„Þessir menn koma aftur út í samfélagið, það má ekki horfa framhjá því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2015 14:26 Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla Hrauni og Sogni. Vísir/GVA Margrét Frímannsdóttir hefur verið forstöðumaður á Litla Hrauni í 7 ár. Fylgst var með degi í lífi fangelsisstjórans í Íslandi í dag í gærkvöldi. Áður en Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði Margréti sem forstöðumann á Hrauninu árið 2008 hafði hún setið á þingi í 20 ár. „Ég var mjög glöð með það því þetta var svolítið eins og að vera komin heim. Pabbi vann hér í mörg ár, ég fylgdist alltaf með þessum rekstri, líka allan tímann sem ég var á þingi.“Úr einu karlasamfélagi í annað Hún segist þó halda að það hafi verið erfitt fyrir starfsfólkið að fá konu sem fangelsisstjóra og segist sjálf hafa verið bullandi stressuð fyrsta vinnudaginn. „Ég get alveg viðurkennt það núna. Þetta er karlasamfélag. Fyrsta árið var þetta erfitt. Það voru svo margir búnir að starfa hér í tuttugu til þrjátíu ár í karlasamfélaginu með karlaviðhorfin. Það tók svolítið langan tíma en þetta var samt ekkert sem varð til þess að ég vildi gefast upp,“ segir Margrét.En hvernig tóku fangarnir henni? „Ég býst við að þeim hafi innst inni fundist að þarna væri bara komin lítil kona sem væri tiltölulega auðvelt að ráða við,“ segir Margrét. Það hafi hins vegar ekki verið auðvelt að ráða við hana enda hafði hún þjálfun úr karlasamfélaginu í pólitíkinni.Erfiðast að taka ákvarðanir sem varða líf einstaklingsins Að loknum morgunfundi með varðstjórum í fangelsinu fer Margrét yfir í hús 1 þar sem fangar í gæsluvarðhaldi dvelja. Þar eru einangrunarklefar. „Hérna inni, ef að það er algjör einangrun, með fjölmiðlabanni og öllu, þá eru menn bara með bækur sem að við sköffum, DVD-diska og svo geta þeir fengið skriffæri. En þeir eru ekki með sitt dót að neinu leyti.“ Margrét segir allt vera skemmtilegt við starfið en það erfiðasta sé að taka ákvarðanir sem varða líf einstaklingsins; loka inni, einangra eða eitthvað slíkt. Hún segir starfið vissulega taka sinn toll, aðallega andlega, en á móti koma gleðistundirnar í starfinu sem séu fleiri heldur en hitt. Þá sé alltaf gott að finna jákvætt viðhorf í garð fangelsisins, bæði í samfélaginu almennt sem og á þing. „Við erum að ræða núna að auka menntun og möguleika, verknám og reyna að ná í vinnu. Maður er svolítið sorgmæddur yfir viðhorfi sem maður mætir mjög oft í samfélaginu en ég held að það sé að breytast og við þurfum að kynna það sem við erum að gera. Þessir menn hafa auðvitað allir brotið af sér en þeir koma aftur út í samfélagið, það má ekki horfa framhjá því.“Mamman á Hrauninu Þegar fangarnir á Litla Hrauni voru beðnir að lýsa Margréti kom alltaf sama svarið; „mamma“. „Þetta er mamma okkar allra sem skammar mann en er samt góð. Áður en Magga Frímanns tók við var bara neysla hérna. Það var alltaf eitthvað til hérna og aldrei þurrkur. Þetta var eins og að vera í einangruðum neysluheimi,“ segir einn fanginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá þátt Íslands í dag í heild sinni. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Margrét Frímannsdóttir hefur verið forstöðumaður á Litla Hrauni í 7 ár. Fylgst var með degi í lífi fangelsisstjórans í Íslandi í dag í gærkvöldi. Áður en Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði Margréti sem forstöðumann á Hrauninu árið 2008 hafði hún setið á þingi í 20 ár. „Ég var mjög glöð með það því þetta var svolítið eins og að vera komin heim. Pabbi vann hér í mörg ár, ég fylgdist alltaf með þessum rekstri, líka allan tímann sem ég var á þingi.“Úr einu karlasamfélagi í annað Hún segist þó halda að það hafi verið erfitt fyrir starfsfólkið að fá konu sem fangelsisstjóra og segist sjálf hafa verið bullandi stressuð fyrsta vinnudaginn. „Ég get alveg viðurkennt það núna. Þetta er karlasamfélag. Fyrsta árið var þetta erfitt. Það voru svo margir búnir að starfa hér í tuttugu til þrjátíu ár í karlasamfélaginu með karlaviðhorfin. Það tók svolítið langan tíma en þetta var samt ekkert sem varð til þess að ég vildi gefast upp,“ segir Margrét.En hvernig tóku fangarnir henni? „Ég býst við að þeim hafi innst inni fundist að þarna væri bara komin lítil kona sem væri tiltölulega auðvelt að ráða við,“ segir Margrét. Það hafi hins vegar ekki verið auðvelt að ráða við hana enda hafði hún þjálfun úr karlasamfélaginu í pólitíkinni.Erfiðast að taka ákvarðanir sem varða líf einstaklingsins Að loknum morgunfundi með varðstjórum í fangelsinu fer Margrét yfir í hús 1 þar sem fangar í gæsluvarðhaldi dvelja. Þar eru einangrunarklefar. „Hérna inni, ef að það er algjör einangrun, með fjölmiðlabanni og öllu, þá eru menn bara með bækur sem að við sköffum, DVD-diska og svo geta þeir fengið skriffæri. En þeir eru ekki með sitt dót að neinu leyti.“ Margrét segir allt vera skemmtilegt við starfið en það erfiðasta sé að taka ákvarðanir sem varða líf einstaklingsins; loka inni, einangra eða eitthvað slíkt. Hún segir starfið vissulega taka sinn toll, aðallega andlega, en á móti koma gleðistundirnar í starfinu sem séu fleiri heldur en hitt. Þá sé alltaf gott að finna jákvætt viðhorf í garð fangelsisins, bæði í samfélaginu almennt sem og á þing. „Við erum að ræða núna að auka menntun og möguleika, verknám og reyna að ná í vinnu. Maður er svolítið sorgmæddur yfir viðhorfi sem maður mætir mjög oft í samfélaginu en ég held að það sé að breytast og við þurfum að kynna það sem við erum að gera. Þessir menn hafa auðvitað allir brotið af sér en þeir koma aftur út í samfélagið, það má ekki horfa framhjá því.“Mamman á Hrauninu Þegar fangarnir á Litla Hrauni voru beðnir að lýsa Margréti kom alltaf sama svarið; „mamma“. „Þetta er mamma okkar allra sem skammar mann en er samt góð. Áður en Magga Frímanns tók við var bara neysla hérna. Það var alltaf eitthvað til hérna og aldrei þurrkur. Þetta var eins og að vera í einangruðum neysluheimi,“ segir einn fanginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá þátt Íslands í dag í heild sinni.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira