Skoðun

Af hverju mismunun?

Sigríður Jóna Norðkvist skrifar
Það er varla þörf á að nefna þjónustu Strætó nú þegar afgreiðslan er komin í gott horf.

En nokkrar spurningar vakna vegna þjónustubíla aldraðra. Þessi þjónusta virðist ekki eiga við eftir klukkan 17 á virkum dögum. Og alls ekki um helgar. Ef mig langar í messu á sunnudegi, enginn akstur. Eða á tónleika kl. 20, nei nei. Ef farið er til læknis má hringja til baka og þá kemur bíll, en ef þú þarft til jarðarfarar og veist ekki hvenær hún er búin verður þú að koma þér heim öðruvísi. Ef þú þarft að sækja lyfin þín í apótekið þá má bíllinn ekki bíða eftir þér. Þú þarft að bíða í hálftíma eftir að annar bíll komi og sæki þig.

Þetta er nýja hagræðingin í dag.

Við gerum aldrei nógu vel við fatlaða og þurfum að hugsa vel um þá, en aldraðir sem ekki hafa fjölskylduna nálægt sér þurfa líka góða umönnun. Það er þó þakkarvert að geta hringt á þjónustubíl samdægurs.

Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.

 




Skoðun

Sjá meira


×