Vélmennið er fyrirmyndar tengdasonur og frábær pabbi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2015 14:00 Alexander Petersson. Vísir/Eva Björk Alexander Petersson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð tvö í gær en það eru liðin tíu ár síðan að Alexander spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland. „Hann er grjótharður að utan og dúnmjúkur að innan," segir Björgvin Jóhann Barðadal um Alexander Petersson en hann er vinur hans og átti mikinn þátt í að Alex kom til Íslands á sínum tíma. „Hann er ótrúlega ljúfur og góður," segir Hrafnhildur Skúladóttir, fyrrum fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins.„Vönduð manneskja, hörku keppnismaður og heill í gegn. Fyrirmyndartengdasonur myndi ég halda."Vísir/Eva BjörkFélagarnir hans í landsliðinu tala allir um hversu vinnusamur hann er og að hann sé fórn fýs og algjör baráttujaxl. „Ósérhlífinn, einbeittur, mjög áræðinn og þægilegur í samvinnu," eru allt orð sem notuð eru til að lýsa handboltamanninum Alexander Petersson. „Vönduð manneskja, hörku keppnismaður og heill í gegn. Fyrirmyndartengdasonur myndi ég halda." „Hann er vélmenni, ótrúlega sterkur og kraftmikill. Hann er ekki hræddur við neitt," segir Hrafnhildur Skúladóttir. Pabbinn Alexander Petersson er líka kapítuli útaf fyrir sig. „Helsti kosturinn er hvað hann er góður pabbi," sagði tengdamóðirin Maj-Britt Pálsdóttir. „Hann er rosalega góður pabbi. Það sést þegar hann kemur inn um dyrnar þá hlaupa litlu strákarnir hans tveir að honum. Þeir eru mjög skotnir í honum og hann er skotin í þeim," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson sem spilar með hjá honum í Rhein-Neckar Löwen. Jú það vantaði ekki hrósið sem Alexander Petersson fékk í viðtölum við fólk sem þekkir hann en hvað með gallana? Þeir koma að sjálfsögðu líka fram í nærmyndinni. Ísland í dag hefur gert nærmynd af fleiri hetjum úr karlalandsliðinu.Nærmynd af Ólafi Stefánssyni Nærmynd af Guðjóni Val Sigurðssyni Nærmynd af Björgvini Páli Gústavssyni HM 2015 í Katar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Sjá meira
Alexander Petersson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð tvö í gær en það eru liðin tíu ár síðan að Alexander spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland. „Hann er grjótharður að utan og dúnmjúkur að innan," segir Björgvin Jóhann Barðadal um Alexander Petersson en hann er vinur hans og átti mikinn þátt í að Alex kom til Íslands á sínum tíma. „Hann er ótrúlega ljúfur og góður," segir Hrafnhildur Skúladóttir, fyrrum fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins.„Vönduð manneskja, hörku keppnismaður og heill í gegn. Fyrirmyndartengdasonur myndi ég halda."Vísir/Eva BjörkFélagarnir hans í landsliðinu tala allir um hversu vinnusamur hann er og að hann sé fórn fýs og algjör baráttujaxl. „Ósérhlífinn, einbeittur, mjög áræðinn og þægilegur í samvinnu," eru allt orð sem notuð eru til að lýsa handboltamanninum Alexander Petersson. „Vönduð manneskja, hörku keppnismaður og heill í gegn. Fyrirmyndartengdasonur myndi ég halda." „Hann er vélmenni, ótrúlega sterkur og kraftmikill. Hann er ekki hræddur við neitt," segir Hrafnhildur Skúladóttir. Pabbinn Alexander Petersson er líka kapítuli útaf fyrir sig. „Helsti kosturinn er hvað hann er góður pabbi," sagði tengdamóðirin Maj-Britt Pálsdóttir. „Hann er rosalega góður pabbi. Það sést þegar hann kemur inn um dyrnar þá hlaupa litlu strákarnir hans tveir að honum. Þeir eru mjög skotnir í honum og hann er skotin í þeim," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson sem spilar með hjá honum í Rhein-Neckar Löwen. Jú það vantaði ekki hrósið sem Alexander Petersson fékk í viðtölum við fólk sem þekkir hann en hvað með gallana? Þeir koma að sjálfsögðu líka fram í nærmyndinni. Ísland í dag hefur gert nærmynd af fleiri hetjum úr karlalandsliðinu.Nærmynd af Ólafi Stefánssyni Nærmynd af Guðjóni Val Sigurðssyni Nærmynd af Björgvini Páli Gústavssyni
HM 2015 í Katar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Sjá meira