samtal trúarbragða getur átt sér stað með fjölbreyttum hætti. Við erum kristinn maður og múslimi. Við erum vinir og við leikum saman, lærum hvor af öðrum og biðjum saman í anda þess að vilja frið og virðingu á milli okkar trúarhefða, án þess að þurfa að upphefja okkur á kostnað hins eða sannfæra hvor annan um að koma yfir á band hins. Það er von okkar að samfélag okkar geti þróast í þá átt að eignast slíka vináttu. Við skorum á þig að koma og leika, í sannri leikgleði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar