Komdu í Brennó! Ersan Koyuncu og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í baráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á löggur, presta, skáta og kennara í Brennó. Að baki frumkvæðinu liggur samstarf tveggja hópa. Horizon er félagsskapur múslima sem vilja auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélagi okkar í þeim tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. NeDó er æskulýðsfélag sem hittist vikulega og vill breyta heiminum til góðs með því að leika, biðja og starfa saman. Sameiginlega höfum við sem hópar og einstaklingar áhyggjur af þeirri andúð sem birtist í íslensku samfélagi í garð múslima. Í þeim anda hafa Horizon-félagar heimsótt NeDó-hópinn í vetur og við höfum kynnst hvert öðru, lært um menningu og trú hvert annars, farið í leiki og beðið saman. Með því að leika saman og biðja saman, múslimar og kristnir, stuðlum við að samtali og sameiginlegri virðingu sem við vonum að smiti út frá sér. Í nóvember síðastliðnum hélt Horizon, í samstarfi við sr. Toshiki og NeDó, Ashura-hátíð en henni er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Á hátíðinni sýndu NeDó-ungmennin listaverk, sem unnin voru samkvæmt tyrkneskri hefð Ebru en það er forn aðferð þar sem málað er á vatn og verkið síðan yfirfært á pappír eftir kúnstarinnar reglum. Samtal trúarbragða getur átt sér stað með fjölbreyttum hætti. Við erum kristinn maður og múslimi. Við erum vinir og við leikum saman, lærum hvor af öðrum og biðjum saman í anda þess að vilja frið og virðingu á milli okkar trúarhefða, án þess að þurfa að upphefja okkur á kostnað hins eða sannfæra hvor annan um að koma yfir á band hins. Það er von okkar að samfélag okkar geti þróast í þá átt að eignast slíka vináttu. Við skorum á þig að koma og leika, í sannri leikgleði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í baráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á löggur, presta, skáta og kennara í Brennó. Að baki frumkvæðinu liggur samstarf tveggja hópa. Horizon er félagsskapur múslima sem vilja auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélagi okkar í þeim tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. NeDó er æskulýðsfélag sem hittist vikulega og vill breyta heiminum til góðs með því að leika, biðja og starfa saman. Sameiginlega höfum við sem hópar og einstaklingar áhyggjur af þeirri andúð sem birtist í íslensku samfélagi í garð múslima. Í þeim anda hafa Horizon-félagar heimsótt NeDó-hópinn í vetur og við höfum kynnst hvert öðru, lært um menningu og trú hvert annars, farið í leiki og beðið saman. Með því að leika saman og biðja saman, múslimar og kristnir, stuðlum við að samtali og sameiginlegri virðingu sem við vonum að smiti út frá sér. Í nóvember síðastliðnum hélt Horizon, í samstarfi við sr. Toshiki og NeDó, Ashura-hátíð en henni er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Á hátíðinni sýndu NeDó-ungmennin listaverk, sem unnin voru samkvæmt tyrkneskri hefð Ebru en það er forn aðferð þar sem málað er á vatn og verkið síðan yfirfært á pappír eftir kúnstarinnar reglum. Samtal trúarbragða getur átt sér stað með fjölbreyttum hætti. Við erum kristinn maður og múslimi. Við erum vinir og við leikum saman, lærum hvor af öðrum og biðjum saman í anda þess að vilja frið og virðingu á milli okkar trúarhefða, án þess að þurfa að upphefja okkur á kostnað hins eða sannfæra hvor annan um að koma yfir á band hins. Það er von okkar að samfélag okkar geti þróast í þá átt að eignast slíka vináttu. Við skorum á þig að koma og leika, í sannri leikgleði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun