Stórleikur Gasol gegn Frökkum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2015 11:00 Gasol ropaði boltanum reyndar ekki út úr sér en hann gerði flest annað gegn Frökkum. vísir/getty Spánverjinn Pau Gasol hefur spilað manna best á Evrópumótinu í körfubolta, EuroBasket, sem lýkur nú um helgina. Gasol hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum, síðast gegn Frakklandi í undanúrslitunum í gær. Gasol skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og varði þrjú skot í fimm stiga sigri Spánar, 80-75, eftir framlengdan leik. Gasol var sérlega öflugur í framlengingunni en í stöðunni 73-75 fyrir Frakkland tók Chicago Bulls-maðurinn yfir. Hann jafnaði metin í 75-75 með tveimur vítaskotum og skoraði svo sex síðustu stig Spánverja með troðslum á síðustu 49 sekúndum leiksins. Frábær leikur hjá þessum 35 ára leikmanni sem hitti úr 12 af 21 skoti sínu utan af velli (57,1%) og 16 af 18 vítaskotum sínum. Gasol tók fleiri vítaskot í leiknum en allt franska liðið en eftir leikinn kvartaði Rudy Gobert, miðherji Frakka, yfir því á Twitter að dómgæslan hefði verið Frakklandi óhagstæð en hann fékk sína fimmtu villu fyrir brot á Gasol þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni.Hard to play when somebody can touch you but you can't touch him! Tough loss it is painfull to lose this way but we will bounce back!! — rudy gobert (@rudygobert27) September 17, 2015 Gasol er raunar efstur á listanum yfir þá leikmenn sem hafa tekið felst vítaskot á EM að meðaltali í leik, eða 9,3. Sextíu af 74 vítaskotum hans hafa ratað rétta leið, eða 81,1%. Gasol er ofarlega á lista í mörgum tölfræðiþáttum á EM. Hann er t.a.m. stigahæsti leikmaður mótsins með 25,6 stig að meðaltali í leik, og með flest varin skot að meðaltali í leik, eða 2,3. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik en Gasol (8,4) og svo mætti lengi telja.Myndband af helstu tilþrifum Gasol gegn Frökkum má sjá hér að neðan. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Spánverjinn Pau Gasol hefur spilað manna best á Evrópumótinu í körfubolta, EuroBasket, sem lýkur nú um helgina. Gasol hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum, síðast gegn Frakklandi í undanúrslitunum í gær. Gasol skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og varði þrjú skot í fimm stiga sigri Spánar, 80-75, eftir framlengdan leik. Gasol var sérlega öflugur í framlengingunni en í stöðunni 73-75 fyrir Frakkland tók Chicago Bulls-maðurinn yfir. Hann jafnaði metin í 75-75 með tveimur vítaskotum og skoraði svo sex síðustu stig Spánverja með troðslum á síðustu 49 sekúndum leiksins. Frábær leikur hjá þessum 35 ára leikmanni sem hitti úr 12 af 21 skoti sínu utan af velli (57,1%) og 16 af 18 vítaskotum sínum. Gasol tók fleiri vítaskot í leiknum en allt franska liðið en eftir leikinn kvartaði Rudy Gobert, miðherji Frakka, yfir því á Twitter að dómgæslan hefði verið Frakklandi óhagstæð en hann fékk sína fimmtu villu fyrir brot á Gasol þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni.Hard to play when somebody can touch you but you can't touch him! Tough loss it is painfull to lose this way but we will bounce back!! — rudy gobert (@rudygobert27) September 17, 2015 Gasol er raunar efstur á listanum yfir þá leikmenn sem hafa tekið felst vítaskot á EM að meðaltali í leik, eða 9,3. Sextíu af 74 vítaskotum hans hafa ratað rétta leið, eða 81,1%. Gasol er ofarlega á lista í mörgum tölfræðiþáttum á EM. Hann er t.a.m. stigahæsti leikmaður mótsins með 25,6 stig að meðaltali í leik, og með flest varin skot að meðaltali í leik, eða 2,3. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik en Gasol (8,4) og svo mætti lengi telja.Myndband af helstu tilþrifum Gasol gegn Frökkum má sjá hér að neðan.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23