TiSA og lýðræðið Gunnar Skúli Ármannsson skrifar 10. mars 2015 07:00 Svokallaður TiSA samningur er í burðarliðnum. Ísland er þátttakandi ásamt mörgum öðrum löndum. Um er að ræða fjölþjóðlegan samning um þjónustu. Ísland hefur lagt fram sitt tilboð sem felst í því að telja upp undanþágur sem við viljum ekki taka þátt í og hins vegar það sem við getum hugsað okkur að vera með í. Hugmyndafræðin er að fyrirtæki hafi frelsi til að athafna sig og að það ríki jafnræði á milli þeirra. Hvað gæti verið rangt við það? Fyrir það fyrsta eru sjálfar viðræðurnar haldnar fyrir luktum dyrum. Almenningur kemst ekki þar að til að hafa áhrif á gang samningaviðræðnanna, þrátt fyrir það að almenningur verði notandi væntanlegrar þjónustu. Fyrirtæki hafa haft möguleika á að koma sínum hugmyndum á framfæri og fá að fylgjast með samningunum, á þeim forsendum að þau séu veitendur þjónustunnar. Utanríkisráðherra hefur sagt að almenningur fái að sjá samninginn eftir að hann hefur verið samþykktur. Hvað er það sem þolir ekki dagsljósið fyrr en eftir að við höfum skrifað undir?Ólýðræðislegt Fyrir utan þessa ólýðræðislegu samningaaðferð sem er haldin fyrir luktum dyrum er oft samið um mjög ólýðræðislega leið til að leysa ágreiningsmál. Eðlilegast væri að erlend fyrirtæki sem finnst á sig hallað leiti réttar síns fyrir dómstólum viðkomandi lands en því er ekki þannig farið. Sérstakur dómstóll, gerðardómur er skipaður. Gerðardómurinn er skipaður þremur lögfræðingum, einum tilnefndum af landinu, einum af fyrirtækinu og einn sameiginlega. Vandamálið er að þeir lögfræðingar sem eru til taks eru fáir og hafa flestir unnið fyrir fyrirtækin áður á einn eða annan hátt. Síðan komast þessir þrír lögfræðingar að niðurstöðu og þjóðríkið verður að hlíta niðurstöðu dómsins. Það er ekki hægt að áfrýja dómaniðurstöðunni. Oft eru niðurstöðurnar ekki birtar opinberlega. Mikill kostnaður fylgir þessum málarekstri og auk þess eru þjóðríkin oft dæmd til að greiða fyrirtækjunum háar skaðabætur. Þegar ríki eða sveitarfélög semja lög eða reglur sem brjóta gegn samningnum þá getur dómaniðurstaðan neytt þjóðríkin til að bakka með ákvarðanir sínar. Þá eru fyrirtækin komin jafnfætis þjóðríkinu og eru farin að stjórna lagasetningunni. Dæmi eru um að þegar ríki hafa innleitt lög eða reglur Evrópusambandsins, í góðri trú, þá hafa þau lent í málarekstri. Þau hafa tapað málum því dómurinn taldi að nýju ESB-reglurnar eða afleiðing þeirra brytu reglur fríverslunarsamninganna. Framkvæmdavald ESB hefur jafnvel reynt að sannfæra dóminn um sakleysi viðkomandi landa en án árangurs. Dómararnir hjá þessum einkadómstólum hafa ekki talið sér skylt að taka tillit til laga ESB. Það er mjög óeðlilegt að fjölþjóðlegur milliríkjasamningur um þjónustu geti hugsanlega veitt erlendum stórfyrirtækjum völd sem eru meiri en þjóðríkis, það ætti að vera öllum ljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Svokallaður TiSA samningur er í burðarliðnum. Ísland er þátttakandi ásamt mörgum öðrum löndum. Um er að ræða fjölþjóðlegan samning um þjónustu. Ísland hefur lagt fram sitt tilboð sem felst í því að telja upp undanþágur sem við viljum ekki taka þátt í og hins vegar það sem við getum hugsað okkur að vera með í. Hugmyndafræðin er að fyrirtæki hafi frelsi til að athafna sig og að það ríki jafnræði á milli þeirra. Hvað gæti verið rangt við það? Fyrir það fyrsta eru sjálfar viðræðurnar haldnar fyrir luktum dyrum. Almenningur kemst ekki þar að til að hafa áhrif á gang samningaviðræðnanna, þrátt fyrir það að almenningur verði notandi væntanlegrar þjónustu. Fyrirtæki hafa haft möguleika á að koma sínum hugmyndum á framfæri og fá að fylgjast með samningunum, á þeim forsendum að þau séu veitendur þjónustunnar. Utanríkisráðherra hefur sagt að almenningur fái að sjá samninginn eftir að hann hefur verið samþykktur. Hvað er það sem þolir ekki dagsljósið fyrr en eftir að við höfum skrifað undir?Ólýðræðislegt Fyrir utan þessa ólýðræðislegu samningaaðferð sem er haldin fyrir luktum dyrum er oft samið um mjög ólýðræðislega leið til að leysa ágreiningsmál. Eðlilegast væri að erlend fyrirtæki sem finnst á sig hallað leiti réttar síns fyrir dómstólum viðkomandi lands en því er ekki þannig farið. Sérstakur dómstóll, gerðardómur er skipaður. Gerðardómurinn er skipaður þremur lögfræðingum, einum tilnefndum af landinu, einum af fyrirtækinu og einn sameiginlega. Vandamálið er að þeir lögfræðingar sem eru til taks eru fáir og hafa flestir unnið fyrir fyrirtækin áður á einn eða annan hátt. Síðan komast þessir þrír lögfræðingar að niðurstöðu og þjóðríkið verður að hlíta niðurstöðu dómsins. Það er ekki hægt að áfrýja dómaniðurstöðunni. Oft eru niðurstöðurnar ekki birtar opinberlega. Mikill kostnaður fylgir þessum málarekstri og auk þess eru þjóðríkin oft dæmd til að greiða fyrirtækjunum háar skaðabætur. Þegar ríki eða sveitarfélög semja lög eða reglur sem brjóta gegn samningnum þá getur dómaniðurstaðan neytt þjóðríkin til að bakka með ákvarðanir sínar. Þá eru fyrirtækin komin jafnfætis þjóðríkinu og eru farin að stjórna lagasetningunni. Dæmi eru um að þegar ríki hafa innleitt lög eða reglur Evrópusambandsins, í góðri trú, þá hafa þau lent í málarekstri. Þau hafa tapað málum því dómurinn taldi að nýju ESB-reglurnar eða afleiðing þeirra brytu reglur fríverslunarsamninganna. Framkvæmdavald ESB hefur jafnvel reynt að sannfæra dóminn um sakleysi viðkomandi landa en án árangurs. Dómararnir hjá þessum einkadómstólum hafa ekki talið sér skylt að taka tillit til laga ESB. Það er mjög óeðlilegt að fjölþjóðlegur milliríkjasamningur um þjónustu geti hugsanlega veitt erlendum stórfyrirtækjum völd sem eru meiri en þjóðríkis, það ætti að vera öllum ljóst.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun