Innlent

Styrktu BUGL um 250 þúsund krónur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar, Friðrikka Auðunsdóttir, skrifstofustjóri Aðaskoðunar, Bjarney Lúðvígsdóttir frá Geðveikum jólum. Frá BUGL Ólafur Ó. Guðmundsson, Hrefna Harðardóttir og Linda Kristmundsdóttir.
Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar, Friðrikka Auðunsdóttir, skrifstofustjóri Aðaskoðunar, Bjarney Lúðvígsdóttir frá Geðveikum jólum. Frá BUGL Ólafur Ó. Guðmundsson, Hrefna Harðardóttir og Linda Kristmundsdóttir.
Starfsmenn Aðalskoðunar afhentu barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, styrk upp á 250 þúsund krónur en fjárhæðinni söfnuðu þeir með þátttöku sinni í sjónvarpsþáttunum Geðveik jól á RÚV í desember 2014.

Styrkurinn var afhendur á föstudaginn síðastliðinn. Með þátttökunni framleiddu starfsmenn Aðalskoðunar lag og myndband sem keppti um titilinn „Geðveikasta jólalagið 2014“ og söfnuðu um leið áheitum fyrir spítalann en tilgangur þáttanna er að minna á geðheilbrigði ásamt því að safna áheitum fyrir gott málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×