Opin fyrirspurn til Þrastar Helgasonar dagskrárstjóra Rásar 1 Ingunn Ásdísardóttir skrifar 14. júlí 2015 07:30 Nú er mér allri lokið. Var þá ekkert að marka öll fögru orðin um menningarhlutverk og menningarstarf Ríkisútvarpsins og nauðsyn þess að halda því áfram og efla það? Þær tvær konur sem nú eiga að taka pokann sinn, eru meðal þeirra fáu starfsmanna Ríkisútvarpsins (sem eftir eru) sem enn gera áheyrilega og fróðlega þætti, þætti sem segja manni eitthvað spennandi, framandi og nýtt, eitthvað sem víkkar sjóndeildarhringinn. Þætti sem gera Ríkisútvarpið að útvarpi með menningarhlutverk og sem sinnir menningarstarfi. Þarna á að reka tvær konur sem kunna sitt fag, kunna á miðilinn, kunna að tala til hlustenda, hafa gríðarlega reynslu í dagskrárgerð og ómetanlega þekkingu sem þær kunna að koma til skila í einmitt þessum miðli. Og ef á að reka Hönnu G. Sigurðardóttur, því þá ekki Leif Hauksson líka? Og ef á að reka Sigríði Stephensen, því þá ekki Kjartan Guðmundsson líka? Eða stendur það kannski til - bara svona rétt bráðum? Bara ekki alla í einu eins og Páll gerði. Þröstur Helgason, er það þín einlæg sannfæring að þessi ráðstöfun verði Rás 1 til góðs? Er það þín einlæg sannfæring að enginn hlusti á Rás 1? Og er það þín einlæg sannfæring að þeir fáu sem það þó gera séu einskis verðir og það þurfi ekkert að taka tillit til þeirra? Svör óskast í opinberum miðli. Hvernig þætti vilt þú fá? Fyrir hverja, ef ég má spyrja, varst þú sjálfur með þætti um Birting um daginn? Hélst þú að enginn myndi hlusta á þá? Eða hélstu kannski að við sem hlustum á Rás 1, vildum bara hlusta á þá en ekki á neitt annað markvert og fróðlegt sem boðið er upp á á Rás 1? Eða hélstu kannski að þeir væru svo miklu betri en allir aðrir þættir sem annað dagskrárgerðarfólk gerir, að þeir væru boðlegri og hinu mætti úthýsa? Svör óskast í opinberum miðli. Og ég leyfi mér að spyrja hvernig þætti vilt þú fá á Rás 1 – með nýjum þáttagerðarmönnum sem þú ætlar væntanlega að ráða í stað hinna reknu, og ég leyfi mér að efast um að þú finnir reynslumeira fagfólk en þær sem þú nú rekur? Eiga það að verða þættir um málefni líðandi stundar? Eiga það að verða tónlistarþættir? Eiga það að vera þættir um menningu og listir? Eiga það að vera þættir um eða með sagnfræðilegu ívafi? Eiga það að vera þættir sem segja fólki eitthvað, fræða það, víkka sjóndeildarhring þess, etc? Eða eiga það að vera kjaftaþættir um allt og ekkert? Svör óskast í opinberum miðli. Í allra síðasta lagi, vil ég sem einn af eigendum þessarar stofnunar – og dyggur hlustandi ásamt fjölda annarra (þó að þér finnist það kannski ekki nógu margir) fá að vita skýrt og greinilega hvað átt er við með eftirfarandi fremur hrollvekjandi orðum „gjörbreyta eðli og anda Rásar 1“? Svör óskast í opinberum miðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ „Í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um nýjustu mannabreytingarnar á RÚV. 13. júlí 2015 12:13 Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nú er mér allri lokið. Var þá ekkert að marka öll fögru orðin um menningarhlutverk og menningarstarf Ríkisútvarpsins og nauðsyn þess að halda því áfram og efla það? Þær tvær konur sem nú eiga að taka pokann sinn, eru meðal þeirra fáu starfsmanna Ríkisútvarpsins (sem eftir eru) sem enn gera áheyrilega og fróðlega þætti, þætti sem segja manni eitthvað spennandi, framandi og nýtt, eitthvað sem víkkar sjóndeildarhringinn. Þætti sem gera Ríkisútvarpið að útvarpi með menningarhlutverk og sem sinnir menningarstarfi. Þarna á að reka tvær konur sem kunna sitt fag, kunna á miðilinn, kunna að tala til hlustenda, hafa gríðarlega reynslu í dagskrárgerð og ómetanlega þekkingu sem þær kunna að koma til skila í einmitt þessum miðli. Og ef á að reka Hönnu G. Sigurðardóttur, því þá ekki Leif Hauksson líka? Og ef á að reka Sigríði Stephensen, því þá ekki Kjartan Guðmundsson líka? Eða stendur það kannski til - bara svona rétt bráðum? Bara ekki alla í einu eins og Páll gerði. Þröstur Helgason, er það þín einlæg sannfæring að þessi ráðstöfun verði Rás 1 til góðs? Er það þín einlæg sannfæring að enginn hlusti á Rás 1? Og er það þín einlæg sannfæring að þeir fáu sem það þó gera séu einskis verðir og það þurfi ekkert að taka tillit til þeirra? Svör óskast í opinberum miðli. Hvernig þætti vilt þú fá? Fyrir hverja, ef ég má spyrja, varst þú sjálfur með þætti um Birting um daginn? Hélst þú að enginn myndi hlusta á þá? Eða hélstu kannski að við sem hlustum á Rás 1, vildum bara hlusta á þá en ekki á neitt annað markvert og fróðlegt sem boðið er upp á á Rás 1? Eða hélstu kannski að þeir væru svo miklu betri en allir aðrir þættir sem annað dagskrárgerðarfólk gerir, að þeir væru boðlegri og hinu mætti úthýsa? Svör óskast í opinberum miðli. Og ég leyfi mér að spyrja hvernig þætti vilt þú fá á Rás 1 – með nýjum þáttagerðarmönnum sem þú ætlar væntanlega að ráða í stað hinna reknu, og ég leyfi mér að efast um að þú finnir reynslumeira fagfólk en þær sem þú nú rekur? Eiga það að verða þættir um málefni líðandi stundar? Eiga það að verða tónlistarþættir? Eiga það að vera þættir um menningu og listir? Eiga það að vera þættir um eða með sagnfræðilegu ívafi? Eiga það að vera þættir sem segja fólki eitthvað, fræða það, víkka sjóndeildarhring þess, etc? Eða eiga það að vera kjaftaþættir um allt og ekkert? Svör óskast í opinberum miðli. Í allra síðasta lagi, vil ég sem einn af eigendum þessarar stofnunar – og dyggur hlustandi ásamt fjölda annarra (þó að þér finnist það kannski ekki nógu margir) fá að vita skýrt og greinilega hvað átt er við með eftirfarandi fremur hrollvekjandi orðum „gjörbreyta eðli og anda Rásar 1“? Svör óskast í opinberum miðli.
Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ „Í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um nýjustu mannabreytingarnar á RÚV. 13. júlí 2015 12:13
Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun