Starfsemin sett í óvissu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2015 07:30 Svava Björk Mörk vísir/ernir Hafnarfjarðarbær hefur sagt upp rekstrarsamningi sínum við ungbarnaleikskólann Bjarma. Eigendum skólans var tilkynnt um þetta á fundi síðasta föstudag. Að öllu óbreyttu mun skólinn hætta rekstri að sex mánuðum liðnum. Áætlað er að aðgerðin spari bænum um 72 milljónir króna. Tillaga um samningsriftunina var samþykkt í fræðsluráði á mánudag. Í fundargerð er tekið fram að ástæða breytingarinnar sé að hafnfirskum börnum á leikskólaaldri muni fækka um 300 á næstu fimm árum. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar og Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun þess efnis að þeir teldu ótækt að svigrúmið, sem við það myndast, væri ekki nýtt til að lækka inntökualdur á leikskóla bæjarins. „Við erum í raun alveg orðlausar,“ segir Svava Björg Mörk en hún á Bjarma ásamt Helgu Björgu Axelsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 2008 og sinnir 24 börnum á aldrinum hálfs til tveggja ára. „Það sem við lesum út úr þessu er að stefna bæjarins sé á þann veg að æskilegt sé að halda hlutfalli fagmenntaðra sem lægstu,“ segir Svava. Þær hafi ekki fengið neinar ástæður fyrir uppsögninni á fundinum heldur lesið um þær síðar. Þá hafi því verið borið við að kostnaður við hvert barngildi á Bjarma sé tæpum fimmtungi hærri en á hinum tveimur einkareknu leikskólum bæjarins. Svava segir þann mun skýrast af því að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna skólans sé hærra en hjá öðrum leikskólum Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir„Við skerum okkur úr að því leyti að við uppfyllum lagaskilyrði um hlutfall fagmenntaðra,“ segir Svava. Hún bætir við að verið sé að skoða hvaða aðgerða hægt sé að grípa til vegna málsins en hvernig sem allt fari muni það vera í forgangi að starf leikskólans skerðist ekki sökum ástandsins. „Að svo stöddu er ekki hægt að lækka leikskólaaldurinn þótt viljinn sé fyrir hendi. Staða bæjarins býður einfaldlega ekki upp á það,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs. Hún segir breytingarnar ekki á nokkurn hátt fela í sér nokkra skerðingu á þjónustu. Þau pláss sem Bjarmi býður upp á færist til annarra leikskóla. „Markmiðið var að finna út hvaða einingar í kerfinu væru óhagstæðastar og hverjar hagstæðari. Samningurinn milli Hafnarfjarðar og Bjarma var mjög óhagstæður og því var honum sagt upp,“ segir Rósa. Uppsagnarfresturinn sé sex mánuðir og það hafi legið lengi fyrir að gera þurfi breytingar. „Finnist önnur leið til að taka á málinu verður hún skoðuð þegar þar að kemur.“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur sagt upp rekstrarsamningi sínum við ungbarnaleikskólann Bjarma. Eigendum skólans var tilkynnt um þetta á fundi síðasta föstudag. Að öllu óbreyttu mun skólinn hætta rekstri að sex mánuðum liðnum. Áætlað er að aðgerðin spari bænum um 72 milljónir króna. Tillaga um samningsriftunina var samþykkt í fræðsluráði á mánudag. Í fundargerð er tekið fram að ástæða breytingarinnar sé að hafnfirskum börnum á leikskólaaldri muni fækka um 300 á næstu fimm árum. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar og Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun þess efnis að þeir teldu ótækt að svigrúmið, sem við það myndast, væri ekki nýtt til að lækka inntökualdur á leikskóla bæjarins. „Við erum í raun alveg orðlausar,“ segir Svava Björg Mörk en hún á Bjarma ásamt Helgu Björgu Axelsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 2008 og sinnir 24 börnum á aldrinum hálfs til tveggja ára. „Það sem við lesum út úr þessu er að stefna bæjarins sé á þann veg að æskilegt sé að halda hlutfalli fagmenntaðra sem lægstu,“ segir Svava. Þær hafi ekki fengið neinar ástæður fyrir uppsögninni á fundinum heldur lesið um þær síðar. Þá hafi því verið borið við að kostnaður við hvert barngildi á Bjarma sé tæpum fimmtungi hærri en á hinum tveimur einkareknu leikskólum bæjarins. Svava segir þann mun skýrast af því að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna skólans sé hærra en hjá öðrum leikskólum Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir„Við skerum okkur úr að því leyti að við uppfyllum lagaskilyrði um hlutfall fagmenntaðra,“ segir Svava. Hún bætir við að verið sé að skoða hvaða aðgerða hægt sé að grípa til vegna málsins en hvernig sem allt fari muni það vera í forgangi að starf leikskólans skerðist ekki sökum ástandsins. „Að svo stöddu er ekki hægt að lækka leikskólaaldurinn þótt viljinn sé fyrir hendi. Staða bæjarins býður einfaldlega ekki upp á það,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs. Hún segir breytingarnar ekki á nokkurn hátt fela í sér nokkra skerðingu á þjónustu. Þau pláss sem Bjarmi býður upp á færist til annarra leikskóla. „Markmiðið var að finna út hvaða einingar í kerfinu væru óhagstæðastar og hverjar hagstæðari. Samningurinn milli Hafnarfjarðar og Bjarma var mjög óhagstæður og því var honum sagt upp,“ segir Rósa. Uppsagnarfresturinn sé sex mánuðir og það hafi legið lengi fyrir að gera þurfi breytingar. „Finnist önnur leið til að taka á málinu verður hún skoðuð þegar þar að kemur.“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira