Útmeð´a hlauparar komnir á hlaupabretti í Herjólfi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2015 14:58 Hlaupið hefur gengið vel og eru hlauparar á undan áætlun. Mynd/Facebook síða Útmeð'a „Almenningur er hvattur til að leggja hlaupahóp Útmeð‘a forvarnarátaksins lið með því að hlaupa síðasta sprettinn í hringveginum með hópnum næstkomandi sunnudag, 5. Júlí,“ segir í tillkynningu frá Geðhjálp. Hlaupahópur Útmeð‘a lagði af stað hringinn í kringum landið þann 30.júní síðastliðinn. Samhlaupið sem boðað er til hefst klukkan 11 þann 5. júlí á bílastæðinu við Húsgagnahöllina. „Hlaupið verður niður Bílshöfða, gegnum Elliðaárdal og upp Bústaðarveg í átt að aðalskrifstofu Rauða kross Íslands við Efstaleiti 9 í fylgd lögreglu. Við Efstaleiti munu Geðhjálp og Hjálparsími Rauða krossins slá upp grillveislu fyrir hlauparana og aðra gesti um kl. 12,“ segir í tilkynningunni. Hlaupahópurinn stefndi að því að slá hraðamet með því að leggja hringveginn eða um 1.400 km að baki á tæpum fimm sólarhringum. Áætlað var að hlaupið yrði á hlaupabretti á ferjunni út í Vestmannaeyjar, hlaupinn hringur í eyjunum og aftur til baka á hlaupabretti á ferjunni. Hópurinn er nú í Herjólfi og komin á brettið. #brettiðrúllar #herjólfur #útmeðaPosted by Útmeða on Saturday, July 4, 2015 Hægt er að fylgjast með staðsetningu hlauparanna hér. Geðhjálp, Hjálparsími Rauða krossins og hlaupahópurinn standa sameiginlega að baki Útmeð‘a átakinu. Með því er vakin athygli á því að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og safnað peningum til að framleiða gagnvirkt myndband í því skyni að fækka sjálfsvígum í þessum viðkvæma hópi. Á bilinu 4 til 6 ungir menn á aldrinum 18 til 25 ára taka líf sitt á Íslandi á hverju ári. Stefnt er að því að forvarnarmyndbandið verði frumsýnt á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga þann 10. september næstkomandi. Hægt verður að styrkja átakið og kaupa Útmeð‘a boli við Húsgagnahöllina og Estaleiti á 2.000 kr.Hér má nálgast Facebook viðburð fyrir samhlaupið á morgun. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
„Almenningur er hvattur til að leggja hlaupahóp Útmeð‘a forvarnarátaksins lið með því að hlaupa síðasta sprettinn í hringveginum með hópnum næstkomandi sunnudag, 5. Júlí,“ segir í tillkynningu frá Geðhjálp. Hlaupahópur Útmeð‘a lagði af stað hringinn í kringum landið þann 30.júní síðastliðinn. Samhlaupið sem boðað er til hefst klukkan 11 þann 5. júlí á bílastæðinu við Húsgagnahöllina. „Hlaupið verður niður Bílshöfða, gegnum Elliðaárdal og upp Bústaðarveg í átt að aðalskrifstofu Rauða kross Íslands við Efstaleiti 9 í fylgd lögreglu. Við Efstaleiti munu Geðhjálp og Hjálparsími Rauða krossins slá upp grillveislu fyrir hlauparana og aðra gesti um kl. 12,“ segir í tilkynningunni. Hlaupahópurinn stefndi að því að slá hraðamet með því að leggja hringveginn eða um 1.400 km að baki á tæpum fimm sólarhringum. Áætlað var að hlaupið yrði á hlaupabretti á ferjunni út í Vestmannaeyjar, hlaupinn hringur í eyjunum og aftur til baka á hlaupabretti á ferjunni. Hópurinn er nú í Herjólfi og komin á brettið. #brettiðrúllar #herjólfur #útmeðaPosted by Útmeða on Saturday, July 4, 2015 Hægt er að fylgjast með staðsetningu hlauparanna hér. Geðhjálp, Hjálparsími Rauða krossins og hlaupahópurinn standa sameiginlega að baki Útmeð‘a átakinu. Með því er vakin athygli á því að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og safnað peningum til að framleiða gagnvirkt myndband í því skyni að fækka sjálfsvígum í þessum viðkvæma hópi. Á bilinu 4 til 6 ungir menn á aldrinum 18 til 25 ára taka líf sitt á Íslandi á hverju ári. Stefnt er að því að forvarnarmyndbandið verði frumsýnt á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga þann 10. september næstkomandi. Hægt verður að styrkja átakið og kaupa Útmeð‘a boli við Húsgagnahöllina og Estaleiti á 2.000 kr.Hér má nálgast Facebook viðburð fyrir samhlaupið á morgun.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira