Innlent

Bjartsýni ofmat á þessari stundu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Lítið þokast enn í samkomulagsátt í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.
Lítið þokast enn í samkomulagsátt í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Pjetur
Lítið þokast enn í samkomulagsátt í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Samningafundi þeirra í dag lauk án árangurs og hefur næsti fundur ekki verið boðaður.

„Það var ekkert beinlínis nýtt sem kom fram á þessum fundi,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. „Það er verið að velta upp allskonar hugmyndum en það er ekkert svona fast í hendi til að hægt sé að vinna sig út úr því þeirri alvarlegu stöðu sem að nú er í gangi. Ég held að bjartsýni væri mikið ofmat á þessari stundu.“ 

Samningafundi Bandalags háskólamanna (BHM) og ríkisins lauk í Karphúsinu á fimmta tímanum. Samninganefnd BHM ætlaði á fundinum að svara tilboði sem samninganefnd ríksins lagði fram í gær.

„Við fórum í gegnum þetta tilboð og komum með hugmynd, varðandi eitt meginatriði þessa tilboðs, á móti sem við lögðum fram og ræddum á fundinum í dag. Við ætlum allavega að vinna áfram með þetta og þeir ætla að skoða þetta betur núna og við munum hittast aftur á föstudaginn.“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM.

Tengdar fréttir

Hænufet í rétta átt

Formaður samninganefndar BHM segir ríkið bjóða tólf prósenta hækkun á launataxta á þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×