Óeinelti? –Snúum umræðunni við Hrafnhildur Hreinsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Daglega les maður eða heyrir sögur um einelti og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið, fyrir börn og fullorðna, sem verða fyrir því og lífsgöngu þeirra. Umræðan snýst að sjálfsögðu öll um hve einelti sé slæmt og börnum er kennt að það megi ekki leggja önnur börn í einelti, jafnvel börn í leikskólum þekkja orðið. Innihald umræðunnar er auðvitað gott og þarflegt, en orðið einelti klingir í eyrum alla daga. Þar með er ég ekki að segja að orðið einelti sé slæmt. Það er býsna gagnsætt hvað merkingu varðar. Orðið einelti tekur bara allt of mikið pláss í umræðunni um vandann, því það er alltaf á tungu manna og vísar beint í það slæma. Það er meira að segja haldinn eineltisdagur (á maður þá að leggja einhvern í einelti, má spyrja) eða jafnvel eineltisvika í skólum og á vinnustöðum. Allt til að fyrirbyggja eða vekja athygli á vandanum. Mig langar til þess að hvetja alla sem að þessum málum koma að snúa umræðunni við og minnka það að tala um einelti, heldur tala frekar um hið gagnstæða. Fókusera á góð samskipti, vináttu, virðingu og umburðarlyndi. En þá kemur vandamálið upp því okkur vantar gott orð yfir hugtakið. Norðurlandaþjóðir nota orðið mobbing yfir einelti og antimobbing sem mótsögn svo ekki getum við gengið í smiðju þeirra. Óeinelti gengur ekki heldur í okkar tungumáli. Einu orðin sem mér detta í hug eru mannúð, góðvild og samkennd en mér finnst þau ekki ná að vera hið gagnstæða við einelti. Ég beini því þess vegna til allra þeirra sem hæfileikana hafa að finna eða smíða nú gott orð yfir þetta hugtak svo við þurfum ekki að nota eins oft hið neikvæða orð, einelti. Beinum athyglinni frekar að góðri hegðum með því að nota rétt orð yfir hana og flytjum þannig áhersluna á það jákvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Daglega les maður eða heyrir sögur um einelti og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið, fyrir börn og fullorðna, sem verða fyrir því og lífsgöngu þeirra. Umræðan snýst að sjálfsögðu öll um hve einelti sé slæmt og börnum er kennt að það megi ekki leggja önnur börn í einelti, jafnvel börn í leikskólum þekkja orðið. Innihald umræðunnar er auðvitað gott og þarflegt, en orðið einelti klingir í eyrum alla daga. Þar með er ég ekki að segja að orðið einelti sé slæmt. Það er býsna gagnsætt hvað merkingu varðar. Orðið einelti tekur bara allt of mikið pláss í umræðunni um vandann, því það er alltaf á tungu manna og vísar beint í það slæma. Það er meira að segja haldinn eineltisdagur (á maður þá að leggja einhvern í einelti, má spyrja) eða jafnvel eineltisvika í skólum og á vinnustöðum. Allt til að fyrirbyggja eða vekja athygli á vandanum. Mig langar til þess að hvetja alla sem að þessum málum koma að snúa umræðunni við og minnka það að tala um einelti, heldur tala frekar um hið gagnstæða. Fókusera á góð samskipti, vináttu, virðingu og umburðarlyndi. En þá kemur vandamálið upp því okkur vantar gott orð yfir hugtakið. Norðurlandaþjóðir nota orðið mobbing yfir einelti og antimobbing sem mótsögn svo ekki getum við gengið í smiðju þeirra. Óeinelti gengur ekki heldur í okkar tungumáli. Einu orðin sem mér detta í hug eru mannúð, góðvild og samkennd en mér finnst þau ekki ná að vera hið gagnstæða við einelti. Ég beini því þess vegna til allra þeirra sem hæfileikana hafa að finna eða smíða nú gott orð yfir þetta hugtak svo við þurfum ekki að nota eins oft hið neikvæða orð, einelti. Beinum athyglinni frekar að góðri hegðum með því að nota rétt orð yfir hana og flytjum þannig áhersluna á það jákvæða.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun