Lífið

Teiknaði lógó fyrir 312 merkisdaga vina og fjölskyldu

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Oscar Bjarnason.
Oscar Bjarnason. Vísir/GVA
Oscar Bjarnason, grafískur hönnuður, byrjaði alveg óvart að teikna lógó fyrir vini og vandamenn á merkisdögum fyrir fimm árum.

„Þetta byrjaði þannig að félagi minn átti afmæli og ég teiknaði lógó fyrir hann í tilefni dagsins. Eftir það bættust alltaf fleiri og fleiri við og nú er þetta eiginlega komið út í vitleysu,“ segir Oscar og hlær.

Bóndadagur.Oscar Bjarnason
Hann setur upp sýninguna Merkisdagar í Nýlistasafninu á miðvikudag. Þar verða til sýnis 312 lógóteikningar eftir Oscar.

„Ég teiknaði aðallega fyrir fólk sem ég þekkti og reyndi að tengja lógóið við manneskjuna eða atburðinn. Ég teikna samt bara það fyrsta sem mér dettur í hug og tek helst ekki meira en tíu til fimmtán mínútur í að teikna hvert merki,“ segir hann. 

Þetta teiknaði Oscar þegar konan hans var ófrísk.Oscar Bjarnason
Lógóin vöktu mikla lukku og var hann einnig beðinn um að teikna fyrir fólk sem hann þekkti ekki.

Oscar segir þetta fínustu heilaleikfimi að þurfa að hugsa svona hratt.

„Þetta á að vera spontant. Stundum koma bara vondar hugmyndir sem ég teikna samt, svo kannski hálftíma síðar fæ ég miklu betri hugmynd en þá teikna ég hana bara að ári,“ segir Oscar. 

Í tilefni afmælis forstetans, Ólafs Ragnars.Oscar Bjarnason
Lógóin gaf hann í afmælisgjafir, en með tímanum fór hann að teikna aðra merkisdaga.

„Ef eitthvað var í gangi eins og bjórdagur, bóndadagur eða afmæli forsetans teiknaði ég lógó fyrir þann dag,“ segir hann.

Sýningin verður opnuð í Nýlistasafninu miðvikudaginn 11. mars klukkan 19.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.