Innlent

Innkalla taco-kryddblöndu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Casa Fiesta Taco Seasoning Mix í 35 gramma pakningum gæti innihaldið möndlur. Mynd tengist frétt ekki beint.
Casa Fiesta Taco Seasoning Mix í 35 gramma pakningum gæti innihaldið möndlur. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Ernir
Ákveðið hefur verið að innkalla taco-krydd frá Casa Fiesta þar sem að í ljós hefur komið að blandan gæti innihaldið snefilmagn af möndlum. Um er að ræða Casa Fiesta Taco Seasoning Mix í 35 gramma pakkningum.

Samkvæmt tilkynningu frá Ó.Johnson & Kaaber ehf. eru kryddblöndurnar sem um ræðir með best fyrir dagsetningunni  09.07.2017 og 27.07.2017.

„Þessi vara hefur verið fjarlægð úr verslunum en kann að leynast á heimilum neytenda. Tekið skal fram að varan eru skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hnetum og afurðum úr þeim,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×