Segja engan mega gleyma guðsteinn bjarnason skrifar 28. janúar 2015 07:00 Tveir eftirlifenda við hliðið alræmda, þar sem stendur: Vinnan gerir yður frjáls. fréttablaðið/AP Fyrir tíu árum, þegar 60 ár voru liðin frá því rússneski herinn opnaði hlið útrýmingarbúðanna í Auschwitz, tóku 1.500 eftirlifendur þátt í minningarathöfninni þar. Verulega hefur fækkað í röðum þeirra þennan áratug, en nú mættu 300 til athafnarinnar. „Við sem eftir lifum viljum ekki að fortíð okkar verði að framtíð barnanna okkar,“ sagði einn þeirra, Roman Kent. Hann hvatti leiðtoga heimsins til þess að halda á lofti minningunni um þau voðaverk, sem framin voru í Auschwitz. Hann sagði hverja mínútu í Auschwitz hafa verið eins og heilan dag, hvern dag eins og heilt ár, og hvern mánuð eins og heila eilífð: „Hve margar eilífðir komast fyrir í einni mannsævi?“ spurði hann svo. „Enn á ný er verið að ráðast á gyðinga í Evrópu vegna þess að þeir eru gyðingar,“ sagði Ronald Lauder, sem er leiðtogi Alheimsráðs gyðinga.Ráðamenn Þýskalands Joachim Gauck, forseti Þýskalands, minntist helfararinnar í ræðu á þýska þinginu í gær. Við hlið hans eru Angela Merkel kanslari og Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins.fréttablaðið/APJoachim Gauck Þýskalandsforseti og François Hollande Frakklandsforseti voru meðal þeirra þjóðarleiðtoga, sem tóku þátt í minningarathöfninni. Fyrr um daginn hafði Gauck minnst helfararinnar í ræðu á þýska þinginu þar sem hann sagðist eiga eftir að þjást til æviloka út af því að þýska þjóðin hafi verið fær um að fremja svo hryllilega glæpi gegn mannkyni. „Þótt helförin teljist ekki lengur, í huga allra borgara landsins, grunnþáttur í þýskri sjálfsmynd, þá gildir engu að síður enn þetta: Án Auschwitz er engin þýsk sjálfsmynd til,“ sagði Gauck í ræðu sinni á þýska þinginu. „Hér í Þýskalandi, þar sem útrýmingin var ráðgerð og skipulögð, hér er ógn fortíðarinnar nálægari og ábyrgðin gagnvart samtíð og framtíð meiri og skuldbinding hennar sterkari en annars staðar.“ Athygli vakti að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lét ekki sjá sig í Póllandi, og bar því við að hann hefði ekki fengið boðskort. Pólverjar segjast þó ekki hafa sent neinum þjóðhöfðingjum boðsbréf, heldur aðeins sendiherrum hvers lands. Pólska utanríkisráðuneytið segir að Pútín hefði mátt taka þátt, hefði hann viljað. Þetta var sett í samhengi við deilur evrópskra leiðtoga við Pútín um Úkraínu. Þess ber þó að geta að Barack Obama Bandaríkjaforseti mætti ekki heldur og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, var einnig víðs fjarri. Í Auschwitz var meira en 1,1 milljón manna myrt á árunum 1940 til 1945. Flestir þeirra voru gyðingar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Fyrir tíu árum, þegar 60 ár voru liðin frá því rússneski herinn opnaði hlið útrýmingarbúðanna í Auschwitz, tóku 1.500 eftirlifendur þátt í minningarathöfninni þar. Verulega hefur fækkað í röðum þeirra þennan áratug, en nú mættu 300 til athafnarinnar. „Við sem eftir lifum viljum ekki að fortíð okkar verði að framtíð barnanna okkar,“ sagði einn þeirra, Roman Kent. Hann hvatti leiðtoga heimsins til þess að halda á lofti minningunni um þau voðaverk, sem framin voru í Auschwitz. Hann sagði hverja mínútu í Auschwitz hafa verið eins og heilan dag, hvern dag eins og heilt ár, og hvern mánuð eins og heila eilífð: „Hve margar eilífðir komast fyrir í einni mannsævi?“ spurði hann svo. „Enn á ný er verið að ráðast á gyðinga í Evrópu vegna þess að þeir eru gyðingar,“ sagði Ronald Lauder, sem er leiðtogi Alheimsráðs gyðinga.Ráðamenn Þýskalands Joachim Gauck, forseti Þýskalands, minntist helfararinnar í ræðu á þýska þinginu í gær. Við hlið hans eru Angela Merkel kanslari og Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins.fréttablaðið/APJoachim Gauck Þýskalandsforseti og François Hollande Frakklandsforseti voru meðal þeirra þjóðarleiðtoga, sem tóku þátt í minningarathöfninni. Fyrr um daginn hafði Gauck minnst helfararinnar í ræðu á þýska þinginu þar sem hann sagðist eiga eftir að þjást til æviloka út af því að þýska þjóðin hafi verið fær um að fremja svo hryllilega glæpi gegn mannkyni. „Þótt helförin teljist ekki lengur, í huga allra borgara landsins, grunnþáttur í þýskri sjálfsmynd, þá gildir engu að síður enn þetta: Án Auschwitz er engin þýsk sjálfsmynd til,“ sagði Gauck í ræðu sinni á þýska þinginu. „Hér í Þýskalandi, þar sem útrýmingin var ráðgerð og skipulögð, hér er ógn fortíðarinnar nálægari og ábyrgðin gagnvart samtíð og framtíð meiri og skuldbinding hennar sterkari en annars staðar.“ Athygli vakti að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lét ekki sjá sig í Póllandi, og bar því við að hann hefði ekki fengið boðskort. Pólverjar segjast þó ekki hafa sent neinum þjóðhöfðingjum boðsbréf, heldur aðeins sendiherrum hvers lands. Pólska utanríkisráðuneytið segir að Pútín hefði mátt taka þátt, hefði hann viljað. Þetta var sett í samhengi við deilur evrópskra leiðtoga við Pútín um Úkraínu. Þess ber þó að geta að Barack Obama Bandaríkjaforseti mætti ekki heldur og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, var einnig víðs fjarri. Í Auschwitz var meira en 1,1 milljón manna myrt á árunum 1940 til 1945. Flestir þeirra voru gyðingar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira