Framsýnn og jákvæður Jón Atli Hjördís Sigurðardóttir og Gunnar Jakob Briem skrifar 10. apríl 2015 10:05 Það er ástæða til að vekja athygli stúdenta við Háskóla Íslands á framlagi Jóns Atla Benediktssonar til framþróunar vísinda- og kennslumála í Háskóla Íslands á undanförnum árum og áratugum. Jón Atli hóf störf hjá Háskóla Íslands árið 1991 eftir að hafa lokið doktorsprófi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Purdue háskóla í Indianafylki í Bandaríkjunum. Hann skaraði fljótt fram úr við rannsóknir og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Hann er afkastamikill fræðimaður sem nýtur virðingar innanlands og á alþjóðavettvangi. Jón Atli er meðal fremstu vísindamanna heims í fjarkönnun og stafrænni myndvinnslu, sem er svið innan rafmagns- og tölvuverkfræðinnar. Eins og orðið gefur til kynna þá gengur fjarkönnun út á að kanna eitthvað úr fjarlægð til þess að geta greint minnstu smáatriði. Hvort sem viðfangsefnið er mynd úr gervitungli eða smásjármynd af augnbotnum þá er markmiðið aukin þekking og framþróun í faginu. Framlag Jóns Atla hefur stuðlað að framförum í heilbrigðistækni og landupplýsingakerfum svo dæmi séu tekin. Verk Jóns Atla sýna að fulltrúar lítilla þjóða hafa alla burði til að koma hugmyndum sínum og rannsóknum á framfæri á alþjóðavettvangi. Jón Atli hefur helgað líf sitt framgangi vísinda- og tæknistarfs á Íslandi og er einn afkastamesti vísindamaður Háskóla Íslands, hvort sem litið er til rannsóknarstarfa hans eða setu í nefndum og ráðum til eflingar rannsóknarstarfs á Íslandi. Einnig hefur hann gegnt trúnaðarstörfum í alþjóðlega fræðasamfélaginu og setið í ritstjórn alþjóðlegra fagtímarita. Þeir sem hafa unnið með Jóni Atla hafa kynnst hæfileikum hans á mörgum ólíkum sviðum. Sem leiðbeinandi heldur Jón Atli góðri yfirsýn yfir rannsóknarefnin. Hann gefur nemendum sínum góð ráð með hliðsjón af því sem er efst á baugi í alþjóðlegu samstarfi og er glöggur á tækifæri til framlags í vísindavinnu. Sem stjórnandi er hann framsýnn og skipulagður, með skarpa sýn á markmiðin og leiðir til að ná þeim. Sem manneskja er hann einstaklega hvetjandi, jákvæður og geðprúður og við þekkjum hann að góðu einu. Við hvetjum því starfsmenn og stúdenta við Háskóla Íslands til að greiða Jóni Atla Benediktssyni atkvæði sitt í rektorskosningum, sem fara fram þann 13. apríl næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að vekja athygli stúdenta við Háskóla Íslands á framlagi Jóns Atla Benediktssonar til framþróunar vísinda- og kennslumála í Háskóla Íslands á undanförnum árum og áratugum. Jón Atli hóf störf hjá Háskóla Íslands árið 1991 eftir að hafa lokið doktorsprófi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Purdue háskóla í Indianafylki í Bandaríkjunum. Hann skaraði fljótt fram úr við rannsóknir og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Hann er afkastamikill fræðimaður sem nýtur virðingar innanlands og á alþjóðavettvangi. Jón Atli er meðal fremstu vísindamanna heims í fjarkönnun og stafrænni myndvinnslu, sem er svið innan rafmagns- og tölvuverkfræðinnar. Eins og orðið gefur til kynna þá gengur fjarkönnun út á að kanna eitthvað úr fjarlægð til þess að geta greint minnstu smáatriði. Hvort sem viðfangsefnið er mynd úr gervitungli eða smásjármynd af augnbotnum þá er markmiðið aukin þekking og framþróun í faginu. Framlag Jóns Atla hefur stuðlað að framförum í heilbrigðistækni og landupplýsingakerfum svo dæmi séu tekin. Verk Jóns Atla sýna að fulltrúar lítilla þjóða hafa alla burði til að koma hugmyndum sínum og rannsóknum á framfæri á alþjóðavettvangi. Jón Atli hefur helgað líf sitt framgangi vísinda- og tæknistarfs á Íslandi og er einn afkastamesti vísindamaður Háskóla Íslands, hvort sem litið er til rannsóknarstarfa hans eða setu í nefndum og ráðum til eflingar rannsóknarstarfs á Íslandi. Einnig hefur hann gegnt trúnaðarstörfum í alþjóðlega fræðasamfélaginu og setið í ritstjórn alþjóðlegra fagtímarita. Þeir sem hafa unnið með Jóni Atla hafa kynnst hæfileikum hans á mörgum ólíkum sviðum. Sem leiðbeinandi heldur Jón Atli góðri yfirsýn yfir rannsóknarefnin. Hann gefur nemendum sínum góð ráð með hliðsjón af því sem er efst á baugi í alþjóðlegu samstarfi og er glöggur á tækifæri til framlags í vísindavinnu. Sem stjórnandi er hann framsýnn og skipulagður, með skarpa sýn á markmiðin og leiðir til að ná þeim. Sem manneskja er hann einstaklega hvetjandi, jákvæður og geðprúður og við þekkjum hann að góðu einu. Við hvetjum því starfsmenn og stúdenta við Háskóla Íslands til að greiða Jóni Atla Benediktssyni atkvæði sitt í rektorskosningum, sem fara fram þann 13. apríl næstkomandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar