Lýðræðishalli í 20 ár Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 24. júní 2015 12:00 EES-samningurinn er í sífelldri mótun. Sameiginlega EES-nefndin sem Ísland á sæti í ákveður hvort taka beri ESB-reglur inn í EES-samninginn. Erfitt er að fá undanþágu frá ESB-reglum. Þurfa jafnan sérstakar aðstæður að koma til en ekki dugar að bera fyrir sig skort á vilja til að undirgangast regluna. Eftir að sameiginlega nefndin hefur samþykkt að taka ESB-reglur inn í EES-samninginn er íslenskum stjórnvöldum skylt að leiða þessar reglur í lög.Fimmtungur laga kemur frá Brussel og Lúxemborg Í þau rúm tuttugu ár sem liðið hafa síðan EES-samningurinn tók gildi hafa streymt gegnum Alþingi lagafrumvörp sem ætlað er að innleiða reglur sem sameiginlega EES-nefndin hefur bætt við EES-samninginn. Af þingmálaskrá Alþingis má sjá að nálægt 20% af lagafrumvörpum sem koma fyrir Alþingi á hverju löggjafarþingi mæla fyrir um lögfestingu á EES-reglum. Í sumum tilvikum gefa reglurnar sjálfar ákveðið svigrúm til aðlögunar að íslenskum hagsmunum. Að því slepptu verður ekki betur séð en að lögin sem Alþingi setur til framkvæmdar EES-reglum séu ekki samin við Austurvöll heldur í Brussel og Lúxemborg.Viðvarandi lýðræðishalli Fyrir lýðræðið er það ekki ákjósanleg staða að þurfa að undirgangast lagareglur sem Alþingi hefur lítil áhrif haft á. Ekki er þó auðvelt að sjá leiðir til úrbóta aðrar en að stjórnvöld vinni að því að koma sjónarmiðum sínum að í löggjafarferli ESB eftir því sem kostur er. En hvaða reglur eru þetta og hefur það verið skaðlegt að ekki hefur tekist að koma að íslenskum sjónarmiðum í löggjafarferli hjá ESB? EES-reglur lúta flestar að lagaumgjörð í viðskiptalífinu og réttindum einstaklinga. Oft á tíðum eru þetta svo tæknilegar reglur að aðeins er á færi sérfræðinga að meta undirliggjandi hagsmuni. Umræður um skaða á íslenskum hagsmunum hafa ekki verið áberandi en nauðsynlegt er að skoða þetta atriði sérstaklega.Markaðir opnir í tuttugu ár Því má ekki gleyma að mikilvægasta lagabreytingin sem varð með EES hlýtur að teljast lögfesting EES-laganna sem innihalda reglurnar um fjórfrelsi, samkeppni og ríkisaðstoð. Þessar reglur voru afrakstur þriggja ára samningaferlis sem íslenska ríkið tók þátt í og kom sínum sjónarmiðum að. Með þessum grunnreglum voru línurnar lagðar. Markaðir skyldu opnaðir og mismunun eftir þjóðerni var bönnuð. Þetta þykja svo sjálfsögð réttindi í dag að furðu sætir að hið gagnstæða hafi áður liðist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
EES-samningurinn er í sífelldri mótun. Sameiginlega EES-nefndin sem Ísland á sæti í ákveður hvort taka beri ESB-reglur inn í EES-samninginn. Erfitt er að fá undanþágu frá ESB-reglum. Þurfa jafnan sérstakar aðstæður að koma til en ekki dugar að bera fyrir sig skort á vilja til að undirgangast regluna. Eftir að sameiginlega nefndin hefur samþykkt að taka ESB-reglur inn í EES-samninginn er íslenskum stjórnvöldum skylt að leiða þessar reglur í lög.Fimmtungur laga kemur frá Brussel og Lúxemborg Í þau rúm tuttugu ár sem liðið hafa síðan EES-samningurinn tók gildi hafa streymt gegnum Alþingi lagafrumvörp sem ætlað er að innleiða reglur sem sameiginlega EES-nefndin hefur bætt við EES-samninginn. Af þingmálaskrá Alþingis má sjá að nálægt 20% af lagafrumvörpum sem koma fyrir Alþingi á hverju löggjafarþingi mæla fyrir um lögfestingu á EES-reglum. Í sumum tilvikum gefa reglurnar sjálfar ákveðið svigrúm til aðlögunar að íslenskum hagsmunum. Að því slepptu verður ekki betur séð en að lögin sem Alþingi setur til framkvæmdar EES-reglum séu ekki samin við Austurvöll heldur í Brussel og Lúxemborg.Viðvarandi lýðræðishalli Fyrir lýðræðið er það ekki ákjósanleg staða að þurfa að undirgangast lagareglur sem Alþingi hefur lítil áhrif haft á. Ekki er þó auðvelt að sjá leiðir til úrbóta aðrar en að stjórnvöld vinni að því að koma sjónarmiðum sínum að í löggjafarferli ESB eftir því sem kostur er. En hvaða reglur eru þetta og hefur það verið skaðlegt að ekki hefur tekist að koma að íslenskum sjónarmiðum í löggjafarferli hjá ESB? EES-reglur lúta flestar að lagaumgjörð í viðskiptalífinu og réttindum einstaklinga. Oft á tíðum eru þetta svo tæknilegar reglur að aðeins er á færi sérfræðinga að meta undirliggjandi hagsmuni. Umræður um skaða á íslenskum hagsmunum hafa ekki verið áberandi en nauðsynlegt er að skoða þetta atriði sérstaklega.Markaðir opnir í tuttugu ár Því má ekki gleyma að mikilvægasta lagabreytingin sem varð með EES hlýtur að teljast lögfesting EES-laganna sem innihalda reglurnar um fjórfrelsi, samkeppni og ríkisaðstoð. Þessar reglur voru afrakstur þriggja ára samningaferlis sem íslenska ríkið tók þátt í og kom sínum sjónarmiðum að. Með þessum grunnreglum voru línurnar lagðar. Markaðir skyldu opnaðir og mismunun eftir þjóðerni var bönnuð. Þetta þykja svo sjálfsögð réttindi í dag að furðu sætir að hið gagnstæða hafi áður liðist.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar