Grísk kreppa í íslensku lífeyrisljósi Jakob Tryggvason skrifar 8. júlí 2015 07:00 Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun